Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 38
Vikublað 21.–23. apríl 201538 Fólk
S
ettur dagur var síðasta
sunnudag. Þetta er undar-
legur tími. Barnið gæti
komið í dag eða eftir tvær
vikur, maður veit það ekk-
ert. Þetta er rosalegt,“ segir Hjörtur
Jóhann Jónsson leikari sem á von á
sínu fyrsta barni með leikmynda-
hönnuðinum Brynju Björnsdóttur.
Hinn verðandi faðir er eins og gef-
ur að skilja spenntur en parið á von
á litlum dreng. „Þetta er svo skrít-
ið allt saman. Á köflum er þetta svo
langt ferli. Hún er ólétt, þannig er
líf okkar núna og stundum gleymist
að á endanum kemur barn. Ég get
ekki beðið og það er allt klárt, eða
eins klárt og það verður,“ segir hann
og játar að hann hafi farið í mikla
hreiðurgerð. „Við erum komin með
yfirfulla íbúð af dóti; vöggu, kerr-
um, bílstól og fleiru og keyptum
bíl og gerðum upp geymsluna frá
grunni. Svo fékk ég þá brjálæðis-
legu hugmynd að fá mér aukavinnu
í sumar, svona til að þéna meira, en
sem betur fer sá ég fljótt að það var
algjört rugl. Ég ætla bara að vera að
„pabbast“ í sumar.“
Austur og Peggy Pickit
Hjörtur Jóhann, sem leikur í kvik-
myndinni Austur, er þessa dagana
að æfa fyrir þýska leikritið Peggy
Pickit sér andlit guðs sem verður
frumsýnt í vikunni. „Verkið fjallar
um tvö pör sem eru læknar. Önnur
hjónin eru heima, eignast heimili
og barn en hin fara út til Afríku til að
vinna sem læknar án landamæra
en koma til baka eftir að hafa ver-
ið hrakin í burtu eftir borgarastyrj-
öld. Svo hittast þessi hjón aftur og
eru þá á gjörólíkum stað í lífinu.
Maðurinn sem ég leik eignast barn
án þess að vera til í það. Það hefur
verið áhugavert að æfa þetta verk á
þessum tíma þegar ég er sjálfur að
fara eignast barn.“
Litli bróðir Helgu Brögu
Hjörtur Jóhann kemur úr mikilli
leiklistarfjölskyldu en stóra systir
hans er engin önnur en Helga
Braga. „Mamma og pabbi eru leik-
arar, önnur systir mín er óperu-
söngkona og sú yngsta er að leika í
Bretlandi. Þetta er fjölskyldufagið.
Sjálfur ætlaði ég mér lengi vel alls
ekki að verða leikari. Ég hafði séð
að ef maður ætlar í þetta fag þarf
maður að vilja gera það og ekk-
ert annað. Leiklistinni fylgir bæði
slæmur vinnutími og vont kaup og
því getur starfið verið bæði mikið
og erfitt. Ég var kominn í háskól-
ann í heimspeki- og landafræði-
nám og var á kafi í fjallamennsku. Í
háskólanum fór ég í Stúdentaleik-
húsið og þar kom þessi ástríða af
fullum krafti og þá rann upp fyr-
ir mér að í leiklistinni sameinast
allt sem mér finnst skemmtilegt
og því sótti ég um í leiklist og sé
ekki eftir því.“ Hann játar að hann
líti upp til Helgu Brögu. „Hún er
náttúrlega stóra systir mín og að
auki merkileg og frábær mann-
eskja,“ segir hann og bætir við að
sjálfur hafi hann jafn gaman af
drama og gríni. „Það er skemmti-
legast að hafa þetta sem fjölbreytt-
ast. Fyrr á leikárinu lék ég í mín-
um fyrsta farsa í Borgar leikhúsinu.
Það var ótrúlega skemmtilegt auk
þess að vera mjög krefjandi. Það er
líka ótrúleg upplifun að leika fyrir
fullum sal af fólki sem er að drep-
ast úr hlátri. Það er stórhættulegt
eiturlyf.“ n
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
„Hún er ólétt,
þannig er líf
okkar núna og stundum
gleymist að á endanum
kemur barn.
„Þetta er rosalegt“
n Leikarinn Hjörtur Jóhann bíður eftir barninu sínu n Litli bróðir Helgu Brögu
Hjörtur Jóhann
Hjörtur Jóhann
leikur í kvik-
myndinni Austur
og í leikritinu
Peggy Pickit.
myndIr sIgtryggur ArI
Leiklistarfjölskylda Foreldrar Hjartar eru leikarar, yngsta systir hans er að læra leiklist
og önnur er óperusöngkona. Elsta systir hans er hins vegar leikkonan góðkunna Helga
Braga. mynd sIgtryggur ArI JóHAnnsson
Lakkað smeLLuparket • 30 ára ábyrgð
Parket & gólf • Ármúla 32, 108 Reykjavík • S: 5681888 • parketoggolf.is
Verð: 9.060 kr. m²
Nú á tilboðsverði: 6.342 kr. m²
Hágæða
PlankaParket
- eik Sauvage
einstakt tilboð
-30% afsláttur
ATH TAkmArkAð mAgn Parket og gólf