Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 19
Vikublað 21.–23. apríl 2015 Fréttir Erlent 19 Betra grænmeti Betra kjöt Betri ávextir Fyrst og fremst... þjónusta Danir gera ráð fyrir góðu sumri Júlímánuður verður hlýrri, þurrari og sólríkari en í meðalári G era má ráð fyrir hlýju sumri í Danmörku en það gæti þó orðið vætusamara en oft áður. Þetta er mat veðurfræðinga dönsku veðurstofunnar, DMI. Veðurstofan gaf í vikunni út lang- tímaspá sem er ætlað að varpa ljósi á veðurfar í maí, júní og júlí. Sam- kvæmt spánni verður hiti nokkuð yfir meðallagi alla mánuðina en úrkoma gæti einnig orðið yfir meðallagi. Hiti fyrri hluta maímánaðar verður að jafnaði 10 til 15 gráður en hækkar í 15 til 20 gráður undir lok mánaðarins. Veðurfar í júní verður óstöðugra og má gera ráð fyrir miklum rign- ingum í bland við sólríka daga. „En úrkoma og hitastig ætti að vera ná- lægt meðaltali þegar allt kemur til alls,“ segir í spánni sem gerir ráð fyrir að eðalhiti yfir daginn verði um 18,5 gráður í júnímánuði. Spáin fyrir júlímánuð gefur til- efni til bjartsýni hjá sólarþyrstum Dönum. Má búast við því að hann verði þurrari, sólríkari og hlýrri en í meðalári. n Fínt sumar Það gæti borgað sig að skreppa í helgarferð til Danmerkur í júlí. Danska veður- stofan býst allavega við góðu verði þá. É g sagði við hana: „Ég held að ég sé dóttir þín“,“ segir La- Sonya Mitchell-Clark, 38 ára kona sem leitað hafði að blóðmóður sinni um nokkurt skeið. Það kom henni mikið á óvart þegar í ljós kom að þær höfðu starf- að saman, hjá sama fyrirtæki, um árabil – án þess að vita hvor af annarri. Blóðmóðir hennar, Francine Simmons, hafði gefið La-Sonyu frá sér, en hún var aðeins fimmtán ára þegar hún átti hana. La-Sonya var ættleidd af hjónum og ólst upp við góðar aðstæður. Foreldrar hennar hvöttu hana áfram í leitinni að blóð- móður sinni, en La-Sonya gat litlar upplýsingar fengið um hana þar til fyrir skemmstu. Leitaði á Facebook Þá veittu heilbrigðisyfirvöld í Ohio henni aðgang að skjölum um fæðingu hennar og nafn blóðmóður. Þegar La-Sonya prófaði að slá nafn- inu inn á samfélagsmiðilinn Face- book sá hún að kona með þessu nafni, í Ohio, starfaði hjá InfoCision, sama fyrirtæki og La-Sonya vann hjá. Hún hafði samband við Francine og greindi henni frá málavöxtum. Francine hafði sjálf lengi velt því fyrir sér hvernig hún gæti fundið dóttur sína, en vissi ekki hvernig hún ætti að bera sig að. Í ljós kom að þær bjuggu í nokkurra mínútna fjarlægð frá hvorri annarri, auk þess sem Francine á fleiri dætur, þar á meðal eina sem starfar hjá InfoCision. Francine hafði unnið þar í 10 ár en La-Sonya í fjög- ur. Þær höfðu hist og átt í einhverjum samskiptum, en þekktust þó ekki. Fagnaðarfundir Það voru að vonum miklir fagnaðar- fundir hjá þeim öllum og segist Francine hafa verið mjög hissa, en afar fegin. „Ég er enn í áfalli, en þetta er ótrúlegt,“ segir hún. Francine segir að það sé yndislegt að fjölskylda hennar hafi stækkað svo um munar. n „Ég held að ég sé dóttir þín“ n Fann blóðmóður sína n Höfðu unnið saman í fjögur ár Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Ég er enn í áfalli, en þetta er ótrú- legt. Mæðgurnar Það voru fagnaðar fundir og gleðitár féllu þegar þær loksins sameinuðust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.