Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 21
Vikublað 21.–23. apríl 2015 Umræða 21 F leiri og fleiri fá sér nú hund til að annast og láta hann snerta fínu taugarnar í ást- úðinni. Að fá sér hund er hið besta mál í samfélagi sem við sköpum. Upp með hundinn! Hund- ar hafa fylgt okkur frá upphafi, bestu vinirnir að hestinum frátöldum. Það er erfiðara að eiga kobba en hvutta enda hægara að hola niður hundi í stofu. Núna eru landnámshund- ar í tísku, þessir litlu með hringaða skottið og reistu eyrun. Tískan er tákn samfélagsins: hringað framsóknarskott og reist eyru auðvaldsins. Svona skott og eyru eru íslenskt þjóðarstolt. Um þetta má lesa í erlendum blöðum sem fylgjast náið með okkur. „Ís- lendingar eru þjóð sem hefur aldrei í sögunni verið með skottið á milli lappanna“ var fyrirsögn í bresku blaði. „Reist eyru merkja að lands- menn hlusta á heiminn og gleypa ekkert í sig heldur jórtra lengi á mál- um áður en ákvörðunartakan hefst í malakútnum.“ En hvað með börnin og hundana í fyrirsögninni? Hér er það, að sjálf- sögðu úr breskum blöðum, ekki samt úr Independence sem oftast er vitnað í hér á landi: „Barnaupp- eldi þekktist ekki á Íslandi fyrr en á síðustu áratugum, þegar bænda- samfélagið leið undir lok. Áður slepptu mæður börnum úr húsi út í hina óspilltu náttúru þar sem þau gátu stappað óhindrað í drullupoll- um eða tínt í sig lambaspörð á vorin þegar fénu var sleppt í túnin. Hyrnt sauðfé, baulandi kýr að sletta úr klaufunum, kettir á músa- og rottu- veiðum, að hundunum ógleymd- um, sáu um frjálsa uppeldið og fyrir bragðið bera landsmenn enn einkenni þessara elskulegu dýra. Þau setja svip sinn á stjórnmálin, bankana og félagsmálin og mynda húsdýrasamfélag á Alþingi. Núna eru börn reyndar í skóla eða á leik- velli, svo foreldrar geti um frjálst höfuð strokið og farið út með hundinn til að láta hann kúka og lyfta sér upp. Hægt að sjá foreldra skokka með seppa og hjóla með rakkann í bandi. Hvutti er þá með hvuttahjálm en hjónin með höf- uðhlíf, áhyggjulaus af því börnin eru í gæslu hjá lærðum utanheim- ilismömmum. Með þessu móti eru foreldrar lausir við krakkana á jafn góðan hátt og forðum með- an náttúran og frelsið voru úti um allar jarðir og enginn þurfti nátt- úrupassa til að njóta náttúruperla. Sama sagan er endurtekin á kvöldin: hjónin fara út með hund- inn til að skokka eða hjóla með snata í bandi eða láta voffa horfa á hvernig þau taka hnjábeygjur eða aðrar líkamsbeygjur. Á Íslandi býr þjóð sem beygir sig aldrei á annan hátt, alltaf með hringað skott fyrir ofan stórveldið og sperrt eyru að hlusta á U.S.A. en snúa rassgatinu í Evrópu. Það er að segja, að frátöldu hinu áður Stóra Bretlandi en nú Litla Bretlandi. Englendingar hafa uppgötvað Icelandið, að þar búa ekki eskimóar í snjókofum. Menn trúðu því aðeins á meðan Bretland var heimsveldi og gat gert lönd að verndarsvæðum sínum.“ Hér lýkur tilvitnun. Rússland slapp við að vera verndað. Bretaveldið tapaði með Frökkum á Krímskaga 1854, þótt Florence Nightingale hefði hjálp- að þeim með hjúkkuhendur. Bretar hafa aldrei komist yfir ólán, að kúka á sig á Krímskaga. Öðrum þjóðum Evrópu svíður líka að hafa aldrei sigrað Rússa, hvorki með Napó- leon né Hitler. En leiknum er ekki lokið. Nú langar Kanann að hjóla í helvítin í Kreml með Hillary Clint- on í fararbroddi. n Hundar, börn og heilmikið annað„Á Íslandi býr þjóð sem beygir sig aldrei á annan hátt, alltaf með hringað skott fyrir ofan stórveldið og sperrt eyru að hlusta á U.S.A. en snúa rassgatinu í Evrópu. Guðbergur Bergsson rithöfundur Til umhugsunar Þá hrundi tilveran Rósa Guðbjartsdóttir segir ólýsanlegt áfall þegar sonur hennar greindist með krabbamein. – DV Ekki má gleyma mömmu og pabba Rafn Hrafnsson segir foreldrana hafa smitað sig af líkamsræktaráhuganum. – DV Hún notaði þögn og frystingu Magnús var beittur andlegu ofbeldi í hjónabandi. – DVEyjólfur Pálsson missti föður sinn þegar hann var nítján ára. – DV Á standinu má líka við