Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 4
Vikublað 21.–23. apríl 20154 Fréttir Úra og skart- gripaverslun Heide Glæsibæ Við erum líka á Facebook Tilvalin ferming- argjöf Friðurinn um makrílinn úti n ráðherra sakaður um misbeitingu n Hyggst úthluta 100–150 milljörðum F yrirætlan ríkisstjórnarinn­ ar að úthluta makrílkvóta til næstu sex ára sætir vaxandi gagnrýni. Samkvæmt frum­ varpinu fá stóru útgerðirnar 95 prósent kvótans. Þar að auki fá 20 aflahæstu smábátarnir, sem veitt hafa makríl á færi á undanförnum árum, um helming smábátakvót­ ans. Aðrir 140 smábátar, sem lagt hafa fé og fyrirhöfn í veiðarnar á undanförnum árum, fá að jafnaði 27 tonn úthlutað samkvæmt frum­ varpinu. „Kaldar kveðjur,“ segir Örn Páls­ son, framkvæmdastjóri Landssam­ bands smábátaeigenda, og bendir á að færaveiðar á makríl séu vist­ vænar og ekki fyrir neinum öðr­ um veiðiskap. Frumvarp um stjórn veiða á makríl í norðaustur Atlants­ hafi var til fyrstu umræðu á Alþingi í síðustu viku og var vísað til atvinnu­ veganefndar. Vill ívilna frumkvöðlum Samkvæmt veiðireynslu undanfar­ inna ára fær aflahæsti færabáturinn, Fjóla GK 121, úthlutað allt að 350 tonnum af makríl miðað við að í hlut smábátaflotans kæmu 7.500 tonn. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávar­ útvegsráðherra sagði í umræðunum að með tillögunum væri verið að taka tillit til frumkvöðlastarfs og frum­ kvöðlaréttar aflahæstu smábátanna. Guðbjartur Hannesson, Samfylk­ ingunni, sagðist í umræðunum skilja það svo að verið væri á einu bretti að færa til þeirra sem veiðireynslu hafa eign sem næmi 100 til 150 milljörðum króna. Hann taldi slíkt ófært án þess að setja fyrst í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindunum. „Það er alveg augljóst hér í upp­ hafi umræðunnar og í þjóðfélags­ umræðunni sem hefur skapast eftir að þetta frumvarp kom fram að það mun ekki takast að mynda sátt um hvernig við eigum að útdeila þessari auðlind, hvað við eigum að fá fyrir hana ... og hvernig við gætum jafn­ ræðis milli þegnanna,“ sagði Kristján L. Möller, Samfylkingunni. Ljóst er að með frumvarpinu, sem myndar meðal annars umtalsverða kvótaeign í makríl hjá um 20 smábát­ um, er rekinn fleinn í raðir smábáta­ eigenda og ekki í fyrsta skipti þegar kvótaúthlutun er uppi á borðum. Miðað við veiðireynslu meta Fiski­ fréttir það svo að bátar eins og Fjóla GK 121 og Siggi Bessa SF 97 gætu fengið 330 til 350 tonna kvóta af þeim 7.500 tonnum sem úthlutað yrði alls til smábáta. Að gefnum tiltekn­ um forsendum væri 350 tonna kvóti framseljanlegur fyrir 200 til 300 millj­ ónir króna. Vond skilaboð Erni Pálssyni hjá Landssambandi smábátaeigenda líst illa á frumvarp Sigurðar Inga. Verið sé að senda 140 öðrum bátum, sem fá að jafnaði um 27 tonn, ákveðin skilaboð. „Það sýndi sig vel árið 2013 þegar ákveðið var að fara í makrílinn af alvöru hve mjög smábátana skortir verkefni. Margir fóru í að smíða búnað sem kostar 8 til 10 milljónir. Sögðu sem svo: „Ég á bát og ég ætla að prófa.“ Svo fjölgaði þeim í 121 á síðasta ári. Þarna sáu menn tæki­ færi. Með frumvarpinu er verið að af­ greiða þennan veiðiskap gersamlega út af borðinu sem framtíðar veiði­ skap smábáta.“ Örn segir að þetta séu kaldar kveðjur til smábátaflotans. „Þetta er líkt því og við þessa 140 út­ gerðir sé sagt: Því miður, strákar mín­ ir. Þótt þið séuð búnir að koma ykk­ ur upp dýrum búnaði og slíku höfum við ákveðið á grundvelli álits um­ boðsmanns Alþingis að kvótasetja ykkur og senda ykkur þau skilaboð að það sé ekki lengur rekstrargrundvöll­ ur fyrir ykkur til að gera út á makríl.“ Vill bíða um sinn Örn segir að þetta sé þeim mun lak­ ara sem smábátarnir sæki verð­ mætasta makrílinn úr sjó. