Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 28
Vikublað 21.–23. apríl 201528 Lífsstíll Kjúklingaréttir og ein- föld ráð í eldamennsku n Mataralbúmið mitt n Fæ aldrei nóg af kjúklingi n Gott að salta matinn M ér finnst ómetanlegt hversu góðar undirtektir mataralbúm, sem ég held utan um á „likesíðunni“ Ale Sif á Facebook, hefur fengið. Það er greinilegt að hollt og gott mataræði heillar mannskapinn í bland við örlitla óhollustu, enda mikilvægt að njóta hennar í hófi samhliða. Ég get nú ekki sagt að ég sé meistarakokkur, en mér finnst fátt jafn skemmtilegt og að prófa mig áfram í eldhúsinu og deila með þeim sem að fylgjast með. Ég legg áherslu á einfaldar uppskriftir með hollari kosti að upplagi. Ég set stefnuna á að deila reglulega hollum og góðum uppskriftum með lesendum Ræktar­ durgsins. KJúklingur í uppáhaldi Ég hef áður tekið fyrir hér á síðu Ræktardurgsins (þær greinar má all­ ar finna á dv.is undir Lífsstíl) hvernig ég undirbý mig fyrir hverja viku, elda bringur og annað meðlæti sem ég á svo til í ísskápnum í nestisboxum. Ég mæli með að fólk kíki á þær greinar ef það hefur ekki lesið þær nú þegar. Mér finnst kjúklingur mjög góður og það þarf mikið til að ég fái nóg af honum, svo geymist hann mjög vel í kæli og því virkilega hentugur í ein­ falda eldamennsku. Í dag deili ég tveimur uppskriftum sem henta vel sem hádegis­ eða kvöldverður, þær matreiddi ég með bringum sem voru tilbúnar í ísskápnum. Hvernig krydd notar þú í matinn? Þessi spurning kemur oft inn í póst­ hólfið í þjálfuninni og jafnvel í póst­ hólfið á Facebook­síðu minni. Kryddnotkun mín er ekki flókin og ég nota eingöngu sjávarsalt og pip­ ar á flest það sem ég matreiði, enda finnst mér ekki vera bragð að mat nema að ég salti hann. Það eru skipt­ ar skoðanir á því hvort salt sé gott fyrir mann, út af bjúg og áhrifum á heilsuna. Ég tel salt ekki vera vanda­ mál fyrr en það er tekið út úr matar­ æðinu, þess vegna er gott að halda því í hófi. Auðveld eldamennska að hætti herra Bess Ég elda kjúklingabringurnar mínar jafnan á heilsugrilli eða í eldföstu móti í ofni. Ég hef lært ýmislegt eft­ ir að ég byrjaði að starfa hjá Betri árangri, þar á meðal ýmis góð ráð í eldhúsinu frá herra Bess, sem hef­ ur hvorki meira né minna en 30 ára keppnisreynslu og því ansi sjóaður í hollri og góðri matargerð. Eitt af þeim er snilldin á bak við það hvern­ ig matreiða má kjúklingabringurn­ ar á heilsugrillinu til þess að fá þær mýkri og komast hjá því að þrífa það í hvert skipti eftir notkun. Það sem við gerum í stað þess að setja bringurn­ ar beint á grillið, er að við pökkum þeim inn í bökunarpappír og grillum í um 20 mínútur. Við eldum einnig fisk og kjöt á þennan máta. Ef ég elda bringurnar í ofni set ég þær í eldfast mót og salta þær og pipra áður en ég set þær í ofninn. Þær elda ég yfirleitt fjórar saman, sem er heill pakki, við 180 gráður með hita uppi og niðri. Til þess að bringurnar endi ekki eins og harð­ fiskur eftir eldun, skvetti ég vatni á þær, um þrisvar sinnum á þessari klukkustund. Magnið af vatninu er um það bil 50 ml í hvert skipti. Ég læt kjúklingabringurnar standa og kólna á grillinu eða í eldfasta mótinu áður en ég set þær í nestisbox og inn í ís­ skáp. n Þangað til næst Ale ræktardurgur Alexandra Sif Nikulásdóttir ale_sif@hotmail.com Kornflex- ommeletta Ég er mikill aðdáandi kornflex-ommel- ettunnar þessa dagana, það er bara eitthvað við það að blanda