Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 12
Vikublað 21.–23. apríl 201512 Fréttir Minnistöflur www.birkiaska.is Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel eldri borgurum, lesblindum og nemendum í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Bodyflex Strong Bodyflex Strong mýkir liðamót og dregur úr verkjum í þeim og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni.  Birkilaufstöflur Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á vökva- jafnvægi bæði líkama og húðar og örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum, losar vatn úr líkamanum og dregur úr bólgum. Evonia færir hárrótinni næringu og styrk til þess að efla hárvöxt. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia 1 Marel Samþykkt á aðalfundi 2015 Stjórnarformaður: 1.200 þúsund kr. á mánuði (8.250 evrur). Hækkun: 10% milli ára. Stjórnarmenn: 400 þúsund kr. á mánuði (2.750 evrur). Hækkun: 10% milli ára. Stjórn Marel n Ásthildur Margrét Otharsdóttir, formaður n Ann Elizabeth Savage n Arnar Þór Másson n Helgi Magnússon n Margrét Jónsdóttir n Ólafur Guðmundsson n Ástvaldur Jóhannsson Árslaun stjórnar alls: 43,2 milljónir Kostnaður við hvern stjórnarmann: 6,17 milljónir á ári. Forstjóri Marel Árni Oddur Þórðarson Árslaun 2014: 414 þúsund evrur eða 60,2 milljónir króna skv. ársreikningi. Á mánuði: 5,0 milljónir króna. Hagnaður árið 2014: 1,8 milljarðar kr. Arðgreiðslur til hluhafa: 510 milljónir kr. Miðað við gengi EUR: 145,56 2 Vátrygginga- félag Íslands Samþykkt á aðalfundi 2015 Stjórnarformaður: 600 þúsund á mánuði. Hækkun: 50% milli ára. Stjórnarmenn: 350 þúsund krónur á mánuði. Hækkun: 75% milli ára. Stjórn VÍS n Guðrún Þorgeirsdóttir, formaður n Ásta Dís Óladóttir, n Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir n Bjarni Brynjólfsson n Davíð Harðarson n Helga Jónsdóttir n Steinar Þór Guðgeirsson Árslaun stjórnar alls: 32,4 milljónir króna Kostnaður við hvern stjórnarmann: 4,6 milljónir á ári. Forstjóri VÍS Sigrún Ragna Ólafsdóttir Árslaun 2014: 36,3 milljónir króna skv. ársreikningi. Á mánuði: 3 milljónir króna Hagnaður árið 2014: 1,7 milljarðar króna. Arðgreiðslur til hluthafa: 2,5 milljarðar króna. 3 Össur Samþykkt á aðalfundi 2015 Stjórnarformaður: 958 þúsund á mánuði. (7.083 dalir). Hækkun: 3% milli ára. Varaformaður: 575 þúsund á mánuði (4.250 dalir). Hækkun: 3% milli ára. Stjórnarmenn: 383 þúsund á mánuði (2.833 dalir). Hækkun: 3% milli ára. Stjórn Össurar n Niels Jacobsen, formaður n Kristján Tómas Ragnarsson, varafor- maður n Arne Boye Nielsen n Guðbjörg Edda Eggertsdóttir n Svafa Grönfeldt Árslaun stjórnar alls: 32,2 milljónir króna. Kostnaður við hvern stjórnarmann: 6,44 milljónir á ári. Þetta kosta stjórnir Kauphallarinnar S tjórnarmenn í Marel hf. eru þeir launahæstu í þeim fjór­ tán fyrirtækjum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Stjórn­ arformaðurinn, Ásthildur Margrét Otharsdóttir, er launahæsti stjórnarformaður skráðra félaga með 1,2 milljónir króna á mánuði en hinir sex stjórnarmenn Marel fá sem nem­ ur 400 þúsund krónum á mánuði hver fyrir stjórnarsetuna. Á aðalfundum tíu þessara fyrir­ tækja var, eða verður mjög líklega, samþykkt að hækka laun stjórnar­ manna. Hvergi var hækkunin meiri en hjá Vátryggingafélagi Íslands þar sem laun stjórnarmanna hækkuðu um 75 prósent en stjórnarformanns um 50 prósent. Sé litið til heildarárslauna stjórnarmanna íslenskra fyrirtækja þá er sjö manna stjórn Marel dýrasta stjórn Kauphallarinnar. Þegar litið er til kostnaðar á hvern stjórnarmann í fyrirtækjunum fjórtán þá eru hlutfalls­ lega dýrustu stjórnarmennirnir í fimm manna stjórn Össurar. Stjórnarlaun hækkuðu um tíu prósent eða meira hjá fimm af þessum tíu félögum sem á annað borð hækkuðu laun stjórnar­ manna sinna milli ára. Heildar árslaun allra 74 stjórnarmannanna í Kaup­ höllinni nema 313 milljónum króna. Gremja vegna Granda Í síðustu viku ætlaði allt um koll að keyra þegar Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, upplýsti að samþykkt hefði verið á aðalfundi HB Granda þann 10. apr­ íl að hækka laun stjórnarmanna um heil 33,3 prósent. Tímasetning hækk­ unarinnar hefur verið harðlega gagn­ rýnd enda stefnir í einhverja hörð­ ustu kjarabaráttu seinni tíma og verkföll verið boðuð í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins telja sig ekki hafa svigrúm til að bjóða verkafólki meira en 3,5 prósenta launahækkun. Forsvarsmenn HB Granda hafa var­ ið ákvörðunina með því að benda á að stjórnarlaun þar séu með þeim lægstu í Kauphöll Íslands. Úttekt DV leiddi í ljós að stjórn HB Granda er í raun sú næstlægst launaða. DV fór í gegnum ársskýrslur og að­ alfundarsamþykktir allra tólf félag­ anna sem skráð eru í Kauphöll Íslands þar sem skoðuð voru sérstaklega laun stjórna fyrirtækjanna, hækkun þeirra milli ára og heildarlaun hverrar stjórn­ ar. Tvö félaganna, Reitir og Reginn, halda aðalfund sinn síðar í mánuðin­ um og liggur því endanleg samþykkt ekki fyrir en upplýsingar um Haga eru frá því á síðasta rekstrarári. Þar sem fjöldi stjórnarmanna getur verið mis­ munandi var einnig skoðað hver kostn­ aðurinn er við hvern stjórnarmann á ársgrundvelli. Þá voru tekin saman laun forstjóra fyrirtækjanna, hagnað­ ur þeirra fyrir árið 2014 og hversu háar arðgreiðslur þau greiddu hluthöfum sínum – sem í mörgum tilvikum eru helstu lífeyrissjóðir landsins. n ç Launahæsti formaðurinn Stjórn Marel er sú dýrasta í Kauphöll Íslands og formaður hennar, Ásthildur Margrét Otharsdóttir (t.v.) er launa- hæsti stjórnarformaðurinn. Hún situr einnig í stjórn Icelandair Group. Hækkun hjá flestum Samþykkt var að hækka laun stjórnarmanna á aðalfundum tíu þeirra fjórtán félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Hækkunin er mismikil milli fyrirtækja. Allt frá 2,8 prósentum upp í 75 prósent milli ára. n Mala gull hjá Marel n Fjórtán stjórnir þéna 313 milljónir á ári n Lægstu launin í Nýherja n Forstjóri Össurar langlaunahæstur Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Meðallaun stjórnarformanna: 601.392 kr. á mán. Meðallaun stjórnarmanna: 278.478 kr. á mán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.