Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 21.–23. apríl 2015 n Týndur piltur náði botninum þegar móðir hans vísaði honum að heiman É g man eftir því að hafa kom- ið heim og reynt að ná augn- sambandi við mömmu. Hún kom, faðmaði mig, en hún gat ekki horft í augun á mér. Ég sá að hún var grátbólgin, sár og fegin og að hún gat ekki horft á mig,“ segir ungur maður sem eitt sinn var í þeim sporum að foreldrar hans þurftu að biðja lögregluna um að leita að hon- um. Raunar þurfti lögreglan ítrekað að leita að honum og er hann einn af „týndu börnunum“ sem DV hefur fjallað um að undanförnu. Pilturinn leiddist ungur út í fíkniefnaneyslu, hætti í skóla og á endanum var hon- um gert að flytja að heiman. „Það var upphafið af endinum – sem betur fer,“ segir hann en í dag hefur hann náð að fóta sig í lífinu, er hættur neyslu og er að endurbyggja sambandið við fjöl- skyldu sína. DV hefur að undanförnu rætt við lögreglumann sem sér um að leita að börnum sem skila sér ekki heim og foreldri barns sem hefur verið í þeim sporum að bíða eftir því að barnið skili sér heim. Börnin glíma oft við fíkniefnavanda, þótt það sé ekki algilt, og eru sum þeirra til að mynda að flýja heimilisaðstæður. Pilturinn sem hér um ræðir var átján ára gamall þegar móðir hans ákvað að vísa honum af heimilinu. Þá hafði hún reynt að beina honum út úr fíkniefnaneyslu, sölu og afbrotum í tæp fimm ár. Þegar hann stóð uppi heimilislaus komst hann á botninn og ákvað að reyna að breyta lífi sínu. Hann féllst á að fara yfir málin með blaðamanni, gegn því að staðarhættir og nafn hans og móð- ur hans kæmu ekki við sögu. Týnt barn „Ég veit ekki hvernig þetta byrjaði, þetta gerðist svo hratt. En skyndilega var allt á haus. Ég öskraði á þau, hótaði og ógnaði þeim [móður hans, systkin- um og öðrum ættingjum, innsk. blm.] Ég var úti allar nætur og svaf svo allan daginn, nema þegar ég var beðinn um að skjótast með fíkniefni. Ef ég var rekinn af stað í skólann þá svaf ég bara heima hjá félögum mínum eða stelp- unni sem ég var að hitta á þessum tíma,“ segir hann og bætir við að þetta hafi gengið svona í um tvö ár. „Ég rétt náði að klára grunnskóla og mamma sendi inn umsókn í fjölbrautaskóla fyrir mig. Hún var staðráðin í að koma mér í gegnum þetta. Að vera týnt barn er ekki bara að vera barn sem skilar sér ekki heim, ég var týndur á öllum sviðum. Að segja að ég hafi skilið eft- ir mig sviðna jörð nær eiginlega ekki utan um það. Ég gerði hluti sem ég sé mjög eftir og mun aldrei geta bætt fyr- ir.“ Hún bara beið „Þegar ég var í stroki var það yfir- leitt vegna þess að ég vildi ekki koma heim vegna þess að ég var of dóp- aður. Ég var kannski á vökunni, það er, búinn að vera í neyslu svo lengi að ég hafði vakað í nokkra daga. Stundum var bara gaman og ég skil- aði mér svo heim þegar ég var alveg búinn á því. Þá svaf ég bara í sólar- hring eða meira,“ segir hann. Þetta gerðist ítrekað. Lögreglan var ræst út til að leita að drengnum þegar hann hafði ekki komið heim um tíma og eftir því sem hann týndist oftar hófst leitin seinna. „Á ákveðnum tíma- punkti hætti mamma að kalla eftir aðstoð. Hún bara beið,“ segir hann, en þau mæðginin höfðu átt afar náið samband. „Ég vissi alltaf af henni, að hún myndi bjarga mér,“ segir hann en meðal þess sem móðir hans tók að sér að gera var að verjast hand- rukkurum, greiða fíkniefnaskuld- ir og hlúa að honum þegar hann fór yfir