Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 10
10 Fréttir Vikublað 21.–23. apríl 2015Graníthöllin Legsteinar GLER LEGSTEINA GS 1002 Mál: Sökkullinn er 85x40x10cm. Glerið er 65x55x8cm. Steinninn er 65cm hár. Verð kr. 589.000,- innifalin uppsetning á stór höfuðborgarsvæðinu* GS 1003 Mál: Sökkullinn er 140x40x10cm. Glerið er 100x55x8cm. Steinninn er 65cm hár. Verð kr. 689.000,- innifalin uppsetning á stór höfuðborgarsvæðinu* * Fr í u pp se tn in g m ið as t v ið u pp se tn in gu á h öf uð bo rg ar sv æ ði nu o g ná gr an na by gg ða lö gu m . M eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g up ps el da r v ör ur . Opnunartími: mánudaga - föstudaga 900 til 1800 laugardaga 1100 til 1600 555 3888Bæjarhrauni 26 220 Hafnarfirði Nánari upplýsingar á: RáðheRRabílstjóRaR fá laun á við þingmenn n Yfirvinna er meirihluti af launum ráðherrabílstjóra n 150 yfirvinnustundir í einum mánuði F öst mánaðarleg heildarlaun ráðherrabílstjóra í fimm ráðuneytum eru 600–700 þúsund krónur. Þar af eru laun fyrir yfirvinnu meira en helmingur mánaðarlaunanna á bil- inu 300–400 þúsund krónur. Þetta kemur fram í fyrirspurn DV til ráðu- neytanna. Til samanburðar er þing- fararkaup alþingismanna rúmar 650 þúsund krónur. Fimm ráðuneyti af átta svöruðu fyrirspurn um mánaðarlaun bíl- stjóranna; forsætisráðuneytið, vel- ferðarráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og utanrík- isráðuneytið. Innanríkisráðuneytið og mennta- og menningarmála- ráðuneytið töldu það ekki sam- ræmast persónuverndarlögum að gefa upp launakjörin. Fjármála- og efnaghagsráðuneytið lét DV aðeins í té upplýsingar um árslaun bílstjóra. Hæst í utanríkisráðuneytinu Af ráðuneytunum fimm voru laun bílstjóra í mars síðastliðnum hæst í utanríkisráðuneytinu, eða 701.203 krónur. Þar á eftir kom forsætisráðu- neytið með 681.258 krónur, því næst atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið með 656.207 krónur, síðan velferðarráðuneytið með 644.144 krónur og lestina rak umhverfis- og auðlindaráðuneytið sem greiðir bíl- stjórum 604.744 krónur í laun. Til taks kvölds og morgna Yfirvinna er stór hluti af starfi ráð- herrabílstjóra, enda þurfa þeir að vera til taks bæði kvölds og morgna við hin ýmsu tækifæri, hvort sem um er að ræða helgar eða virka daga. Sem dæmi um þetta er vinnu- tími bílstjóra í atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytinu að meðaltali 12 klukkustundir á dag. Einnig sinna bílstjórarnir oft fleiri störfum innan ráðuneytanna. Til að mynda sinnir bílstjóri utan- ríkisráðuneytisins ýmsum verkefn- um á aðalskrifstofu þess þegar færi gefst frá öðrum skyldustörfum. Í svari ráðuneytisins segir jafnframt að bifreiðarstjórar hinna ýmsu ráð- herra gegni einnig hlutverki ör- yggisvarða þeirra og hefur til dæm- is bifreiðarstjóri utanríkisráðherra lokið námskeiðum þar að lútandi. 150 klukkutímar í einum mánuði Þegar yfirvinna bílstjóranna er skoðuð nánar þá eru föst yfirvinnu- laun í velferðarráðuneytinu, þar sem tveir bílstjórar starfa fyrir heil- brigðisráðherra og félags- og hús- næðismálaráðherra, 344.263 krón- ur. Ofan á það bætist mánaðarlegt orlof á yfirvinnuna sem nemur 44.892 krónum og eru heildaryfir- vinnulaun því 389.155 krónur. Föst mánaðarlaun þeirra eru að sama skapi töluvert lægri, eða 255.000 krónur. Í atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytinu, þar sem bílstjór- ar sinna einnig tveimur ráðherr- um, eru föst yfirvinnulaun 385.761 króna á meðan föst mánaðar- eða dagvinnulaun eru 251.854 krónur. Hjá mennta- og menningar- málaráðuneytinu var fjöldi yfir- vinnutíma bílstjóra á síðasta ári mestur 150 klukkutímar í einum mánuði en minnstur 60 tímar. Hjá forsætisráðuneytinu voru saman- lagt 996 yfirvinnustundir unnar á síðasta ári eða að jafnaði 83 klukku- tímar í mánuði. 