Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 18
18 Fréttir Erlent Vikublað 21.–23. apríl 2015 „Tortryggni og tauga- veiklun ræður ríkjum“ n Norskir feðgar svindluðu á Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu fyrir þremur árum Á dögunum fór fram eitt virtasta alþjóðlega skákmót heims, Dubai Open. Mótið laðar árlega að sér fjöld- ann allan af atvinnumönn- um jafnt sem áhugamönnum enda mótsstaðurinn áhugaverður og verðlaunin góð. Sá fáheyrði atburð- ur átti sér hins vegar stað í topp- baráttu mótsins að stórmeistar- inn Gaioz Nigalidze var staðinn að svindli og rekinn með skömm úr mótinu. Nigalidze er enginn venju- legur stórmeistari. Hann er ríkjandi skákmeistari Georgíu, eins sterkasta skáklands heims. Svindlið komst upp í sjöttu um- ferð mótsins þegar Nigalidze mætti armenska stórmeistaranum Tigr- an Petrosian. Þeir höfðu nokkrum mánuðum áður mæst á móti í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum. Þar hafði Nigalidze sigur í innbyrðis viðureign þeirra og grunsemdir Petr- osian vöknuðu í kjölfarið. „Hann fór óeðlilega oft á salernið,“ er haft eftir armenska stórmeistaranum. Þegar þeir mættust svo í Dúbaí hélt georgíski stórmeistarinn upp- teknum hætti og fór reglulega á sal- ernið. „Ég elti hann nokkrum sinn- um og tók eftir því að hann fór alltaf í sama klefann, þó að aðrir væru laus- ir. Ég kvartaði í kjölfarið til skákstjóra sem fóru og könnuðu málið.“ Inni á klósettinu fannst farsími, vafinn í klósettpappír, þar sem staðan í skák- inni milli Petrosian og Nigalidze blasti við á skjánum. Óumdeilt var að Georgíumaðurinn hafi látið öflugt skákforrit malla á stöðunni og í kjöl- farið var skákin dæmd töpuð á hann og honum vísað úr mótinu. Hann á yfir höfði sér langt keppnisbann. Stórmeistarar í skák þurfa yfirleitt að treysta á það að fá boð á alþjóð- leg skákmót. Yfirleitt er í boði flugfar- ið, gisting og vasapeningar sem duga eiga fyrir fæði og öðru. Það er ljóst að slík boð munu ekki hrúgast inn til Nigalidze eftir þetta atvik. Hlutfallslega fá atvik sem skemma mikið útfrá sér „Þetta er ekki í fyrsta sinn á nýliðn- um árum sem upp kemst um svindl á alþjóðlegum skákmótum,“ seg- ir Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambands Íslands. „Miðað við þann fjölda sem keppir á alþjóðlegum mótum um allan heim þá eru atvikin hlutfallslega mjög fá en þau skemma verulega út frá sér. Svo getur farið að tortryggni og taugaveiklun ráði ríkj- um þegar eftirliti er ábótavant,“ segir Gunnar. Helstu mót send beint út á netinu Skáklistin er framarlega í upplýs- ingamiðlun á netinu. Helstu mót eru send út í beinni útsendingu á netinu þar sem hver leikur í hverri skák birtist í rauntíma á vefnum. Í bakgrunninum malla svo sterkustu skáktölvur heims, sem eru yfirleitt sterkari en fremstu skákmeistarar heims, og þær upplýsa áhorfendur um hver sé besti leikurinn í hverri stöðu. Þetta skapar freistingar fyrir óprúttna aðila. Miklar öryggiskröfur á helstu mótum „Það hafa verið dæmi um það að keppendur svindli með snjallsím- um eins og gerðist í Dúbaí en einnig þekkist það að vitorðsmenn séu með í ráðum. Í raun og veru þarf slíkur aðstoðarmaður ekki að vera sleipur skákmaður, það nægir að fylgjast með beinum útsendingum og reyna svo að koma upplýsing- um til keppandans með einhverj- um hætti,“ segir Gunnar. Að hans sögn eru þó öflug gæsla á sterkustu skákmótunum auk þess sem skák- menn eru duglegir við að tilkynna um einkennilega hegðun. „Í haust fer fram Evrópumót skáklandsliða í Reykjavík sem er einn stærsti við- burður sem Skáksamband Íslands hefur staðið fyrir. Á því móti verður mikil gæsla. Símar verða bannaðar í keppnissalnum og keppendur þurfa að ganga í gegnum málmleitarhlið fyrir keppni. Einnig eru öll sam- skipti bönnuð milli keppenda og annarra á meðan viðkomandi situr að tafli.