strikið. „Ég skil ekki hvernig hún gat haft mig á heimilinu. Við vor- um orðin bara tvö eftir þar og ég átti alltaf stað þar,“ segir hann. Rekinn að heiman En það varði þó ekki að eilífu og sú stund kom að móðir hans fékk nóg. „Einn daginn kom ég heim eftir nokkurra daga fjarveru. Þar biðu mín mamma og bróðir hennar. Dótið mitt var í tösku, það er að segja fötin mín og eintak af uppáhaldsbókinni minni. Mamma sagði mér að þetta gæti ekki gengið svona, hún vildi að ég flytti út,“ segir hann. „Ég trylltist gjörsamlega. Ég grét, hló, öskraði og reyndi að kúga hana til að leyfa mér að vera áfram heima. Á meðan ég átti enn heima einhvers staðar þá fannst mér þetta nefnilega ekkert vandamál. En hún haggaðist ekki,“ segir hann. „Seinna sagði hún mér að hún hefði lagst í rúmið í tvær vikur eftir þetta og varla staðið upp. Vinkonur hennar vöktu yfir henni daga og nætur. Ég held að ég hafi nán- ast gengið frá henni með þessu.“ Botninum náð Þar sem hann stóð skyndilega á göt- unni allslaus var hans fyrsta verk að kaupa sér stóran skammt af fíkniefn- um. „Ég vil ekki tala um hvað ég var að nota, en ég sat á rúmi hjá félaga mínum sem leigði stúdíóíbúð sem var eins og algjört greni. Ég áttaði mig skyndilega á því að ég var gjörsam- lega einn í heiminum. Konan sem hafði alltaf hugsað um mig, mamma mín, hafði gefist upp á mér,“ segir hann. Hann gekk út og leitaði sér að- stoðar. Við tók tímabil sigra og ósigra, þar sem hann reyndi að ná tökum á lífinu og sjálfum sér. „Þetta var og er stöðug barátta. Ég hef reynt að bæta þeim sem ég særði mest skaðann, en innst inni veit ég að hann verður ekki bættur, en við getum vonandi kom- ist yfir það,“ segir hann. „Mín saga er bara mín saga, hún endurspeglar ekki öll týnd börn. Ég veit kannski ekki ná- kvæmlega hvað gerist næst, en ég er að verða búinn að átta mig á því að ég get sjálfur haft áhrif á það.“ n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Ég var týndur á öllum sviðu “ Helgarblað 17.–20. apríl 2015 Fréttir 15 14 Fréttir Helgarblað 17.–20. apríl 2015 Graníthöllin Legsteinar GLER LEGSTEINA GS 1002 Mál: Sökkullinn er 85x40x10cm. Glerið er 65x55x8cm. Steinninn er 65cm hár. Verð kr. 589.000,- innifalin uppsetning á stór höfuðborgarsvæðinu* GS 1003 Mál: Sökkullinn er 140x40x10cm. Glerið er 100x55x8cm. Steinninn er 65cm hár. Verð kr. 689.000,- innifalin uppsetning á stór höfuðborgarsvæðinu* * Fr í u pp se tn in g m ið as t v ið u pp se tn in gu á h öf uð bo rg ar sv æ ði nu o g ná gr an na by gg ða lö gu m . M eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g up ps el da r v ör ur . Opnunartími: mánudaga - föstudaga 90 0 til 1800 laugardaga 1100 til 1600 555 3888Bæjarhrauni 26 220 Hafnarfirði Nánari upplýsingar á: „Ég gefst ekki upp á syni mínum“ n Það tók eitt ár að fara á botninn í fíkn fyrir fimmtán ára dreng n Heilt ár að bíða eftir vist á Stuðlum n Þakklát fyrir verkefni lögreglunnar Þ að tók fimmtán ára gamlan dreng eitt ár að missa tökin á lífi sínu og neyslu. Piltur- inn er eitt þeirra barna sem lögreglan hefur þurft að leita að; eitt af týndu börnunum. DV ræddi á dögunum við lögreglu- manninn Guðmund sem hefur það hlutverk að leita að börnunum og koma þeim í skjól. Fjölskylda piltsins hefur staðið í þeim sporum og pilturinn á foreldra sem hafa oft þurft að bíða heima áhyggjufull yfir afdrifum hans. Það hefur gengið á ýmsu í lífi hans en móðir hans, Ingibjörg, féllst