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að menn fari að skoða þetta um land allt og mótmæla þessu.“ Segja má að makrílveiðar hafi haf­ ist fyrir alvöru fyrir tveimur til þrem­ ur árum með aukinni gengd markríls á Íslandsmið. Jafnframt má líta svo á að í raun hafi færaveiðar smábáta á makríl verið frjálsar. Verði frumvarp Sigurðar Inga að lögum verður tek­ ið fyrir þær veiðar. Eins og hér grein­ ir virðist einboðið að frumvarp hans stuðlar ekki að þeirri sátt um fisk­ veiðistjórnunina sem ríkisstjórnin leggur svo ríka áherslu á í stjórnar­ sáttmála sínum. „Ég held að við hefð­ um alveg getað haldið áfram eitt eða tvö ár í viðbót og gera þetta á þann hátt sem við höfum gert undanfar­ in ár,“ segir Kristján Möller og legg­ ur áherslu á að brýnast sé að binda þjóðareign á auðlindum í stjórnar­ skrá. n Jóhann Hauksson johannh@dv.is Kaldar kveðjur Örn Pálsson segir að 140 útgerðir smábáta verði úti í kuldanum verði makrílfrumvarpið óbreytt að lögum. klíkuskapur? „Sjávarútvegsráðherra hefur all oft komið inn á í ræðum sínum, mikilvægi þess að auka beri atvinnu-, verðmæta- og nýsköpun í sjávarútvegi. Finnst ykkur frumvarp þetta stuðla að því að svo muni verða? Ég hef aðeins eitt orð yfir þetta. VALDNÍÐSLA. 20 aflahæstu bátarnir fá u.þ.b. 50% af handfæra- pottinum samkvæmt frumvarpinu. Eigandi Fjólu GK 121, sem er flokksbróðir ráðherra og situr jafnframt í miðstjórn flokksins, fær mest, 4,7%. Sé miðað við 7.500 tonn til handfærabáta fær dreng- urinn 350 tonn (framseljanlegt). Mest aflaði Fjóla GK árið 2012, 243 tonn að ís og sjó meðtöldum. Það er ekki heil brú í þessari vitleysu. Nú liggur frumvarpið á borði atvinnumálanefndar Alþingis. Ég vil ekki trúa öðru en nefnd sem er sett til að efla og bæta atvinnumál í landinu, hendi þessu svokallaða frumvarpi í ruslið ætli hún sér að standa undir nafni.“ (Klemens Árni Einarsson í athuga- semdakerfi - smabatar.is) „Þetta er líkt því og við þessa 140 útgerðir sé sagt: Því miður, strákar mínir. Ívilnar frum- kvöðlum Sam- kvæmt makríl- frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar geta eigendur aflahæstu smá- bátanna eignast á einni nóttu 200 til 300 milljónir króna. Átökin um gæði hafsins Kvótasetn- ing sjávarútvegsráð- herra á makríl gerir fá- eina smábátaeigendur að milljónamæringum. Hinir eru í kuldanum. Dró annan bíl á ofsahraða Ökumaður sem var að draga ann­ að ökutæki var á sunnudag stöðv­ aður vegna hraðaksturs. Mældist hann á 84 kílómetra hraða. Samkvæmt reglugerð um slík­ an akstur má eigi aka hraðar en 50 kílómetra á klukkustund ef notuð er stöng eða sambærilegur bún­ aður. Ef taug er notuð má ekki aka hraðar en á 30 kílómetra hraða. Í þessu tilfelli var notuð taug og því var ökumaðurinn talsvert yfir leyfilegum hámarkshraða. Hann má eiga von á ökuleyfissviptingu til viðbótar við fjársekt. Þá var annar ökumaður stöðv­ aður í höfuðborginni á sunnu­ dag vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Fíkniefni fund­ ust í bifreið hans og var hann lát­ inn laus eftir skýrslu­ og sýnatöku. Ragnheiður Elín í Melbourne Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar­ og viðskiptaráðherra, situr þessa dagana heimsráð­ stefnu Alþjóða jarðhitasam­ bandsins í Melbourne í Ástralíu. Auk hennar eru um hundrað Ís­ lendingar á ráðstefnuninni. Í tilkynningu frá atvinnu­ vega­ og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að ráðstefnan, sem haldin er á fimm ára fresti, sé að­ almarkaðstorg jarðhitarannsókna og jarðhitaþjónustu í heiminum. Ísland verður gestgjafaland ráð­ stefnunnar árið 2020. Ráðstefnunni lýkur næstkom­ andi föstudag og þá mun Ragn­ heiður Elín flytja ávarp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.