Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 16
16 Fréttir Viðskipti Vikublað 21.–23. apríl 2015 Aðstoðar fjárfesta sem vilja sameina sparisjóði n Hópur fjárfesta sem vill kaupa stærsta sparisjóð landsins fær aðstoð frá Tryggva Þór Herbertssyni T ryggvi Þór Herbertsson, fyrr- verandi þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, aðstoðar nú hóp fjárfesta sem vill kaupa AFL sparisjóð og sam- eina hann og hina fimm sparisjóði landsins. Fráfarandi stjórn Sam- bands íslenskra sparisjóða (SÍSP) fékk Tryggva til að vinna tillögur að breytingum á sparisjóðakerfinu og komst hann að þeirri niðurstöðu að sameina eigi alla sjóðina. „Fyrrverandi stjórn sambands- ins bað Tryggva um að vinna þetta verkefni og hann lagði fram ákveðnar tillögur á síðasta aðal- fundi. Stjórnin samþykkti þær og taldi að það ætti að setja þær í fram- kvæmd. Hluti af vinnu Tryggva var að vinna að lausn AFLs sparisjóðs og hann tók það verkefni að sér fyr- ir hönd nýrra fjárfesta,“ segir Ragnar Birgisson, fráfarandi formaður SÍSP. Opni útibú í borginni Tryggvi hélt erindi á aðalfundi SÍSP síðastliðinn fimmtudag þar sem hann kynnti niðurstöður sínar. Hann staðfesti í samtali við DV að hafa lagt til að sparisjóðirnir verði sameinaðir en vildi ekki tjá sig um vinnuna fyrir hópinn sem vill kaupa AFL né hvaða fjárfesta um ræðir. „Í þessari framtíðarsýn er velt upp ýmsum hlutum,“ segir Tryggvi en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um tillögurnar. Ragnar segir tillögur Tryggva ganga út á að AFL verði hluti af sameinaðri sparisjóðafjölskyldu og að hún komi til með að opna og reka útibú á höfuðborgarsvæð- inu. Hann segir hugmynd Tryggva byggja að ákveðnu leyti á skipulagi og reynslunni af rekstri Svenska Handelsbanken AB. „Þetta er þekkt fyrirkomulag í Svíþjóð og er búið að vera við lýði í hundrað ár. Það byggist á ákveðn- um forsendum og meðal annars þeirri að raunverulega útlána- valdið sé hjá sparisjóðunum hverj- um og einum fyrir sig en að það sé einn sameiginlegur sjóður sem sé til ráðgjafar og aðstoðar. Sparisjóð- irnir eru þar sameinaðir undir einn hatt en hið raunverulega vald og ákvarðanataka liggur heima í hér- aði eða hjá sjóðunum sjálfum,“ seg- ir Ragnar. Ekki sammála Tryggva Ari Teitsson, nýkjörinn varafor- maður stjórnar SÍSP og stjórnar- formaður Sparisjóðs Suður-Þing- eyinga, segist telja að stjórnendur sparisjóðanna hafi lítinn áhuga á frekari sameiningum. Tímasetn- ingin sé ekki góð og að staðbundn- ir sparisjóðir, sem sé stjórnað af heimamönnum og vinni eingöngu á sínu starfssvæði, hafi reynst best. „Þess ber þó að geta að þegar Tryggvi Þór var að skoða þetta var landslagið annað en það er í dag. Hann gerði þá ekki ráð fyrir því að Sparisjóður Vestmannaeyja hyrfi jafn skyndilega og varð. Svo er því ekki að leyna að það varð ákveðin uppákoma með Sparisjóð Bol- ungarvíkur en hann reyndist ekki eins traustur og menn héldu. Bæði hefur þetta veikt sparisjóðina í heild og síðan verður það líka að viður- kennast að þetta hefur dregið úr áhuga annarra sparisjóða á sam- einingum,“ segir Ari. Varaformaðurinn nefnir ann- að dæmi sem tengist vangaveltum stjórnenda Sparisjóðs Norðfjarðar (SN) um mögulega sameiningu við Sparisjóð Vestmannaeyja. Stjórn- endur SN hafi haft ákveðnar efa- semdir um að sjóðurinn í Eyjum, sem féll í síðasta mánuði, væri nógu vel rekinn. Á endanum hafi þeir ákveðið að falla frá áformunum. „Auðvitað sjá menn á Norðfirði að hefðu þeir bitið á agnið þá væru þeir sennilega núna annaðhvort hálfdauðir eða dauðir. Það ýtir nú ekki undir áhuga á sameiningum. Eins er á það að líta að Sparisjóður Norðurlands var í tiltölulega góðum rekstri á fyrri hluta árs 2014 en síð- an þrýsti Bankasýsla ríkisins á sam- einingu hans og Sparisjóðs Bol- ungarvíkur með þeim afleiðingum að sparisjóðurinn er í mjög þröngri stöðu í dag,“ segir Ari og heldur áfram: „Þrátt fyrir að Tryggvi Þór hafi fært fram ýmis góð rök fyrir því að það væri ákveðna hluti að sækja í sameiningu sparisjóða þá er enginn sparisjóður í dag, í ljósi reynslunn- ar, sem telur skynsamlegt á þessu stigi að fara í frekari sameiningar. Það er tæplega hægt að lá mönnum það miðað við það sem á undan er gengið.“ n Arion vill selja AFL AFL er langstærsti sparisjóður landsins en hann varð til við sameiningu Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar árið 2008. DV greindi í síðustu viku frá rannsókn sem leiddi í ljós 454 milljóna króna virðisrýrnun lánasafns sjóðsins á síðasta ári. Eiginfjár- hlutfall AFLs var í árslok 2014 einungis 7,28 prósent en lögum samkvæmt má hlutfallið ekki vera lægra en átta prósent. Arion banki eignaðist 95 prósent í AFLi við yfirtöku á Sparisjóði Mýrasýslu árið 2009. Bankinn ákvað í síðustu viku að setja sparisjóðinn í söluferli. „Sparisjóðurinn hefur um nokkurra mánaða skeið ekki uppfyllt að fullu viðmið Fjármálaeftirlitsins um eigin- fjárgrunn og hefur Arion banki unnið að málefnum sjóðsins í samstarfi við stjórn hans, Fjármálaeftirlitið og Samkeppnis- eftirlitið,“ sagði í tilkynningu Arion. Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Hluti af vinnu Tryggva var að vinna að lausn AFLs sparisjóðs og hann tók það verkefni að sér fyrir hönd nýrra fjárfesta, Ragnar Birgisson „Í þessari framtíðar- sýn er velt upp ýmsum hlutum Nóg að gera Eins og DV hefur greint frá hefur Tryggvi Þór Herbertsson einnig verið fenginn sem ráðgjafi fyrir hönd slitabús Glitnis vegna vinnu í tengslum við sölu á 95 prósenta hlut búsins í Íslandsbanka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.