17 milljónir í velferðarráðu- neytinu Fimm ráðuneyti veittu svör um heildarlaunakostnað bílstjóra árið 2014. Hjá velferðarráðuneytinu var hann hæstur, enda starfa tveir ráð- herrar í því ráðuneyti. Kostnaður- inn nam 15.739.690 krónum, eða 7.855.144 krónum hjá „bílstjóra A“ og 7.884.546 krónum hjá „bílstjóra B“. Þar fyrir utan var útlagður kostn- aður vegna afleysingabílstjóra rétt rúm ein milljón króna. Samanlagð- ur nam kostnaðurinn því tæpum 17 milljónum króna. Samanlagt 50 milljónir Næsthæstur var kostnaðurinn hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eða 10,1 milljón króna þar sem inni- falin eru laun afleysingabílstjóra. Næst kom utanríkisráðuneytið með 8.182.823 krónur og kostnað- urinn hjá forsætisráðuneytinu nam 7.948.442 krónum. Loks var heildar- launakostnaðurinn 7.759.248 krón- ur hjá atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytinu. Samanlagt nam launakostnað- urinn í þessum fimm ráðuneytum á síðasta ári 49.730.203 krónum. Utanríkisráðuneytið hæst Svör bárust frá öllum átta ráðu- neytunum varðandi rekstrar- og viðhaldskostnað bifreiða þeirra. Þegar kostnaðurinn er skoðaður kemur í ljós að hann var nokkuð misjafn, enda mismunandi skýr- ingar að baki tölunum. Hæstur var hann í utanríkisráðuneytinu. Það rekur fjórar bifreiðar, þar af eina ráð- herrabifreið og nam kostnaðurinn 4.426.746 krónum. Næsthæstur var hann í atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytinu, þar sem ráðherrarn- ir eru tveir, eða 4.045.591 króna. Í velferðarráðuneytinu nam kostnaðurinn 3.552.594 krónum en þar eru ráðherrabifreiðarnar einnig tvær. Fjórði hæsti kostnaðurinn var í umhverfis- og auðlindaráðu- neytinu, eða 2.745.482 krónur. Á þessum tíma var ráðherrabifreiðin rekin bæði fyrir ráðherra umhverf- is- og auðlindamála og ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar, þar sem viðkomandi ráðherra gegndi báðum embættum. 22 milljónir í rekstur og viðhald Næst kemur kostnaðurinn við ráð- herrabifreið forsætisráðuneytisins sem nam 2.703.128 krónum á síð- asta ári og þar á eftir kemur inn- anríkisráðuneytið með kostnað upp á 1.917.821 krónu. Í mennta- og menningarmálaráðuneytinu var hann 1.745.525 krónur. Lægsti kostnaðurinn var í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 828.024 krónur. Samanlagt nam rekstrar- og við- gerðarkostnaður ráðuneytanna vegna bílanna 21.964.911 krónum á síðasta ári. n Laun bílstjóra í mars 2015 n Utanríkisráðuneytið: 701.203 kr. n Forsætisráðuneytið: 681.258 kr. (Þar af föst mánaðarlaun 269.688 kr.) n Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið: 656.207 (þar af föst mánaðarlaun 243.854 kr. og föst mánaðarleg yfirvinna 385.761 kr.) n Velferðarráðuneytið: 644.144 kr. (Þar af föst mánaðarlaun 255.000 kr. og föst mánaðarleg yfirvinna 389.155 kr.) n Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: 604.774 kr. (Þar af föst mánaðarlaun 257.345 kr. og föst mánaðarleg yfirvinna 347.429 kr.) Heildarlauna- kostnaður bílstjóra 2014 n Velferðarráðuneytið: 16.749.820 kr. n Fjármála- og efnahags- ráðuneytið: 10.100.000 kr. n Utanríkisráðuneytið: 8.181.823 kr. n Forsætisráðuneytið: 7.948.442 kr. n Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið: 7.759.248 kr. Samanlagður launakostnaður: 49.730.203 kr. Freyr Bjarnason freyr@dv.is Ragnheiður Elín Árnadóttir Föst yfirvinnulaun bílstjóra í atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytinu, þar sem Ragnheiður Elín Árnadóttir er iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, eru um 385 þúsund krónur á mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.