á að fara yfir málin með blaðamanni og segir mikilvægt að benda á aðstæð- ur barna eins og sonar hennar. Eft- ir mikla erfiðleika hafa þau þjapp- að sér saman og eru nú að takast á við vandamál drengsins, sem nú er orðinn eldri, einn dag í einu. „Ég gefst ekki upp á syni mín- um,“ segir Ingibjörg ákveðin. „Van- máttartilfinningin er svo mikil þegar neyslan hefur tekið yfirhöndina. Ég lít á fíkn sem sjúkdóm og það er mikilvægt að gera greinarmun á ást- vini sem maður elskar og óæskilegri hegðun hans sem er sprottin úr fíkn enda gerir einstaklingurinn allt sem þarf til að viðhalda fíkn sinni.“ Fíknin fer ekki í manngreinar- álit og ekkert í heimilisaðstæðum piltsins gaf til kynna að eitthvað slíkt ætti eftir að koma fyrir inn- an fjölskyldunnar. „Það byrjaði allt með kannabisefnum og ári síðar var hann farinn að leita í allt sem hann fann,“ segir Ingibjörg. Bremsulaus Ingibjörg segir að pilturinn hafi alltaf verið „bremsulaus“ og verið með athyglisbrest, en hann var og er mjög skapandi og hæfileikaríkur. Bók- námið var ekki hans sterkasta hlið, en hann fann sig vel í listgreinum. Pilturinn hafði um tíma umgeng- ist einstaklinga sem voru í neyslu, en hann var sjálfur ekki byrjaður að fikta. Móðir hans fylgdist vel með honum og hafði látið hann undir- gangast fíkniefnapróf. „En svo breyttist allt þegar breytingar urðu í lífi hans og hann sökk hratt ofan í neysluna,“ segir hún. Það var óbæri- legt fyrir Ingibjörgu að fylgjast með og hún reyndi allt hvað hún gat til að stöðva son sinn. „Fallegi, heiðarlegi og hæfileikaríki drengurinn minn varð smám saman óþekkjanleg- ur,“ segir hún. Hann var í félagsskap sem henni hugnaðist ekki, hegðun hans breyttist til muna og skyndi- lega var hann stöðugt í uppreisn og að stofna til rifrilda. Fíkniefnaneysla er dýr ávani en hann fann leiðir til að fjármagna hana. „Það eru eldri strákar sem fá svona gutta til þess að sendast fyrir sig gegn greiðslum eða dópi,“ segir hún, en Guðmundur lögreglumaður vísaði einmitt til þess sama og sagði að um væri að ræða hóp manna sem hefðu sjálfir staðn- að eftir fíkniefnaneyslu og leituðu því í yngri félagsskap sem þeir ættu auðveldara með að samsama sig. Týndist fjórum sinnum Það gekk á ýmsu. Í fjórgang þurfti Ingibjörg að hringja í bakvakt barnaverndarnefndar í gengum neyðarlínuna og óska eftir aðstoð við að finna drenginn. Í fyrsta skipt- ið hafði hann ekki skilað sér heim á tilsettum tíma. Þegar líða tók á nóttina hringdi hún og óskaði eft- ir aðstoð. „Þá var ekki hægt að hefja leit fyrr en sólarhring eftir að hann fór að heiman,“ segir hún og segir að biðin hafi verið afar erfið. „Þegar hann skilaði sér ekki heim var það yfirleitt vegna þess að hann skamm- aðist sín. Hann var þá í mjög mikilli vímu og treysti sér bara ekki til þess að koma heim. Hann vildi ekki að ég sæi hann svona,“ segir hún. Í nokkur skipti kom það fyrir að hann reyndi vísvitandi að fela sig til að kom- ast hjá því að vera fluttur í neyðar- vistun á meðferðarheimilið Stuðla. „Það sem Guðmundur er að gera er löngu tímabært og mjög þarft. Hann hefur byggt upp traust milli foreldra, barna og lögreglunnar,“ segir hún en Guðmundur hefur komið að leit að syni hennar. Líkt og DV greindi frá í vikublaðinu í þessari viku er unnið að því að koma upp verklagsregl- um sem styðja við foreldra og unglinga í þess- um sporum. Samskipt- in við barna- verndarnefnd og skóla