Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 24
Vikublað 21.–23. apríl 201524 Sport Vesturhrauni 5 Garðabæ S: 530-2000 Bíldshöfða 16 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 Akureyri S: 461-4800 Grjótharður vinnufatnaður Vatteraður, frá- losanleg hetta með rennilás, teygja í mitti Til í XS – 5XL. Vatteraður, teygja í baki, frá- losanleg hetta með rennilás, loftgöt með rennilás undir höndum. Til í XS – 5XL. Flísfóðraður kragi, afrenn- anleg hetta, tveir brjóst og hliðarvasar , innanávasi með rennilás fyrir hnépúða. 65% Merino ull, 20% Polyester, 15% Polyamide. Þunnir og þægilegir ullarsokkar, 64% ull, 21% polyester, 15% nylon, 2 pör í pakka. Hlýir ullar- sokkar, 64% ull, 18% polyester, 18% nylon, 2 pör í pakka. Vatteraðar, rassvasar, farsímavasi, vasi fyrir tommu- stokk, rennilás neðst á skálmum. Til í XS – 4XL. Mjúk og hlý húfa, Micro-fibre fleece, 100% Polyester. Stórir fiskar í litlum tjörnum Mörg af minni félögum ensku úrvalsdeildarinnar sjá fram á erfiða baráttu í sumar við að halda sínum bestu leikmönnum innan sinna raða. Ófáir minni spámenn hafa blásið á hrakspár, stigið upp og spilað frábærlega á yfir- standandi leiktíð. Þetta eru leikmenn sem virðast tilbúnir að taka skrefið upp á við og spila með stærra félagi á stærra sviði. Breska blaðið Daily Mail tók á dögunum saman lista yfir nokkra eftirsótta leikmenn sem viðbúið er að barist verði um í sumar. einar@dv.is Morgan Schneiderlin Félag: Southampton Orðaður við: Arsenal, Tottenham, Chelsea Metinn á: 25 milljónir punda n Morgan Schneiderlin vildi ólmur yfirgefa Southampton í fyrrasumar til að ganga í raðir Tottenham. Ekkert varð af því og hefur Schneiderlin haldið áfram að vekja verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína með spútnikliði Southampton í vetur. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er sagður mjög áhugasamur um þennan djúpa miðju- mann og ekki þykir ólíklegt að Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham og fyrrverandi stjóri Southampton, vilji endurnýja kynnin við franska landsliðsmanninn. Loks er talið að José Mourinho, stjóri Chelsea, vilji blanda sér í baráttuna og stilla Schneiderlin upp á miðjunni við hlið Nemanja Matic. Danny Ings Félag: Burnley Orðaður við: Liverpool, Manchester United Metinn á: 5 milljónir punda n Það skal tekið fram að samningur Ings við Burnley rennur út í sumar og því fer hann í raun frítt frá félaginu. Það félag sem ákveð- ur að semja við þennan 22 ára framherja þarf þó að greiða uppeldisbætur til Burnley en þær nema um fimm milljónum punda. Ings hefur skorað níu mörk í deildinni í vetur og verið yfirburðaleikmaður í liði Burnley. Sú staðreynd að tiltölulega litla upphæð þarf til að landa Ings mun eflaust vekja athygli stærri liða enda áhættan lítil. Fullyrt hefur verið að Liverpool hafi mikinn áhuga á leik- manninum en einnig erkifjendur Liverpool í Manchester United. Nathaniel Clyne Félag: Southampton Orðaður við: Manche- ster United Metinn á: 17 milljónir punda n Líkt og Morgan Schneiderlin hefur Nathaniel Clyne vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í vetur. Clyne virðist þegar vera orðinn fyrsti kostur í hægri bakvörðinn hjá enska landsliðinu. Fullyrt hefur verið að Manchester United hafi svo gott sem gengið frá kaupunum á Clyne sem ætti að geta