Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 9
Fréttir 9Vikublað 21.–23. apríl 2015 Stóriðjuþrautagangan mikla festingarsamning við ríkið þar sem samið var um afslætti af sköttum og opinberum gjöldum. Nokkrum mánuðum síðar var tilkynnt að fé- lagið hefði fallið frá áformum um kísilver í Helguvík. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa undirritað sjö viljayfirlýsingar við jafnmörg fyrirtæki á síðustu sex árum vegna lóða á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Thorsil er á meðal þeirra en eins og áður segir horfir fyrirtæk- ið til framleiðslu kísilmálms á svæð- inu. Eigendur fyrirtækisins vinna nú að fjármögnun verksmiðjunnar. Þeir vilja hefja framkvæmdir í sum- ar og hafa undirritað fjárfestingar- samning við ríkið sem Alþingi þarf að samþykkja. Samkvæmt upplýsingum DV stefnir fyrirtækið G2 einnig að fram- kvæmdum í Helguvík á þessu ári. Eigendur G2 vilja reisa um tíu þús- und fermetra verksmiðju í Helgu- vík sem myndi framleiða dísilolíu úr notuð dekkjum. Verkefnið hef- ur verið í undirbúningi í rúmt ár en áætlaður byggingarkostnaður er um 4,5 milljarðar króna. Reykjaneshöfn, sem er í eigu Reykjanesbæjar, hefur einnig lof- að fyrirtækinu Brúarfossi hf. lóð í Helguvík undir vatnsverksmiðju. Ekki hefur fengist nægt fjármagn til að koma verkefninu af stað og óvist er hvenær eða hvort framkvæmd- ir hefjast. Forsvarsmenn verkefn- is sem ber vinnuheitið Arctic Tyres hafa að auki fengið vilyrði fyrir lóð sem og félagið Atlantic Green Chemicals (AGC) og Fertil ehf. AGC hefur stefnt að byggingu lífalkóhól- og glýkólverksmiðju í Helguvík frá árinu 2008. Fertil hefur ráðist í fru- máætlun um byggingu áburðar- verksmiðju hér á landi. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, lagði í haust fram þingsályktunartillögu um stofnun áburðarverksmiðjunnar. Í tillögunni er lagt til að ríkið fjármagni athugun á því hvort hagkvæmt sé að reisa 120 milljarða króna verksmiðju í Helgu- vík eða Þorlákshöfn. n Helguvík sem fallið hefur verið frá Bakki við Húsavík Heildarfjárfesting vegna verksmiðju PCC er um 300 milljónir dollara eða rúmur 41 milljarður króna. Mynd FréttaBlaðið/Pjetur Alcoa Álver (2006-2011) Thorsil hf. Kísilmálmverksmiðja (2011-2014) KLESCH Álver (2012) langur biðtími Margir íbúar sveitarfélaganna Norðurþings og Reykjanesbæj- ar hafa beðið í tæpan áratug eftir að stórverkefni fari að skapa störf í heimabyggð. Einstök markaðsstemning kolaportid.isOpið laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-17 Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is gæði – þekking – þjónusta ISHIDA WM-NANO FILMUPÖKKUNARVÉL MEÐ MIÐAVOG Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 Filmupökkunarvél á borð með Uni 7 sem er nýjasta miðavog Ishida Ishida Nano hentar fyrir pökkun á ávöxtum, kjöti og fisk Hægt er að nota pökkunarvél með eða án vigtunar og prentunar Hanna Birna snýr aftur Hefur verið í veikindaleyfi á þingi eftir afsögnina H anna Birna Kristjánsdótt- ir, fyrrverandi innanríkisráð- herra og þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, mætir aftur til starfa á Alþingi eftir viku, þann 27. apríl næstkomandi. RÚV greindi frá þessu á mánudag. Upphaflega ætlaði Hanna Birna að taka aftur þingsæti í janúar, en var af læknisástæðum ráð- lagt að taka sér lengra frí frá störfum. Hanna Birna sagði af sér sem innan- ríkisráðherra 21. nóvember síðast- liðinn, en þá hafði Gísli Freyr Val- dórsson, aðstoðarmaður hennar, játað að hafa lekið trúnaðargögnum um tvo hælisleitendur og íslenska konu úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla. Hann hafði gengið til fund- ar við Hönnu Birnu nokkrum dögum áður og greint henni frá málavöxtum. „Trúnaðarbrot Gísla Freys gagn- vart mér, ráðuneytinu og almenn- ingi öllum er algjört og alvarlegt. Gísli Freyr hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu, ekki aðeins gagnvart yfirvöldum og fjölmiðlum, heldur einnig gagnvart samstarfsfólki sínu og yfirmönnum í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum eftir að Gísli hafði játað. Nokkrum dögum síðar óskaði hún eftir því að fá að láta af embætti innanríkisráðherra. n Á alþingi Hanna Birna mætir aftur til starfa á Alþingi hinn 27. apríl næstkomandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.