drengs- ins gengu þó ekki snurðulaust fyrir sig á sínum tíma. „Það tók ótrú- lega langan tíma að koma honum í meðferð á Stuðla. Þegar það loksins gerðist þá breyttist allt. Það er svo gott starf sem er unnið þar,“ segir hún. Drengnum hafði verið vikið úr skóla talsvert áður en til þess kom að hann færi í meðferð og eftir það var ekkert fyrir hann að gera. „Það ýtti bara undir neysluna og óregluna,“ segir hún. Úrræðaleysið var algjört á meðan beðið var eftir meðferðar- úrræði, en raunar er bara eitt slíkt á Stuðlum og aðeins pláss fyrir sex börn í einu á tveggja mánaða fresti. Foreldrar geta sjálfir ekki óskað eftir meðferð fyrir börnin sín, nema með aðkomu barnaverndarnefnda. „Ég gat ekki sjálf komið honum í meðferð. Barnaverndarnefnd varð að koma honum í meðferð. Það eru ekkert allir foreldrar sem þora að leita til barnaverndarnefndar og myndu sjálfir vilja haga þessum málum, þeir eru kannski hræddir eða með fordóma. Ég hef ekkert haft að fela, er ekki hrædd við kerfið og hef því alltaf unnið hlutina í samstarfi við það, en það tók mjög langan tíma að koma málum hans í góðan farveg,“ segir hún og segir að það hafi verið skrítið sem foreldri að geta ekki tekið í taumana og komið drengnum í meðferð. „Ég var alveg valdalaus, hann barðist gegn mér á hæl og hnakka og ég þurfti leyfi kerfisins til að hjálpa honum. Svo vegna þess að ég var heiðarleg við skólann og sagði þeim frá því að ég vissi að hann væri í neyslu, þá var honum vikið úr skólanum. Aðrir foreldrar, sem áttu börn í neyslu í sama skóla, voru ekki eins heiðarlegir og því fengu börnin þeirra að halda áfram,“ segir hún og bætir því við að með þessu hafi skólinn brugðist drengnum algjörlega. Lífið heldur áfram Á meðan Ingibjörg stóð í þeim sporum að fylgjast með fíkninni ná sterkara taki á syni hennar dag frá degi, hélt lífið utan heimilisins auð- vitað áfram sinn vanagang. Þeirra nánustu vissu hvað var í gangi en hún reyndi að halda því frá sem flestum. „Ég get alveg viðurkennt það að það var mjög erfitt að ein- beita sér að vinnunni til dæmis. Ég var þjökuð af áhyggjum og svefn- laus,“ segir hún. Það bætti í álagið að margir sem tengdust henni höfðu sterkar skoðanir á því hvernig hún hegðaði sér í þessum aðstæðum. Velmeinandi ráðleggingar, sem voru raunar fyrst og fremst afskiptasemi, voru einnig mikil byrði og ekki á ástandið bætandi. „Fólk veit ekkert hvað það er að tala um fyrr en það hefur sjálft stað- ið í þessum sporum. Ég var að gera allt sem ég gat fyrir hann, en þeir létu eins og ég væri ekki að gera neitt. Það að gera sér glaðan dag í miðjum ósköpunum varð mjög mikilvægt fyrir mig en jafnframt upplifði ég fordóma frá mínum nán- ustu á sama tíma. Þau virtust halda að ég væri ekki að gera mitt besta til að hjálpa barninu mínu þar sem hann væri enn í neyslu. Þessir for- dómar eru hreinlega bugandi fyrir foreldra barna í neyslu. Ég varð reið, vegna þess að ég var einmitt að gera allt sem ég mögulega gat gert,“ segir hún og tekur fram að athugasemd- irnar spretti auðvitað fyrst og fremst fram af ótta og áhyggjum annarra. Meðvirknin „Þar fyrir utan fer oft mikil meðvirkni af stað samhliða neyslu einhvers í fjölskyldunni. Skömm verður oft ríkjandi og löngun til þess að fela ástandið. Ég lærði það í 12 spora vinnu að skammast mín ekki fyrir barnið mitt og neysluna hans og var þar af leiðandi ekki að reyna að fela hana. Ég var ekki að opinbera neysluna