“ Gunnar hefur þó ekki miklar áhyggjur af þessari meintu ógn. „99,9% skákmanna eru strang- heiðarlegir keppnismenn en það eru alltaf örfá skemmd epli sem koma óorði á hina. Tölvur tefla öðruvísi en manneskja af holdi og blóði og því er yfirleitt nokkuð aug- ljóst ef menn eru að svindla með því að nota slíkan hugbúnað. Æru- missir þeirra sem nást innan skák- samfélagsins er slíkur að ég hef litlar áhyggjur af því að þetta verði ein- hver faraldur.“ Ungur Norðmaður staðinn að verki á Reykjavik Open Fyrir þremur árum átti sér stað athyglisvert mál á Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu sem fram fór í Hörpu. Þar voru norskir feðgar staðnir að verki við að hafa rangt við. Skákir piltsins voru ekki í beinni út- sendingu en fyrirkomulagið var á þann veg að faðirinn kom og leit á skákborðið, brá sér síðan frá og setti stöðuna inn í forrit í snjallsíma. Svo kom hann aftur að borðinu og kom upplýsingum til drengsins með ýms- um hætti. „Það fannst sími á hon- um og þar blasti við staðan sem var á borðinu hjá drengnum. Hann hélt því fram að hann hafi bara verið að fylgjast með og reyna að átta sig á hvernig skákin væri að fara. Sekt hans var hins vegar óumdeild að okkar mati og feðgarnir voru rekn- ir úr mótinu. Þeir hafa ekki sést á Ís- landi síðan. Við litum svo á að dreng- urinn, sem var barn að aldri, væri í raun fórnarlamb frekar en söku- dólgur. Hann hefur haldið áfram að tefla síðan úti um allan heim og án þess að sambærileg atvik hafi komið upp aftur. Hann er velkominn aftur til landsins til að spreyta sig en það sama gildir þó ekki um föður hans,“ sagði Gunnar að lokum. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Nigalidze Stórmeistarinn fagnaði sigri á alþjóðlegu skákmóti í Al-Ain í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í desember 2014. Hálfu ári síðar var hann gripinn glóðvolgur við svindl á virtu móti í Dúbaí. Hann á yfir höfði sér keppnisbann og skákferillinn er líklega að engu orðinn. Skjáskot frá útsendingu Chess24 Svona lítur bein útsending frá sterkustu skákmótum heims út. Leikirnir í skákinni birtast í rauntíma og síðasti leikur svarts, Kf7-g8 er merktur með blárri ör. Fjölmargar myndavélar gefa áhorfendum ýmis sjónarhorn frá mótinu og fyrir neðan er athugasemdagluggi. Neðst má svo sjá uppástungur eins sterkasta skákforrits heims, Stockfish, um þrjá bestu möguleika hvíts. Keppendur þyrftu því í raun bara snjallsíma til þess að fá þessar upplýsingar. Þess vegna er öryggisgæsla á stærstu skákmótum heims orðin mikil. Gunnar Björnsson, forseti Skák- sambands Íslands Að hans sögn koma svindlmál reglulega upp í skáksamfélaginu en þó séu atvikin hlutfallslega fá miðað við hve margir spreyti sig á alþjóðlegum skákmótum um allan heim. „Hann er velkominn aftur til landsins til að spreyta sig en það sama gildir þó ekki um föður hans. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.