eggjum og kornflexi saman. Ommelettuna matreiði ég alltaf með kjúklingabringu og öðru hollu meðlæti. Það sem þú þarft er: n 35–40 g kornflex n 3 eggjahvítur n fituminna eldunarsprei n vítur pipar og sjávarsalt n 1 kjúklingabringa n um hálft, lítið avókadó n lúka af iceberg Aðferð: Ég set eggjahvítuna í skál og bæti kornflexinu við, gott er að gefa sér smá tíma í að þeyta þetta vel saman þannig að það myndist eins konar loftbólur í hvítuna, þannig verður meira úr ommelettunni og kornflexið verður mýkra. Blöndunni helli ég á pönnu sem ég hef úðað með fituminni eldunarspreii og krydda með saltinu og piparnum. Ég steiki þetta saman þangað til að báðar hliðar eru orðnar stökkar og brúnaðar. Því næst sker ég kjúklingabringuna kalda niður á disk (hana má einnig hita upp) og salta hana og pipra. Avókadóið tek ég úr hýðinu og mauka niður með salti, mér finnst salt algjör nauðsyn með því. Einhverra hluta vegna kom samstarfskona mín mér upp á að hita iceberg-ið, það er eitthvað við það. Ég set um það bil lúku af því á disk og hita í um það bil eina mínútu í örbylgju- ofninum. Þarna erum við komin með mjög einfalda og góða máltíð sem hægt er að útbúa á mjög skömmum tíma, svo er hún líka ótrúlega bragðgóð. Kornflexinu má einnig skipta út fyrir til dæmis 2 Weetabix-kubba eða 30 grömm af höfrum og meðlætinu má breyta eftir smekk. Góður ostapastaréttur Þessi réttur er virkilega sniðugur fyrir pastaaðdáendur! Það sem þú þarft er: n elduð kjúklingabringa n um 70 g eldað spelt-pasta n tvær lúkur grænmeti að eigin vali, sjálf nota ég sveppi, papriku, gulrætur og brokkólí. n 1–2 rifnar kjúklingaskinkusneiðar n smá fjörmjólk n 1 msk. léttsmurostur að eigin vali (ég notaði beikon og skinku) n sjávarsalt og svartur pipar í kvörn Aðferð: Kjúklingabringuna og pastað átti ég til tilbúið inni í ísskáp, svo ég byrjaði á því að steikja grænmetið. Eftir að það var orðið vel steikt bætti ég við kjúklingaskinkunni og kjúklingabringunni sem ég var búin að skera niður í bita. Samhliða því var ég með pott sem ég hitaði pastað í, en þar bætti ég við skvettu af fjörmjólk og léttsmurosti. Þeirri blöndu bætti ég við á pönnuna og steikti saman í smá stund. Til þess að gefa þessu meira bragð salta ég og pipra vel, piparinn hentar svo vel með smurostinum. Hugmyndin að þessum rétti er komin af þessum týpíska rjómapastarétti sem er hér færður í hollari búning. Einfalt Það er gott ráð að setja kjúklinga- bringurnar inn í bökunarpappír áður en þær fara á grillið. Það sem þarf Það er ekki flókið að grilla nokkrar kjúklingabringur til að eiga inni í ísskáp. Salt og pipar Maturinn verður frekar bragðlaus ef hann er ekki kryddaður. „Mér finnst fátt jafn skemmtilegt og að prófa mig áfram í eld­ húsinu. VIÐ PLÖNUM Í hverri viku veljum við hollar og bragðgóðar uppskriftir sem matreiðslu- sérfræðingar okkar hafa þróað og fundið til. 1 VIÐ ÚTVEGUM HRÁEFNI Við veljum fyrsta fl okks hráefni í uppskriftirnar okkar. Það sem þú gætir þurft að eiga er sykur, hveiti, mjólk, smjör, olía, salt og pipar. 2 VIÐ MÆLUM Við sjáum til þess að sem minnst fari til spillis með því að afhenda þér hráefnin í réttu magni. 3 VIÐ AFHENDUM Þú getur valið um að koma og sækja matar- pakkann þinn til okkar að Nýbýlavegi 16 eða að fá hann sendan heim gegn greiðslu. 4 WWW.ELDUMRETT.IS Við sjáum um innkaupin og uppskriftirnar. Þú eldar og nýtur www.eldumrett.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.