Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 20
Vikublað 21.–23. apríl 2015 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Degi brugðið Kraumandi óánægja margra borgarbúa með þjónustu Reykja- víkurborgar hefur birst í ýms- um myndum að undanförnu, fyrst með slakri útkomu borg- arinnar í þjónustukönnun þar sem nágrannasveitarfélög- in stóðu sig mun betur og nú síðast á fjölmennum borgara- fundi í Ingunnarskóla í fyrri viku, þar sem hart var sótt að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra vegna margítrekaðra loforða um upp- byggingu í hverfinu og Úlfarsár- dal sem svo ekkert hefur ver- ið gert með. Kunnugir segja að borgarstjóra hafi verið brugðið á fundinum, enda óánægjan mikil og áberandi. Þannig mun staðan vera meðal borgarbúa í mörgum fleiri hverfum, ekki síst austan Elliðaánna sem telja borgarfull- trúa fullmikið upptekna af mið- borginni og þéttingu fyrir sinn smekk. Framsókn og Google Með reglulegu millibili rata fram- sóknarmenn í fréttir fyrir mið- ur heppileg ummæli. Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir lýsti því eft- irminnilega yfir að hún hafi gert mistök með því að „gúggla“ ekki Gústaf Níelsson áður en hún skip- aði hann sem varamann í mann- réttindaráð borgarinnar. Um helgina bætti Silja Dögg Gunnars- dóttir um betur þegar hún hélt því fram að myndband af kosninga- loforði Framsóknar um þjóðar- atkvæðagreiðslu um ESB-aðild væri falsað. Hálfrar mínútu leit á Google leiddi í ljós að svo var ekki. Tilefni virðist til að senda áhrifamenn Framsóknar á grunn- námskeið í netnotkun. Námskeið hafa verið haldin af minna tilefni. Sögulegar sættir Það hefur stundum andað köldu á milli Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Vestmannaeyja, og Bankasýslu ríkisins en stofnunin hélt utan um 55% hlut rík- isins í Sparisjóði Vestmannaeyja áður en sjóðurinn var sameinaður Landsbankanum fyrir skemmstu. Bæjarstjórn Vest- mannaeyja taldi margt í að- draganda falls sjóðsins orka tví- mælis og talaði um „þvingaðan samruna við Landsbankann“ þar sem stofnanir ríkisins hafi ekki gætt meðalhófs við meðferð valds síns. Þá hefur Elliði sakað Banka- sýsluna um að haga sér eins og gert sé í óvinveittri yfirtöku fyrir- tækja við kosningu meirihluta í stjórn sparisjóðsins árið 2013. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, og Elliði virð- ast hins vegar hafa slíðrað sverðin. Vel fór á með þeim þar sem þeir snæddu kvöldverð í góðra vina hópi á veitingastaðnum Snaps við Óðinstorg síðastliðið föstudags- kvöld. Ég er alveg rosa- lega spenntur Þingmaðurinn Haraldur Einarsson á von á sínu fyrsta barni. – DV D V hefur í síðustu tölublöðum fjallað um „týndu börnin“ og átak lögreglunnar þeim tengt. Í flestum tilvikum er um að ræða börn og unglinga sem hafa týnst í heimi fíkniefna. Þessi börn þurfa að- stoð og hjálp en oft er hún ekki í boði þegar þörfin er mest. En vandamál- ið er síst einskorðað við þau sem týn- ast. Unglingur sem leiðist út í fíkni- efnaneyslu markar djúp spor í lífi foreldra, ættingja og vina. Átak lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, sem Guðmundur lög- reglumaður vinnur að, er merkilegt og þakkarvert. Velferðarráðuneytið styrkir embætti lögreglustjóra í þessu verkefni með fjárframlagi svo hægt er að hafa lögreglumann í fullu starfi. Guðmundur hefur það vandasama og flókna hlutverk að leita barn- anna sem týnast eða vilja hverfa og alltof oft er vitnað til í fjölmiðlum. Hann kemur börnunum heim eða í meðferð, allt eftir aðstæðum. Þetta vandamál er mun stærra en flestir gera sér grein fyrir. Á fyrstu þremur mánuðum ársins var Guðmundur með tæplega 70 mál á sínu borði, þar sem leita þurfti að unglingi eða barni sem horfið var um lengri eða skemmri tíma. Á bak við þessa tölu eru áhyggjur, sektarkennd, sorg og eftirsjá aðstand- enda. Móðir unglings sem rætt var við í helgarblaði DV segir að enginn geti í raun skilið það álag sem fylgir ástandi sem þessu. Það þarf ekki að efast um þá fullyrðingu. Vonandi munu sem fæstir foreldrar öðlast skilning móð- urinnar sem vitnað er til. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, blaða- maður á DV, hefur opnað lesendum blaðsins innsýn í þennan dökka og alvarlega heim. Í blaðinu í dag höld- um við áfram umfjöllun okkar um þessa skuggahlið samfélagsins. Það er óskandi að lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu haldi ekki bara þessu verkefni til streitu, heldur efli þetta starf. Varla er hægt að hugsa sér betri vettvang fyrir löggæslumenn en einmitt við björgun á okkar yngsta fólki. DV hefur fengið mikil viðbrögð við umfjöllun um þetta samfélags- mein og undantekningarlaust er fólk þakklátt fyrir það starf sem unnið er. Guðmundur lögreglumaður er hvunndagshetja í augum þeirra for- eldra og aðstandenda sem þurft hafa að leita aðstoðar hans. Guðmundur er þrautreyndur lögreglumaður og gott er að vita af hans líkum í þessu starfi. Þó að hann sé í dag einn með umsjón með verkefninu virkjar hann aðra lögreglumenn eftir þörfum. Verði þessu verkefni haldið áfram og það styrkt enn frekar verður sam- félagið okkar betra. Ef við leggjum ekki allt í sölurnar til að hjálpa þeim unglingum sem lenda í klóm fíkni- efna þá er illa komið fyrir okkur. Þær frásagnir sem DV hefur birt um þessi mál lýsa margar hverjar mik- illi angist og þungri byrði. Að sama skapi hefur Guðmundur lögreglu- maður kveikt von hjá mörgum, þar sem engin var fyrir. n Týndu börnin okkar Þ egar flogið er yfir Evrópu og horft yfir landið má sjá óteljandi aðskilda misrétt- hyrnda ferhyrninga af skógi og ræktarlandi milli borga og bæja. Allt annað blasir við þegar flogið er yfir hálendi Íslands. Þar er eitt stærsta landsvæði Evrópu sunnan heimskautsbaugs sem aldrei hefur verið numið. Við blasa svartir sand- ar, hvítir jöklar og gróðurvinjar, al- gjörlega óregluleg í stærð og lög- un. Margir tárast yfir þessari sjón og það er sú hrikalega fegurð sem nú er orðin auðlind sem veldur því að hingað koma ferðamenn sem leita að einstakri upplifun; ósnortinni náttúru sem maðurinn hefur enn ekki hróflað við. Auðlind er þetta vitaskuld; auð- lindir eru ekki einungis fiskur í sjónum eða raforka sem hægt er að framleiða með fallvötnum og jarðhita. Hið ósnortna hálendi er auðlind í sjálfu sér sem okkur ber skylda til að vernda fyrir frekari ágangi manna og varðveita í þágu fjölbreytni náttúrunnar og sem slíkt skilar það líka miklum efnahags- legum ávinningi sem áfangastaður ferðamanna sem sækja í þessu eins- töku upplifun. Hinn efnahagslegi ávinningur er þó aðeins aukaafurð: Mestu skiptir að ósnortin náttúra hefur gildi í sjálfri sér, óháð mann- legum mælikvörðum. Náttúruverndarsamtök og úti- vistarfélög hafa nú sameinast um að setja fram skýra kröfu um friðun miðhálendisins og hélt þessi hópur fjölmennan fund á fimmtudaginn var um það mál. Sá fundur vakti mér vonir um að hægt verði að ná samstöðu um þetta risavaxna mál. Fjölbreyttur hópur fólks mætti þar til að sameinast um þessa kröfu. En það er brýnt að vinna henni fylgi. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis hefur nú lagt fram tillögu um að fjórir virkjunarmöguleikar verði færðir úr biðflokki í nýtingar- flokk. Einn þeirra, Skrokkalda, er beinlínis inni á hálendinu. Hug- myndir eru uppi um að lagðir verði upphækkaðir vegir yfir Kjöl og Sprengisand og vitaskuld má reikna með að á eftir komi öll sú þjónusta sem venjulega fylgir þjóðvegum. Þá er raflína yfir Sprengisand á teikni- borðinu sem myndi kljúfa hálendið í tvennt og þar með er rofin sú skynjun að vera í ósnortnu um- hverfi. Í hugmyndabanka orkufyrir- tækjanna má finna að minnsta kosti fimmtán hugmyndir að virkjunum og uppistöðulónum á hálendinu. Það sýnir skilningsleysi á mikilvægi auðlindarinnar í núverandi mynd. Þeir sem horfa til framtíðar vita að stærsta auðlind Íslendinga er hugvitið. Ef byggja á upp fjölbreytt atvinnulíf til framtíðar þarf að fjölga stoðum efnahagslífsins og fjár- festa meira í rannsóknum, nýsköp- un og skapandi greinum. Einnig þarf að renna styrkari stoðum undir stærstu útflutningsgrein okkar um þessar mundir, ferðaþjónustuna, með því að fjárfesta í náttúruvernd og tryggja að náttúruperlur okk- ar haldist óskaddaðar þrátt fyr- ir aukna umferð ferðafólks. Fjöl- breytt atvinnustefna skilar stöðugra efnahagslífi og gengur ekki á nátt- úruna eins og stóriðjustefnan sem því miður hefur verið nánast ein- ráð í hugum stjórnvalda og orku- fyrirtækjanna. Það er kominn tími til að setja hana á hilluna og fall- ast á fjölbreytt atvinnulíf og traust- ur efnahagur fer vel saman við nátt- úruvernd. Þess vegna segjum við Vinstri græn: Friðum miðhálendið, ekki spurning! n Friðum miðhálendið – ekki spurning! „Þeir sem horfa til framtíðar vita að stærsta auðlind Íslendinga er hugvitið. Katrín Jakobsdóttir formaður VG Kjallari Fólk þarf ekkert að versla Ingvar Geirsson hjá Lucky Records segir plötubúðir sinna fjölbreyttu hlutverki. – DV Allt í einu var hann horfinn Eyjólfur Pálsson missti föður sinn þegar hann var nítján ára. – DV „Á bak við þessa tölu eru áhyggjur, sektarkennd, sorg og eftirsjá aðstandenda. Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.