fyrir öllum í kringum mig. Ég reyndi bara að lifa sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir neysluna. Það er að segja, ég gerði allt sem í mínu valdi stóð til að hjálpa syni mínum, sækja um öll úrræði sem í boði eru, þrýsta eftir hjálp, sækja fundi og stuðning hjá Vímulausri æsku, SÁÁ og öðrum foreldra- og aðstandendahópum. Það sem ég áttaði mig á var að það besta sem ég gæti gert fyrir son minn var að fara ekki á hliðina sjálf og láta neyslu hans eyðileggja tilveruna. Auðvitað hafði neysla hans áhrif en það er á minni ábyrgð að halda jafnvægi og að halda sjálfri mér í lagi.“ Þar fyrir utan var annað systkini á heimilinu sem þurfti á stöðugleika og athygli að halda. „Ég hef verið utan vinnu í smá tíma núna og er að byggja sjálfa mig upp. Ég lít á þenn- an tíma sem hálfgert veikindaleyfi. Ég finn það bara hvað ég var orðin þreytt og lúin,“ segir hún. Jákvæð speglun „Þegar ég talaði við einn virtasta ráðgjafann hjá SÁÁ, sem hefur unnið þar í fjölmörg ár, sagði hann mér að hann ætti fullorðinn son sem væri enn í neyslu. Það var þá sem ég áttaði mig á því að það er svo takmarkað hvað maður getur gert sem foreldri. Löngun í bata þarf að koma frá einstaklingnum sem er í neyslu og oft þarf fólk að ganga í gegnum innra ferðalag til þess að rata á þann stað að hafa vilja til að verða edrú. Þá er svo dýrmætt að aðstandendur séu í lagi og séu góð- ar fyrirmyndir sem eru að lifa lífinu lifandi. Ég veit hvað það er auðvelt að vilja ýta krakkanum frá sér eftir allt sem er búið að ganga á og stund- um er það nauðsynlegt þegar að þau eru orðin fullorðin. En það er bara svo mikilvægt að bugast ekki heldur taka bara einn dag fyrir í einu og að hlúa vel að sér,“ segir hún og bætir við að vanmáttartilfinningin sé mik- il. „Það sem sonur minn þarf er já- kvæð speglun, uppbyggjandi um- hverfi og tækifæri til að ná fótfestu á ný. Núna vinnum við að því að láta það ganga.“ n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Hann var þá í mjög mikilli vímu og treysti sér bara ekki til þess að koma heim. Engin skömm Skömm verður oft ríkjandi og löngun til þess að fela ástandið. Ég lærði það í 12 spora vinnu að skammast mín ekki fyrir barnið mitt og neysluna hans, segir Ingibjörg. SviðSETT Mynd 14. apríl 2015 Þrjú ungmenni á glap- stigum létust í fyrra og lögreglan velti því fyrir sér hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að slíkir harmleikir endurtækju sig. Hjá lögreglunni starfar nú lögreglumað- ur í fullu starfi sem sinnir börnum sem týnast eða láta sig hverfa. Hann leitar að þeim og kemur þeim heim eða í meðferð. vanþekking Margir sem tengdust Ingibjörgu höfðu sterkar skoðanir á því hvernig hún ætti að bregðast við aðstæðunum. „Ég var alveg valdalaus, hann barðist gegn mér á hæl og hnakka og ég þurfti leyfi kerfisins til að hjálpa honum. Sunnudaginn 19. apríl verður safnaramarkaður í Síðumúla 17 (2. hæð) kl. 13 - 16 Mynt • Seðlar • Minnispeningar Barmmerki • Smáprent • Frímerki Póstkort o.fl. • Sala - Kaup - Skipti MYNTSAFNARAFÉLAG ÍSLANDS www.mynt.is Safnaramarkaður 19. apríl. Í S L A N D S • M Y N T S A F N A R A F É L A G • 17. apríl 2015 Á betri stað Maðurinn á langt í land, en segist vera á betri stað. Það sem skiptir hann mestu máli er að byggja upp traust í sam- skiptum við sína nánustu á ný. Hólmaslóð 2 . 101 Reykjavík . www.tolli.is Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.