Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 31
Vikublað 21.–23. apríl 2015 Menning 31 JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Leikfélag Sólheima sýnir Blíðfinn Árleg hefð að frumsýna á sumardaginn fyrsta Þ að er löngu orðin hefð að leik- félag Sólheima frumsýni nýtt verk á sumardaginn fyrsta, en leikfélagið hefur starf- að óslitið frá árinu 1931. Í ár verður leikritið Blíðfinnur sýnt, en það er byggt á tveimur fyrstu bókum Þor- valds Þorsteinssonar (1960–2013). Leikfélagið hefur áður fengist við verk Þorvaldar en árið 2013 sýndi það Skilaboðaskjóðuna. Þórný Björk Jakobsdóttir stýrir hópnum í þetta skipti og fara sýningar fram í íþróttaleikhúsinu á Sólheimum 23., 25., 26. apríl, 2. og 3. maí. Einn Sól- heimabúi, Reynir Pétur Steinunnar- son, samdi tónlistina við verkið og mun flytja hana með dyggri aðstoð, auk þess sem hann mun leika eigin tónlist fyrir sýninguna. n Mynd SolheiMar.iS Svartir kroppar og gullið glimmer svartmálaðar konur í aðalhlutverki „Ég hef verið með áður og þá fann ég einhvern auk- inn kraft og sjálfsör- yggi innra með mér í margar vikur á eftir Kitty von Sometime og hákon Sverrisson, fyrir miðri mynd Þarna sést Kitty sjálf í „búningnum“ og Hákon myndatökumaður einbeittur við skjáinn. Mynd Birta rán BjörgvinSdóttir Í dag, þriðjudaginn 21. apríl, hefst Barnamenningarhátíð í Reykjavík og stendur yfir fram á sunnudag. Hátíðin er nú haldin í fimmta sinn en markmið henn- ar er að efla menningarstarf barna og ungmenna í borginni. Opn- unarathöfn hátíðarinnar fer fram í Hörpu í hádeginu en þangað er öll- um fjórðu bekkingum í Reykjavík boðið. Um 120 viðburðir fyrir börn og ungmenni eru á dagskrá víðs vegar um Reykjavík um helgina. Flestar menningarstofnanir borgarinnar taka þátt í hátíðinni, meðal annars Listasafn Íslands, Listasafn Reykja- víkur, Árbæjarsafn, Þjóðminjasafn, Borgarbókasafn og Harpa. Mið- stöð hátíðarinnar verður í Iðnó, en þar verður starfrækt barnamenn- ingarhús undir nafninu Ævin- týrahöllin. Assitej Ísland – samtök um leik- hús fyrir unga áhorfendur efnir á sama tíma til sviðslistahátíðar, en boðið verður upp á leik- og dans- sýningar, vinnusmiðjur í samstarfi við Listaháskóla Íslands og aðra viðburði. Frítt er inn á alla viðburði á þessum hluta hátíðarinnar. Dagskrá Barnamenningarhátíð- ar má finna í heild sinni á vefsíð- unni barnamenningarhatid.is. n kristjan@dv.is Barnamenning um alla borg Barnamenningarhátíð hefst í Reykjavík 21. apríl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.