Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 22
Vikublað 21.–23. apríl 201522 Neytendur GleðileGt sumar 12” til 24” barnareiðhjól, verð frá kr. 25.900,- Frábært úrval reiðhjóla og aukahluta • Mikið úrval af reiðhjólahjálmum Focus Whistler 4.0 29“ ál stell-Tektro Auriga Vökvabremsur- Shimano Deore Afturskiptir- 27 gíra. Kr.119.000 Focus raVeN rooKie DoNNa 1.0 26“ ál stell-Promax V-Bremsur-Shimano 21 gíra Focus raVeN rooKie 1.026“ ál stell-Promax V-Bremsur- Shimano 21 gíra Kr.69.900Kr.69.900 Dalshraun 13 220 Hafnarfjörður Sími:565 2292 Bragðið er betra með Hellmann’s 20 leiðir til að nota matarsóda n Getur hentað fullkomlega í stað rándýrra hreinsiefna M atarsódi er sannkallað töfraefni sem fylgt hef­ ur mannkyninu lengi. Í Egyptalandi til forna var svipuð efnablanda not­ uð sem sápa. Matarsódi er mjög öflugur til þess að losna við vonda lykt en einnig er hægt að nota efnið við margs konar þrif. Breska útgáfa vefsíðunnar Business Insider tók saman fjölmörg dæmi um heimilis­ þrif þar sem hægt er að nota mat­ arsóda í stað rándýrra hreinsiefna: 1 Gerðu þvottinn áhrifaríkari: Ef ná þarf vondri lykt úr fötum þá skaltu bæta hálfum bolla af matarsóda í fljótandi þvotta­ efni. Í bónus verður hvíti þvotturinn hvítari og litirnir skærari. 2 Losnaðu við bletti úr fötum: Búðu til blöndu með sex teskeiðum af matarsóda og 1/3 bolla af volgu vatni. Hrærðu í saman í eins konar krem og nudd­ aðu því á blettinn í fötunum áður en þau fara í hefðbundinn þvott. 3 Losnaðu við lykt úr ruslinu: Settu matarsóda í botn ruslafötunnar á heimilinu. Þvoðu reglulega ruslílát með matarsóda og vatni. 4 Losnaðu við för eftir glös á við: Búðu til krem úr vatni og matarsóda (örlítið af tannkremi skemmir ekki fyrir). Dýfðu klút í kremið og nuddaðu bletti og vatns­ hringi af viðnum. 5 Hreinsaðu niðurföll: Settu bolla af matarsóda í niður­ fallið og fylgdu því svo eftir með öðrum bolla af borðediki. Leyfðu því að sjatna (best er að hylja niðurfallið) í smástund og helltu svo 4–5 lítrum af sjóðheitu vatni í niðurfallið. Að sjálfsögðu tekur þessi lausn líka á vondri lykt upp úr niðurföllum. 6 Hreinsaðu baðherbergið: Blandaðu saman matarsóda og vatni og notaðu rakan svamp til þess að nudda óhreinindi af veggjum, vöskum, flísum og sturt­ unni. Þrífðu svo með volgu vatni og þurrkaðu svæðið með hreinni tusku. 7 Hreinsaðu eldhúsið: Nákvæmlega sama aðgerð og varðandi baðher­ bergið. Virkar vel á öll helstu svæði eldhússins. 8 Hreinsaðu ofninn: Búðu til krem úr matarsóda og vatni og nuddaðu því innan í ofninn með rökum svampi. Láttu blönduna vera í 2–3 klukkustundir og þurrkaðu hana svo af. 9 Eyddu lykt úr ísskápnum eða frystinum: Settu tals­ vert magn af matarsóda í opið ílát og þú finnur mikinn mun. 10 Hreinsaðu uppþvotta-vélina: Settu matarsóda í hólfið fyrir þvottaefnið og láttu uppþvottavélina vinna tóma. Ef eitthvert svæði hreinsast ekki, t.d. í kringum hurðina þá skaltu dýfa tannbursta í heitt vatn, svo dýfa Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.