Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 27
Vikublað 21.–23. apríl 2015 Lífsstíll 27 S igurveig Káradóttir er konan á bak við Matarkistuna, sem er sannkölluð vin sælkera í miðbæ Reykjavíkur. Það er alltaf notalegt að koma í Matarkistuna, annaðhvort til að fá sér súpu í hádegi með góð­ um vinum eða til að kaupa bakkelsi fyrir síðdegisboð. Síðan Matarkistan var opnuð í fyrra hefur úrvalið auk­ ist jafnt og þétt og nú má þar finna sultur, pestó og ýmislegt í krukkum, bakkelsi, brauð og auðvitað hinar sívinsælu makkarónur. Sigurveig framleiðir vinsæla hafraklatta, og hefur gert síðan 2008, en í fyrra opn­ aði hún litlu verslunina og veitinga­ staðinn í Bergstaðastrætinu rétt ofan við Laugaveg. Hádegissúpurnar hennar Sigur­ veigar eru alveg lausar við dýraafurð­ ir (vegan) og einfaldleikinn er í fyrir­ rúmi. „Flestar súpurnar eru mjög einfaldar. Mér leiðast flóknar upp­ skriftir og nota oft bara 1–2 krydd, stundum ekkert,“ segir Sigurveig, en hún er lærð í franskri matargerð. „Ég baka það sem mig langar þann daginn og leysi alls kyns verk­ efni í sambandi við mat, veislur og annað sem kemur inn á borð til mín. Þetta er eins og að elda fyrir aðeins stærra heimili. Ég er líka með mikið af fastakúnnum sem búa hérna miðsvæðis, fólk borðar hér eða tekur súpuna með sér heim í kvöldmatinn.“ Við báðum Sigurveigu að deila uppskrift að súpu. Rauðrófusúpa fyrir 4–5 Hlutföllin eru ekkert heilög, en nauðsynlegt er að nota plasthanska þegar rauðrófurnar eru skrældar því liturinn getur verið ansi sterkur. n 2–3 msk. ólífuolía n 200 g laukur n 100 g sellerí n 100 g gulrætur n 1 1/2–2 l vatn/grænmetiskraftur n 1.000 g rauðrófur n 3–4 lárviðarlauf n sjávarsalt n hvítur pipar Laukur, gulrætur og sellerí skorið fremur smátt og sett í pott ásamt ólífuolíu og ögn af sjávarsalti. Haft á meðalhita þar til grænmetið hef­ ur linast ögn. Rauðrófurnar skorn­ ar í bita og þeim bætt í pottinn. Þá er grænmetiskraftinum bætt við. Það á að vera nægilegt vatn/kraft­ ur til að fljóti yfir grænmetið. Lár­ viðarlaufum bætt saman við ásamt örlitlu sjávarsalti og hvítum pipar. Látið krauma þar til grænmetið er orðið vel soðið. Þá eru lárviðarlaufin veidd úr og súpan maukuð. Að lok­ um er súpan smökkuð til með salti og pipar eftir þörfum. n MatarkiStan hennar Sigurveigar n Súpur, brauðmeti, kruðerí og gúmmilaði n einfaldleikinn er bestur Gómsætt og gamaldags Innréttingar Matarkistunnar eru notalegar, passlega hráar og gamaldags. Sigurveig Káradóttir Konan á bak við Matarkistuna. MyndiR SiGtRyGGuR ARi Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Þetta er eins og að elda fyrir aðeins stærra heimili Sími 568-5556 www.skeifan.is Föst sölulaun Sölulaun eigna yfir 60 milljónum aðeins 1% með vsk upp að 60 milljónum 299.900.- með vsk VANTAR – VANTAR Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá. Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.