Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 8
8 Fréttir Vikublað 21.–23. apríl 2015 Stóriðjuþrautagangan mikla B æjarráð Norðurþings sam- þykkti í síðustu viku fjár- heimild vegna vegtengingar við iðnaðarlóðina á Bakka við Húsavík. Ástæðan er áform þýsku fyrirtækjasamsteypunnar PCC um að reisa kísilmálmverksmiðju á svæðinu en dótturfélag hennar hefur lagt fram óendurkræfa tryggingu upp á 250 þúsund Bandaríkjadali, jafn- virði 34 milljóna króna, vegna veg- tengingarinnar. Verksmiðjan er fullfjármögnuð og fulltrúar þýska fyrirtækisins undirrit- uðu í lok mars nýjan raforkusamn- ing við Landsvirkjun. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gerði athugasemdir við eldri samning fyrirtækjanna og niður- stöður rannsóknar hennar liggja ekki enn fyrir. Í síðustu viku var einnig tilkynnt um stóran áfanga í öðru kísilverkefni þegar stjórn United Silicon hf. greindi frá ákvörðun sinni um að ráða í stöð- ur forstjóra og rekstrarstjóra fyrir- tækisins. United Silicon hefur hafið framkvæmdir við 22 þúsund tonna kísilmálmverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ. Kísilverkefnin tvö eru því vissu- lega komin vel af stað. Sagan hef- ur aftur á móti sýnt að raforkusamn- ingar, skóflustungur og fögur fyrirheit eru ekki alltaf trygging fyrir því að framkvæmdir við mannaflafrek ver- kefni klárist og störf skapist. DV rifj- ar hér upp tilraunir sveitarfélaganna Norðurþings og Reykjanesbæjar til að koma stórverkefnum á laggirnar. Beðið í níu ár Bandaríski álframleiðandinn Alcoa hóf undirbúning að byggingu 250 þúsund tonna álvers á Bakka við Húsavík í ársbyrjun 2006. Fulltrú- ar fyrirtækisins undirrituðu í kjölfar- ið viljayfirlýsingar við stjórnvöld og sveitarfélagið Norðurþing, hófu við- ræður við Landsvirkjun um kaup á raforku, en sóttu aldrei formlega um lóð á Bakka. Í október 2011, rúmum fimm árum síðar, tilkynnti Alcoa að álverið væri ekki lengur á dagskrá. Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, fullyrti þá að samningavið- ræður við álframleiðandann hefðu aldrei komist af frumstigi. Tæpu hálfu ári síðar bárust frétt- ir af áhuga svissneska fyrirtækis- ins Klesch á að reisa álver á Bakka. Stjórnendur fyrirtækisins höfðu þá heimsótt sveitarfélagið og kynnt sér aðstæður. Formlegar viðræður milli Norðurþings og Klesch hófust þó aldrei og hugmyndin fjaraði út. Landsvirkjun og bæjaryfirvöld í Norðurþingi áttu þá einnig í viðræð- um við forsvarsmenn Thorsil hf. og PCC. Thorsil sótti um lóð á Bakka undir kísilmálmverksmiðju, samdi við Landsvirkjun um skilmála lang- tíma samnings um raforkukaup og í júní 2012 birtist í dagblöðum auglýs- ing um drög að matsáætlun vegna framkvæmdarinnar. Verksmiðjan átti að skapa 150 bein störf en heildar- kostnaður verkefnisins átti að nema 37 milljörðum króna. Í janúar 2014 varð ljóst að eigendur Thorsil hefðu sagt skilið við Bakka en þá var skrif- að undir samning um hönnun kís- ilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Þegar ákvörðun Thorsil lá fyr- ir áttu kjörnir fulltrúar Norðurþings enn í viðræðum við franska stórfyr- irtækið Saint Gobain um 25 þúsund tonna kísilkarbíðverksmiðju á Bakka. Forsvarsmenn fyrirtækisins heim- sóttu Húsavík um mitt ár 2012 og áttu í kjölfarið í viðræðum um tólf hektara lóð á svæðinu. Verkefnið, sem er enn í biðstöðu, á að skapa 68 framtíðarstörf. Að lokum má nefna verkefni sem íslenska félagið Klappir Development ehf. kynnti haustið 2013. Þar er um að ræða 120 þúsund tonna álver sem fyrirtækið hyggst byggja á iðnaðar- svæðinu. Ingvar Unnsteinn Skúlason, framkvæmdastjóri Klappa Develop- ment, fundaði með bæjarfulltrúum Norðurþings í haust en hann hefur hingað til ekki vilja tjá sig um stöðu mála. Mörg fyrirtæki fengið lóðir Norðurál hefur stefnt að byggingu 360 þúsund tonna álvers í Helgu- vík frá árinu 2004. Skóflustunga að fyrsta kerskála álversins var tekin í júní 2008 en framkvæmdir á lóð fyr- irtækisins stöðvuðust alveg 2013. Ekki er ljóst hvaðan raforkan sem á að knýja framleiðslu álversins á að koma. HS Orka vill losna undan samningi um orkusölu til álversins og hefur hafið gerðardómsferli til að ná því í gegn. Verkefnið hefur þegar kostað Norðurál og bandaríska móðurfélagið Century Aluminum um 17 milljarða króna. Áform um framleiðslu kísil- málms í Helguvík komu fyrst upp á sjónarsviðið í júlí 2007 þegar forsvarsmenn Íslenska kísilfélags- ins ehf. kynntu hugmynd að 50 þús- und tonna verksmiðju. Hún átti að skapa um 90 störf í fyrsta áfanga og heildarkostnaðurinn að nema um níu milljörðum króna. Í febrúar 2013, tæpum fimm árum síðar, skrif- uðu fulltrúar félagsins undir fjár- n Tvö kísilverkefni komin vel af stað n Mörg dæmi um hugmyndir að uppbyggingu á Bakka og í Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Staða verkefna Framkvæmdir á lóð hafnar Stefnt að skóflustungu á þessu ári Verkefni á frumstigi / í biðstöðu Framkvæmdir hófust aldrei Helguvík Bakki Brúarfoss hf. Vatnsverksmiðja Artic Tyres Dekkjaframleiðsla Atlantic Green Chemicals Lífalkóhól- og glýkólverksmiðja G² Framleiðsla á dísilolíu Fertil ehf. Áburðarverksmiðja Norðurál Álver Íslenska kísilfélagið ehf. Kísilmálmverksmiðja (2007-2012) Framkvæmdir hafnar Skóflustunga var tekin að kísilmálmverk- smiðju United Silicon í ágúst í fyrra. PCC Bakki Silicon hf Kísilmálmverksmiðja Saint Gobain Kísilkarbíðverksmiðja Klappir Development ehf. Álver United Silicon ehf. Kísilmálmverksmiðja Thorsil hf. Kísilmálmverksmiðja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.