Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 30
Vikublað 21.–23. apríl 201530 Menning Þ etta er einhver skemmtileg- asta hugmynd sem ég hef heyrt um lengi. Svíi fæðist í finnskum líkama og sæk- ist eftir að komast til Svíþjóðar í þjóðernisleiðréttingu. Takist það ekki vill hann frekar drekkja sér í Eystrasalti í sænskum bol og vera grafinn Svía megin. Í ferjunni hitt- ir hann Svía sem einnig er í sjálfs- morðshugleiðingum, og hann gefur honum tækifæri til að ná stjórn á til- veru sinni og láta drauminn rætast. Þjóðernisklisjurnar eru reidd- ar fram í hrönnum og eru margar hverjar fyndnar, sérstaklega þegar kemur að æsku drengsins þjóð- villta. Hann er lagður í einelti í finnska skólakerfinu fyrir að hlusta á Abba og ganga um í tréskóm, en í sumarfríum hans í paradísinni Svíþjóð er enginn skilinn útundan. Tilfinningalega heftur faðir hans reynir að gera úr honum sannan finnskan karlmann með því að fara með hann í sánu og höggva við, en allt kemur fyrir ekki. Hugmyndin er svo góð að hún ein og sér dugar nánast til að halda myndinni uppi, sem er eins gott því þegar til Svíþjóðar er komið verður allt heldur fyrirsjáanlegt. Í stað þess að sýna okkur skuggahliðar sænska draumsins snýst allt um ástamálin. Sænskar konur falla fyrir honum í hrönnum, en það leysist úr ástar- þríhyrningnum þannig að allir fá sitt að lokum. Hinn svarti húmor sem einkennir fyrri hluta myndar- innar víkur fyrir vellunni. Eigi að síður er sagan af hind- berjabátsflóttamanninum afbragðs skemmtun, og sýnir að jafnvel í sós- íaldemókratískri paradís geta menn enn gert góðar gamanmyndir. n Draumur um Svíþjóð Fyndnar vangaveltur um þjóðerni á norrænni kvikmyndahátíð Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmynd Hallonbåtsflyktningen Leikstjóri: Leif Lindblom Aðalhlutverk: Jonas Karlsson, Josephine Bornebusch og Frida Hallgren Sýnd í Norræna húsinu miðvikudag kl. 20.00. Frítt inn. Hinn innri Svíi Mikko Virtanen er með þjóðáttunarvanda, hann upplifir sig sem Svía í líkama Finna. Gamalt illvirki Glæpasögur hinnar sænsku Vivecu Sten hafa fengið góð- ar viðtökur íslenskra lesenda. Syndlaus er nýjasta bókin og þar er því lýst hvernig illvirki í lífi drengs sem ólst upp í heims- styrjöldinni fyrri hefur hörmu- legar afleiðingar þegar ung stúlka hverfur sporlaust. Aðdáendur höfundar eiga ekki að verða fyrir vonbrigðum. Afdrifaríkt ferðalag Flekklaus er þriðja glæpasaga Sólveigar Pálsdóttur. Á miðjum níunda áratugnum ferst ung kona þegar eldur kemur upp í fyrirtæki í Reykjavík. Tvö ungmenni sjást forða sér á hlaupum. Áratugum síðar fer lögreglumaðurinn Guð- geir til Svíþjóðar og dvöl hans þar hefur afdrifaríkar afleiðingar. Fall og upprisa Vertu úlfur eftir Héðin Unn- steinsson er frásögn af falli og upprisu manns sem eitt sinn var greindur með geðhvörf. Héð- inn hefur starfað á sviði geðheil- brigðismála í tvo áratugi, sem sérfræðingur í heilbrigðisráðu- neytinu og hjá Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnuninni. Hann hefur kennt, haldið fyrirlestra og skrif- að fjölda greina um þessi mál. Svartir kroppar og gullið glimmer n Kitty von Sometime tók upp myndband við lag Siu og Creep um helgina n 20 naktar Í risastórri vöruskemmu í vest- urbæ Kópavogs var allt á suðu- punkti um helgina. Listakonan Kitty von Sometime stóð þar í tök- um á myndbandi við lagið Dim the lights, með tónlistardúettinum Creep, en það er ástralska stórstjarn- an Sia sem syngur lagið. Ragnheiður Eiríksdóttir blaðamaður fékk að fylgj- ast með herlegheitunum. Myndbandið er hluti af „The Weird Girls Project“ sem Kitty hefur unnið með síðan 2007. Verkin eru listræn myndbönd, en hingað til hefur Kitty framleitt yfir 25 myndbönd með yfir 100 konum. Kvikmyndatökumaður- inn Hákon Sverrisson stýrði tökunum en að verkefninu komu 58 manns, all- ir í sjálfboðavinnu. Að þessu sinni komu 20 konur við sögu, flestar íslenskar, en þrjár þeirra lögðu á sig ferðalag frá útlöndum til að vera með. Þegar ég mætti á stað- inn og inn í búningsherbergið mættu mér kvenkroppar af öllum stærð- um og gerðum, svartmálaðir og þakt- ir gylltu glimmeri. Kitty flutti níu kíló af glimmeri til landsins frá Kína fyr- ir verkefnið. Hver og ein kvennanna þurfti tvær klukkustundir í förðun, en 15 manns unnu að förðuninni. Bún- ingurinn var, auk akrílmálningar og glimmers, efnislitlar álímdar nærbux- ur. Að morgni tökudags vissu konurn- ar ekkert um „búningana“ en allar létu slag standa og tóku þátt þrátt fyrir að þurfa að vera nokkurn veginn allsber- ar heilan dag! „Þetta er einstök reynsla,“ sagði ein kvennanna við mig, svartmáluð og þakin glimmeri, „ég hef verið með áður og þá fann ég einhvern aukinn kraft og sjálfsöryggi innra með mér í margar vikur á eftir. Þetta er magnað fyrir sjálfstraustið.“ Hægt er að sjá fyrri verk „The Weird Girls Project“ og nálgast upplýsingar á heimasíðu verkefnisins. Konur sem hafa áhuga á þátttöku geta haft sam- band við Kitty með tölvupósti: kitty- vonsometime@gmail.com n Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Kitty flutti níu kíló af glimmeri til landsins frá Kína fyr- ir verkefnið. Hver og ein kvennanna þurfti tvær klukkustundir í förðun, en 15 manns unnu að förðuninni. Gullkroppar Tuttugu konur voru málaðar svartar og þeim dýft í gyllt glimmer fyrir gerð myndbandsins. Mynd BiRtA Rán BjöRGVinSdóttiR Gylltar hendur Konur á ýmsum aldri með alls konar líkama tóku þátt. Mynd BiRtA Rán BjöRGVinSdóttiR Kitty og Hákon leggja á ráðin Tökurnar fóru fram í vöruskemmu í Kópavoginum. Mynd BiRtA Rán BjöRGVinSdóttiR Glimmer í kílóavís Glimmerið var flutt inn frá Kína, níu kíló þurfti til að þekja kroppana t uttugu. Mynd BiRtA Rán BjöRGVinSdótt iR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.