byggingu sem hefur orðið fyrir jarð- skjálfta, furðu vel hefur tekist að lappa upp á ytra byrðið, meira að segja reisa við fánastöngina. En innan stokks blasa við limlestir búkar eins og hráviði innan um brakið af innanstokksmunum – að undantek- inni efstu hæðinni, andstætt öllum lögmálum – þar er ekki að sjá að neitt hafi haggast: yfirborðið hrukkulaust og íbúarnir í þann mund að strá gulli yfir eftirréttinn. Ísland er í djúpri lægð um þess- ar mundir, um það blandast vart nokkrum manni hugur. Innviðir sam- félagsins hafa grotnað niður, sama hvort litið er til heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins eða vegakerfisins. Landið hefur hrapað niður eftir öll- um töflum á alþjóðlegum mælikvörð- um um velferð. Hin Norðurlöndin eru ekki lengur í sjónmáli, hvað þá samanburði. Og þetta gerist um leið og fépyndingar- og fjárgróðaöflin ís- lensku eru komin á yfirsnúning. Hvað er til ráða? Dögum oftar er Ísland borið saman við bæi og jafnvel götur stórborga sem búa við áþekk- an íbúafjölda og síðan skilja menn ekkert í því að þjóðin geti risið und- ir útgjöldum sem sjálfstæði fylgja. En þá gleymist jafnan að spyrja: býr umræddur bær/ gata við auðugustu fiskimið í heimi? Orku og varma sem geri þau sjálfbær um þætti sem aðrar þjóðir þurfa að ganga nærri sér til að afla? Hefur ferðamannastraumur til þessara staða hundraðfaldast á örfá- um árum? Þetta vill gleymast. Og þessu vilj- um við líka gleyma. Við gleymum að við búum við auðlindir af því að við höfum afsalað okkur þeim í hendur kvótagreifa og álfursta. Við tölum um auðlindagjald eins og auðmenn hafi einhvern tímann greitt gjald af auði sínum. Þvert á móti er honum stungið undan, búnar til fléttur og vafningar til að koma honum í var. Líkt og álver- in sem eingeta sér dótturfyrirtæki til að halda gróðanum frá skatti. Það sem háir okkur er nýlendu- hugarfarið. Við vorum nýlenda í tæp sjö hundruð ár, við höfum verið lýð- veldi í rúm sjötíu. Nýlendunnar gæt- ir enn í fari okkar. Öldum saman voru landsmenn óvirkir áhorfendur að uppgripum útlendinga á Íslands- miðum. Og táknrænt að árið 1859, í árdaga sjálfstæðisbaráttunnar, skuli Jón Sigurðsson hafa tekið saman lítið kver með þeim hógværa titli Lítil fiski- bók. Sú fjallar um uppgrip útlendinga á Íslandsmiðum og brýna nauðsyn að landsmenn nái sjálfir að nýta þessa mestu auðlind sína. „Margar aðrar þjóðir æskja upp á sinn hátt að ná í hina „óuppausan- legu auðsuppsprettu“ Íslands og flytja þaðan gull og silfur í mynd alls kon- ar sjófangs. Nú er tími fyrir yður Ís- lendingar að hugsa um þetta mál“, segir þar. „Vissirðu hvað Frakkinn fékk til hlutar?“ spurði Einar Ben í „Alda- mótaljóði“ sínu. Svarið var að finna í Andvaragrein Ólafs Davíðssonar náttúrufræðings frá árinu 1886: „Á 16 árum hafa Frakkar veitt þorsk við Ísland fyrir 80 milljónir króna. Það er jafnmikið og allar tekjur Íslands í 93 ár“. Það er hlálegt að 130 árum síðar skulum við enn vera í áþekkum spor- um að því breyttu að í stað „erlendra þjóða“ eru það örfáir kvótaklófestar sem sitja að „hinni óuppausanlegu auðsuppsprettu Íslands“. En nú er þetta líka orðið gott, nú er mál að linni. Við þurfum á auðlindum þjóðarinnar að halda til að reisa hér við velferðar- samfélag og greiða himinháa vexti af syndum fjárfestanna. Við þurf- um samnýtingu þjóðarinnar á sam- eign sinni. Ekki auðlindagjöld og íspinna heldur afrakstur auðlindar- innar allan. Núverandi ástand er aftur á móti svo samansúrrað ríkjandi póli- tískum öflum að það er borin von að úr því geti orðið á þeirra vakt. En þá þarf aðra vakt. „Nú er tími fyrir yður Íslendingar að hugsa um þetta mál.“ n Ástandið„Við tölum um auðlindagjald eins og auðmenn hafi einhvern tímann greitt gjald af auði sínum. Pétur Gunnarsson rithöfundur Kjallari AFMÆLISDAGAR 20 af gleraugum út apríl % AFSLÁTTUR Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík / Hús Blindrafélagsins, 1. hæð VERSLUNIN ER 11ÁRA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.