Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 23
Neytendur 23Vikublað 21.–23. apríl 2015 jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Fermingartilboð 20% afsláttur Danish Design – falleg gæðaúr á frábæru verði. Tilboðsverð frá 14.900 kr. 20% afsláttur PIPA R\TBW A • SÍA • 151165 Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18 Hágæða parketplankar á góðu verði 20 leiðir til að nota matarsóda burstanum í matarsóda og nudda svæðið vel áður en þú þurrkar það. 11 Losnaðu við fitu af eldhúsáhöldum: Tvær teskeiðar af matarsóda með þvottaefninu í uppþvottavélina munu duga til að ná allri fitu af áhöldunum. Ef þú vaskar upp í höndun­ um þá skaltu láta pönnur og diska liggja í vatni, með þvottaefni og matarsóda í 15 mínútur áður en þú þværð áhöldin eins og vanalega. Þetta einnig gæti virkað á potta sem hefur brunnið við í. 12 Hreinsaðu matvinnslu- vélina: Í stað þess að taka allt inn­ volsið úr og hreinsa í höndunum, sem er afar tímafrekt, prófaðu þá að fylla vélina til hálfs að vatni og bættu við matskeið af matar­ sóda og örlitlu af uppþvottalegi. Láttu svo matvinnsluvélina vinna í smá stund og skolaðu hana svo. 13 Hreinsaðu kaffivélina: Settu volgt vatn í kaffikönnuna og ¼ bolla af matarsóda. Hristu könnuna til að sódinn leysist upp í vatninu og settu svo blönduna í vatnsboxið og keyrðu blönduna einu sinni til tvisvar í gegn eða þar til vatnið er tært og hreint. 14 Pússaðu silfrið: Settu matar­ sóda, sjávarsalt og edik í ílát (t.d. eldfast mót úr gleri) og helltu sjóðandi vatni rólega yfir efnin. Hrærðu þau svo aðeins saman og settu silfrið í blönduna með töngum. Leyfðu því að liggja þar í 30–60 sekúndur og notaðu eitt­ hvert áhald til þess að ná silfrinu úr blöndunni. Nuddaðu svo silfrið með hreinum klút. 15 Þrífðu gólfið: Settu hálfan bolla af matarsóda í skúringarvatnið og skúraðu svo gólf­ ið. Ef einhverjir erfiðir blettir sitja eftir settu þá matarsóda á þá og nuddaðu vel. Hreinsaðu svo með volgu vatni og þurrkaðu blettinn. 16 Losnaðu við fnyk úr skóm: Það má nota matarsóda til þess að ná raka og fnyk úr skóm. Hægt er að setja efnið beint í skóna, sem gæti endað með til­ heyrandi óþrifnaði, eða setja efnið í taupoka sem andar áður en það er sett í skóna. 17 Losnaðu við lykt úr teppum: Sáldraðu matarsóda yfir blettinn, bíddu í 15 mínútur og ryk­ sugaðu það svo. 18 Lykthreinsaðu matar ílátin: Plastílát, eins og t.d. Tupper­ ware, geta lyktað af matarafgöngum lengi. Settu duglega af matarsóda í ílátin og bíddu í stutta stund áður en þau eru þvegin. Lyktin ætti að hverfa eins og dögg fyrir sólu. 19 Hreinsaðu sturtuhengið: Sturtuhengi geta oft orðið ansi sjúskuð. Prófaðu að setja mat­ arsóda á rakan svamp og nuddaðu helstu svæðin áður en þú skolar af því. Ef það virkar ekki settu þá hengið í þvottavél með tveimur hand­ klæðum og hálfan bolla af matarsóda ásamt þvottaefninu og stilltu á kerfi fyrir viðkvæman þvott. Settu svo mataredik í skol­ unarkerfið og hengdu svo sturtu­ hengið upp til þerris. 20 Losnaðu við vaxlitaför af veggjum: Dýfðu klút í sápuvatn og bleyttu svæðið. Dýfðu svo klútnum í matarsóda og skrúbbaðu svæðið létt. Förin ættu að hverfa án þess að skemma málninguna. Matarsódi Þetta töfraefni hefur verið nýtt frá örófi alda til ýmiss konar þrifa en þó þarf reglulega að minna fólk á nytsemi þess. n Afar áhrifaríkt á vonda lykt Eyddu lykt úr ísskápnum eða frystinum Settu talsvert magn af matarsóda í opið ílát og þú finnur mikinn mun. Slysahætta Etanól- arnar hafa valdið skelfi- legum slysum hérlendis. Mörg slys vegna etanólarineldstæða Samhæfðir staðlar loks tilkynntir hjá ESB Á heimasíðu Neytendastofu kemur fram að margar til­ kynningar hafi borist síðustu ár um slys sem hafa orðið vegna etanólarineldstæða. Það er í takt við fjölmargar tilkynningar um hið sama á EES­svæðinu. Hérlendis hafa átt sér stað mjög alvarleg slys og af þeim hafa hlotist mikil bruna­ sár. Erlendis eru fjölmörg dæmi um banaslys tengdum örnunum. Laus­ ir eldsneytistankar gera að verkum að mikil hætta skapast ef etanóli er bætt við þegar arineldstæðið er heitt. Einnig eru dæmi um að upp­ hengd arineldstæði hafi losnað frá vegg þegar hitinn frá þeim hefur brætt múrtappa í veggfestingum. Vöruöryggisnefnd ESB hefur sam­ þykkt staðla sem hægt er að nálg­ ast á Neytendastofu og neytendur eru hvattir til þess að kynna sér þá áður en fjárfest er í slíkum arni. Mikilvægt er að taka gæði fram yfir hagstætt verð því fjölmargar mis­ munandi útgáfur eru í boði. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.