Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 26
Vikublað 21.–23. apríl 201526 Lífsstíll Alhliða veisluþjónusta Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Gerðu daginn eftirminnilegan Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir Veisluréttir úr smiðju meistarans · Eingöngu fyrsta flokks hráefni Skírn · Ferming · Útskrift · Brúðkaup Í fyrra varð Helga Bergmann fyrsti Íslendingurinn til að heimsækja stærsta helli heims, sem er í Víet­ nam. Hang Son Doong­ hellirinn var uppgötvaður af heimamann­ inum Ho Khanh árið 1991. Það var ekki fyrr en árið 2009 sem hann fékk alþjóðlega viðurkenningu sem stærsti hellir í heimi en þá fyrst var hellirinn rannsakaður almennilega. Árið 2014 ákváðu svo yfirvöld að gera tilraun og gefa út 238 leyfi fyrir ferða­ menn til að heimsækja þessa nátt­ úruperlu og Helga var í þeim hópi. Sá myndir af frá National Geographic sem heilluðu „Ég sá grein á netinu þar sem Huffington Post auglýsti þessa ferð ásamt myndum frá National Geographic. Þær gjörsamlega heill­ uðu mig sem og sú staðreynd að þetta var í fyrsta skipti sem ferða­ mönnum bauðst að heimsækja hell­ inn. Þetta var tilraun og alls ekki ljóst hvort áframhald yrði á. Ég sótti strax um og þurfti að senda inn allar upp­ lýsingar sem gætu bent til þess að ég væri hæfur ferðalangur, með­ al annars benti ég á reynslu mína af göngu­ og fjallaferðum innanlands og það að ég væri með köfunarpróf og reynslu af fallhlífarstökki. Tveim­ ur dögum síðar fékk ég svo meldingu um að ég hefði verið valin,“ sagði ævin týrakonan Helga Bergmann. Var við það að afboða sig Hún reyndi svo að sannfæra aðra um að koma með sér án árangurs og þegar kom að því að greiða þyrfti fyr­ ir ferðina og staðfesta hana var hún komin með talsverða bakþanka. „Ég sat svo við tölvuna, alveg að fara að afboða mig, þegar ég rakst á grein um tíu ástæður þess að ferðast einn og þá vissi ég að þessa ferð ætti ég að fara, að ég myndi læra eitthvað af henni,“ sagði Helga og hlær. Í kjölfarið bókaði hún fimm vikna ferð og nýtti tækifær­ ið til að ferðast um Víetnam og Laos. „Leiðangurinn í hellinn tók sjö daga. „Við vorum um einn og hálfan dag að komast að honum og á leiðinni var gist í öðrum stórum helli. Við gistum svo í sjálfum hellinum í heilar þrjár nætur enda mikið að skoða. Þetta er í miðjum frumskógi og gríðarlega af­ skekkt. Það er ekkert farsímasam­ band og engin farartæki komast að hellinum, hvorki þyrlur né ökutæki,“ sagði Helga. „Léttara en ég reiknaði með“ Aðspurð hvort ekki hefði verið um mikla þrekraun að ræða sagði Helga: „Þetta var í raun léttara en ég reikn­ aði með þó að byrjunin hafi ekki lofað góðu. Alls lögðu þrjátíu manns af stað í leiðangurinn, þar af átta ferðamenn eins og ég. Ein bandarísk kona gafst upp eftir þrjátíu mínútur enda var mikil bleyta og flughált í frumskóg­ inum. Stuttu seinna rann svo ann­ ar leiðangursmaður til og slasaði sig á fæti og þá kom smá beygur í mann, út í hvað var ég komin?! En restin af ferðinni gekk vel þó að hættur leynd­ ust við hvert fótmál. Við vorum alltaf að ösla í vatni og ég var blaut í fæt­ urna alla ferðina. Að auki vorum við veislumatur í augum blóðsugna.“ „Það magnaðasta sem ég hef upplifað“ Hang Son Doong­hellirinn þykir ótrúleg uppgötvun enda er um sér­ stakt vistkerfi að ræða. Þar hafa plöntur og lífverur fengið að þróast í fullkominni einangrun um langa hríð og þar finnast lífverur sem þekkjast hvergi annars staðar. Ástæðan fyrir því að hellirinn fannst ekki fyrr er sú að hann er afar óaðgengilegur og það mátti Helga reyna. „Þegar kom að hellisopinu þurftum við að síga niður um 20 metra til þess að komast nið­ ur í sjálfan hellinn. Svo var vaðið yfir neðanjarðará sem náði okkur upp að mitti. Það er ekki hægt að lýsa hellin­ um með orðum né stærð hans. Þetta er það magnaðasta sem ég hef upp­ lifað, eins og að koma í aðra veröld,“ sagði Helga áköf. „Hvert sem maður leit var eitthvað nýtt. Þrjú hundruð milljón ára steingervingar af plöntum og dýrum, hvítar hellalýs, ótrúlegar hellaperlur og mikill og undarlegur gróður,“ sagði Helga. Hellisloftið hefur í tímans rás hrunið á tveimur stöðum og þar með á dagsbirta greiðan að­ gang að sumum pörtum hellisins og þar með einstakur gróður. „Við feng­ um góðan tíma til að skoða okkur um en ég vildi að sjálfsögðu fara alla leið og við vorum tvö sem klöngruðumst að The Great Wall of Vietnam sem er ótrúlegur dropasteinsveggur innst í hellinum. Það kom ekki til greina að vera komin alla þessa leið og ekki kanna allan hellinn,“ sagði Helga. Helga var afar ánægð með að hafa lagt upp í þetta ævintýri og sagði að það væri auðvelt að ferðast einn um Asíu og hættulítið. „Ég er strax byrjuð að skipuleggja næstu ævintýraferð, “ sagði Helga hlæjandi að lokum. n „Eins og að koma í aðra veröld“ Helga Bergmann var fyrsti Íslendingurinn sem heimsótti stærsta helli heims Í stærsta helli heims Helga sést hér á toppi „kuðungsins“ en svo nefndu þau þennan klett sem var svo sannarlega kjörinn vettvangur fyrir myndatöku. Á leið úr helli svalanna Var uppgötvaður 1991. Í frumskóginum Ævintýrin voru við hvert fótmál. Í hellinum Lengst í fjarska sést maður með bakpoka uppi á svokallaðri galdra- kerlingu. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Við hellisopið Afar óaðgengilegur hellir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.