smollið vel inn í leikstíl liðsins. United þarf á hægri bakverði að halda enda hefur Antonio Valencia, sem alla jafna er kantmaður, leyst þá stöðu lengst af í vetur. Aaron Cresswell Félag: West Ham Orðaður við: Manchester City, Chelsea Metinn á: 12 milljónir punda n Cresswell er einn fárra útileikmanna í ensku úrvalsdeildinni sem leikið hefur alla leiki frá upphafi til enda í vetur. Þessi 25 ára vinstri bakvörður hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni en hann var áður á mála hjá Ipswich í næstefstu deild. Chelsea og Manchester City hafa verið orðuð við kappann að undanförnu en bæði lið þurfa að fjölga enskum leikmönnum í sínum röðum. Þó að Cresswell hafi gengið í raðir West Ham í fyrrasumar eru forsvarsmenn félagsins sagðir reiðubúnir að veita honum veglega launahækkun og samning til ársins 2020. Yannick Bolasie Félag: Crystal Palace Orðaður við: Liverpool Metinn á: 10 milljónir punda n Yannick Bolasie hefur verið ein af óvæntum stjörnum þessa tímabils í enska boltanum. Bolasie sýndi ágætis takta á síðustu leiktíð en á þessu tímabili hefur hann verið óstöðvandi á köflum. Það sem af er þessari leiktíð hefur Bolasie, sem er frá Kongó, skorað fjögur mörk og lagt upp tíu. Þessi snjalli, eldfljóti og óútreiknanlegi vængmaður er talinn vera á ratsjá Liverpool og hann gæti hentað frábærlega á vinstri vænginn hjá félaginu. Charlie Austin Félag: QPR Orðaður við: Liverpool og Tottenham Metinn á: 10 milljónir punda n Austin er fjórði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 17 mörk. Eðli- lega hefur Austin vakið athygli stærri liða en hann hefur haldið QPR á floti í deildinni í vetur. QPR er í harðri botnbaráttu og fari svo að liðið falli mun Austin pottþétt róa á önnur mið. Liverpool þarf nauðsynlega á markaskorara að halda enda hafa Rickie Lambert og Mario Balotelli ekki staðið undir væntingum. Þá þarf Tottenham einnig að bæta við sig framherja til að létta undir með Harry Kane. Jack Grealish Félag: Aston Villa Orðaður við: Chelsea, Manchester City Metinn á: 15 milljónir punda n Jack Grealish er líklega ekki þekktasta nafnið á þessum lista enda hefur hann komið tiltölulega lítið við sögu hjá Aston Villa í vetur. Undanfarnar vikur hefur hann þó fengið mörg tækifæri og gripið þau með stæl. Grealish er aðeins 19 ára en hann þykir í hópi efnilegustu leikmanna Bretlandseyja. Þetta er tæknilega góður leikmaður sem getur bæði leikið á vængnum og fram- arlega á miðjunni. Talið er að Chelsea og Man chester City fylgist spennt með þróun mála hjá Grealish sem hefur leikið fyrir yngri landslið Írlands en er þó enn gjaldgengur í enska landsliðið kjósi hann það. Saido Berahino Félag: WBA Orðaður við: Tottenham Metinn á: 15 milljónir punda n Saido Berahino hefur skorað 18 mörk í öllum keppnum fyrir WBA á tímabilinu. Þessi U21 árs landsliðsmaður Englendinga hefur komist í kastljósið fyrir vandræði utan vallar en hann var sviptur ökuréttind- um í 12 mánuði eftir að hafa verið staðinn að ölvunarakstri fyrr í vetur. Hér fer mjög efnilegur leikmaður sem á bjarta framtíð haldi hann rétt á spilunum. Tottenham er sagt hafa áhuga á leikmanninum en fullvíst er að félög eins og Liverpool og Manchester United muni láta til skarar skríða ákveði WBA að selja þennan stór- efnilega framherja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.