Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 11
Fréttir 11Vikublað 21.–23. apríl 2015 Heill heimur af pylsum! Hrísateig 47 Pylsur á pönnuna en einnig úrvals skinkur og álegg á veisluborðið að ógleymdri svínasultunni, beikoninu og ýmsu öðru góðgæti. Gæðapylsur og skinkur án allra auka- og fylliefna og án MSG. Framleiddar eftir uppskriftum frá öllum heimshornum. Íslenskt kjöt – íslensk framleiðsla! PIPA R\TBW A • SÍA UPPFYLLIR SKILYRÐI NÁLARAUGANS Paleo GABS SCD VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS RáðheRRabílstjóRaR fá laun á við þingmenn n Yfirvinna er meirihluti af launum ráðherrabílstjóra n 150 yfirvinnustundir í einum mánuði n Utanríkisráðuneytið: 4.426.746 kr. n Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið: 4.045.591 kr. n Velferðarráðuneytið: 3.552.594 kr. n Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: 2.745.482 kr. n Forsætisráðuneytið: 2.703.128 kr. n Innanríkisráðuneytið: 1.917.821 kr. n Mennta- og menningarmála- ráðuneytið: 1.745.525 kr. n Fjármála- og efnahagsráðuneytið: 828.024 kr. Samanlagt: 21.964.911 kr. Rekstrar- og viðhalds- kostnaður bifreiða 2014 Gunnar Bragi Sveinsson Bílstjóri Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra er með hæstu launin, eða rétt rúmar 700 þúsund krónur í heildarlaun. MyndIr SIGtryGGUr ArI Stígur út úr ráð- herrabíl Ólöf Nordal innanríkisráðherra stígur út úr ráðherrabíl. Rekstrar- og viðhalds- kostnaður bílsins nam tæpum tveimur milljón- um króna í fyrra. Eygló Harðardóttir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Föst heildar- laun bílstjóra velferðarráðuneytisins námu 644.144 krónum í síðasta mánuði. Aldrei fleiri konur í hópi blaðamanna n Hlutfall kvenna er nú um 43 prósent n Félagsmönnum hefur fækkað Í árslok síðasta árs voru fullgildir félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og Félagi fréttamanna samtals 587 talsins. Þar af voru fé- lagsmenn Blaðamannafélagsins 533, en félagar Félags fréttamanna, sem fréttamenn Ríkisútvarpsins ein- ir eiga aðild að, 54 að tölu. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Þar segir að hlutfall kvenna hafi aldrei verið hærra í hópi blaða- og fréttamanna. Af fullgildum fé- lagsmönnum í félögunum tveimur við lok síðasta árs var hlutfall kvenna tæp 43 af hundraði. Af samanlögð- um félagsmönnum beggja félaga voru konur 250 á móti 337 körlum. Í umfjöllun Hagstofunnar kemur fram að fullgildum félagsmönnum í báðum félögum hafi fækkað nokkuð á undanförnum árum. Fullgildum félagsmönnum Blaðamannafélags- ins hefur fækkað um 105, eða 16 pró- sent, frá því að þeir voru flestir árið 2006. Svipaða sögu er að segja um Félag fréttamanna, en þar hefur full- gildum félögum fækkað um 21, eða um 28 af hundraði, frá því að þeir voru flestir árið 2007. n einar@dv.is Fjölmiðlar Aldrei hafa fleiri konur verið í hópi blaða- og fréttamanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.