Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 32
32 Menning Vikublað 21.–23. apríl 2015
Við tökum að okkur
eftirfarandi verkefni
Þakviðgerðir • Málningavinnu • Trésmíðavinnu • Pípulagnir • Raflagnir
Múrvinnu • Flísalagnir • Gluggaviðgerðir • Allt á milli himins og jarðar
Allt viðhald ehf | Vagnhöfða 19
110 Reykjavík | Sími: 567-6699
Netfang: vidhald@vidhald.is
Stórhættulegur
óvinur
Nóttin langa eftir Stefán Mána er
sjálfstætt framhald hinnar vin-
sælu ungmennabókar Úlfshjarta.
Alexander og Védís eru varúlf-
ar og hafa helgað líf sitt því að
kenna öðrum með varúlfagen að
hafa hemil á eðli sínu. Stórhættu-
legur óvinur, öfgahópur sem ætl-
ar að útrýma öllum varúlfum á
jörðinni, kemur fram á sjón-
arsviðið. Dag einn hverfur Védís.
Baráttan við
drekann
Ástin, drekinn og dauðinn er
bók eftir Vilborgu Davíðsdóttur
en þar lýsir hún vegferð sinni og
manns síns með sjúkdómnum
sem þau vissu að myndi draga
hann til dauða. Halldór Baldurs-
son myndskreytir. Bókin hef-
ur verið ofarlega á metsölulista
Eym undsson undanfarnar vikur.
Viðbrögð við um-
ræðu á villigötum
Þórir Jónsson Hraundal sér um námsbraut í arabísku og Mið-Austurlandafræðum í HÍ
A
rabíska er eitt af stóru
tungumálum Sameinuðu
þjóðanna og eitt af mik-
ilvægustu tungumálum
í heimi í samhengi bók-
mennta og sögu,“ segir Þórir Jóns-
son Hraundal, miðaldafræðing-
ur og umsjónarmaður Arabísku
og Mið-Austurlandafræða, nýrr-
ar námsleiðar við Háskóla Íslands.
Þetta verður í fyrsta skipti sem nem-
endur við háskólann geta fengið
gráðu í faginu, en til að byrja með
verður það aukagrein til 60 eininga
við deild erlendra tungumála.
Stórmerkileg
menningarsamfélög
Arabíska er fimmta mest talaða
tungumál í heiminum og er talið
að tæplega 400 milljónir manna
eigi það að móðurmáli. Arabíska er
semískt tungumál, upprunnið á Ar-
abíuskaganum en breiddist út með
íslam og er nú mest talaða málið allt
frá Marokkó í Norðvestur-Afríku til
Íraks.
Hugtakið Mið-Austurlönd vísar
því ekki einungis til landa sem eru í
miðjum Austurlöndum, hvað eigum
við þá yfirhöfuð við þegar við tölum
um Mið-Austurlönd? „Það er góð
spurning. Það er eitthvað sem þarf
að skilgreina út frá samhengi hverju
sinni. Það er sambland af landfræði-
legri og menningarlegri skilgrein-
ingu. Svona á heildina litið eru það
þessi lönd, sem eru mikið í fréttum
í dag: Arabíuskaginn, löndin fyrir
botni Miðjarðarhafs, Íran, Tyrkland
og Norður-Afríka. En sum menn-
ingarfyrirbæri sem verða kannski til
í Mið-Austurlöndum, en eru komin
út fyrir landafræðina, eru dregin inn
í þennan dilk,“ segir Þórir.
Þeir sem velja námsleiðina taka
tvö námskeið í arabísku, eitt í arab-
ískri bókmenntasögu, tvö námskeið
í sögu Mið-Austurlanda auk nám-
skeiðs um nútímatrúarbragða- og
stjórnmálasögu Mið-Austurlanda.
„Námskeiðin einblína ekki bara á
íslam, heldur förum við í sögu Mið-
Austurlanda frá fyrstu tíð: Súmera,
Hittíta, Akkadíumenn og Egypta að
sjálfsögðu. Við förum mjög breitt
yfir þá sögu og skoðum þessi stór-
merkilegu menningarsamfélög.“
Umræðan ekki uppbyggileg
Þórir segir að áhuginn fyrir þess-
um menningarheimi hafi alltaf ver-
ið mikill á Vesturlöndum, hann
hafi lengi fangað ímyndunarafl og
forvitni, en nú hafi áhuginn aukist til
muna vegna ástandsins á svæðinu
og vegna þess hversu áberandi það
hefur verið á undanförnum árum.
„Áhuginn er, að ég held, miklu
meiri en hann var fyrir 30 árum. Það
er að einhverju leyti út af árásunum
í New York 2001 og eftirleik þeirra,
stríðinu gegn hryðjuverkum,“ segir
Þórir. Hann álítur að umræðan um
Mið-Austurlönd og múslima hins
vegar oft einkennast af takmörk-
uðum upplýsingum og jafnvel ras-
isma og segir það raunar hafa verið
hvatann að því að námskeiðinu var
komið á fót.
„Sú umræða sem hefur ver-
ið í gangi og blossaði aðallega upp
eftir framgöngu ákveðinna full-
trúa í borgarstjórnarkosningun-
um í Reykjavík í fyrravor varð til
þess að ég ákvað að hætta að lesa
kommentakerfi fjölmiðla og gera
eitthvað uppbyggilegt. Ég fór á fund
Kristínar Ingólfsdóttur rektors sem
fannst þetta frábær hugmynd. Það
er svo sem ekki annað hægt og ég
er alveg viss um að borgarfulltrú-
unum sjálfum finnst þetta líka góð
hugmynd.“
Þórir segir mikilvægt að til sé
vettvangur þar sem sérfræðingar
geta hjálpað við að fræða og svara
þeim spurningum sem brenna á
samfélaginu um þennan menn-
ingarheim. „Miðað við hvað Mið-
Austurlönd og íslam eru ofarlega á
baugi á hverjum einasta degi, sér-
staklega um þessar mundir, þá er
eiginlega óverjandi að það sé ekki
nein menntastofnun á Íslandi sem
svarar fyrir eða er „go to“ staður fyr-
ir til dæmis blaðamenn og stofnan-
ir. Það er mikilvægt að til sé einhver
gagnagrunnur og fræðileg þekking
sem svarar þessari miklu þörf. Alls
staðar annars staðar í Skandinav-
íu og Evrópu er að lágmarki einn
háskóli, og yfirleitt fleiri, með slíka
deild.“ n
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
„Miðað við hvað Mið-
Austurlönd og ísl-
am eru ofarlega á baugi á
hverjum einasta degi þá er
eiginlega óverjandi að það
sé ekki nein menntastofn-
un á Íslandi sem svarar fyrir
eða er „go to“ staður fyr-
ir til dæmis blaðamenn og
stofnanir.
Þórir Jónsson Hraundal
Umsjónarmaður nýrrar náms-
brautar í Háskóla Íslands segir
hvatann að stofnun braut-
arinnar hafa verið óupplýst
þjóðfélagsumræða um íslam
og múslima. Mynd SiGtryGGUr Ari
trúin og nútíminn Arabísk tunga
breiddist út frá Arabíuskaganum með
trúarbrögðunum.
Ótryggt ástand Ung stúlka gætir systkini síns í flóttamannabúðum í Jemen á Arabíuskaga.