Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 3
Vikublað 21.–23. apríl 2015 Fréttir 3 Vilja sameinast um Landeyjahöfn N ý vefsíða er komin í loftið, Landeyjahofn.is, þar sem al- menningur er hvattur til að sameinast um að Landeyja- höfn verði heilsárshöfn. Teljari er á síðunni sem mælir hvenær Herjólf- ur sigldi síðast í Landeyjarhöfn og var hann á mánudag staddur í 148 dögum. „Sameinumst um að það verði fundin framtíðarlausn á sigling- um og dýpkun í höfninni sem veld- ur ekki meiri frátöfum en fyrir okk- ur var kynnt. Sameinumst um að hætta að tala um aðrar leiðir eins og nýtt skip í Þorlákshöfn, göng og annað slíkt ... Setjum fókusinn á að fá Landeyjahöfn í lag, þannig að hún verði sú heilsárshöfn sem okkur var lofað,“ segir á síðunni. Neðst á síðunni er hægt að skrá sig á slóð þar sem á stendur: „Ég vil að staðið verði við gefin loforð um Landeyjahöfn.“ n freyr@dv.is 148 dagar síðan Herjólfur sigldi í Landeyjahöfn Tekur líklega mánuð 50 kallaðir til að bera vitni í Kaupþingsmálinu A ðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi stjórnar- og starfsmönnum Kaupþings hófst í Héraðs- dómi Reykjavíkur á þriðjudag. Alls verða yfir 50 manns kallaðir til sem vitni í málinu og er áætlað að aðal- meðferð þess standi yfir til 22. maí næstkomandi. Málið er eitt það viðamesta sem sérstakur saksóknari hefur tekið til rannsóknar og ákært í. Alls eru níu manns ákærðir vegna málsins fyrir markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember til 8. október 2008. Fram kemur í kærunni að brotin séu um- fangsmikil, að þau hafi staðið yfir í langan tíma og verið þaulskipulögð. Er ákærðu gert að hafa komið í veg fyrir, eða hægt á, lækkun hlutabréfa í bankanum. Þá juku þeir seljanleika hlutabréfanna með kerfisbundn- um og stórfelldum kaupum í krafti fjárhagslegs styrks bankans. Auk þess sem bankinn lagði til mikið fé til erlendra félaga til að kaupa hluti í bankanum sjálfum. Meðal þeirra ákærðu, en það eru alls níu ákærð- ir, eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sig- urður Einarsson, fyrrverandi stjórn- arformaður bankans, og Ingólf- ur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi. n BURT MEÐ MÚSARÚLNLIÐ Ei algengasta vandamálið meðal tölvunotenda – bæði barna og fullorðinna Léir álagi af viðkvæmum sinaskeiðum úlnliðsins Minnkar og fyrirbyggir spennu í hendi, handlegg, öxlum og hálsi duopad.is Náúruleg staða með DuoPadSlæm staða handleggs Meðmæli sjúkraþjálfara léur og þægilegur ÚLNLIÐSPÚÐI aðeins 4 gr. Fæst á www.duopad.is – ‹árfesting gegn músararmi DuoPad fylgir hreyfingum handleggsins í staðinn fyrir að allur líkaminn þurfi að aðlagast stuðningi sem liggur á borðinu. 1 2 3 4 EINKENNI MÚSARÚLNLIÐS Aukinn stirðleiki í hálsi og axlasvæði, síðar seiðingur út í handlegg. Verkur upp handlegg að olnboga með vanlíðan og sársauka. Verkurinn verður ólíðandi og stöðugur í olnboga, úlnliðum og öxlum. Stífleiki í hálsi getur verið viðvarandi. Fólk getur orðið ófært um að nota tölvumús og jafnvel óvinnufært. TIL BO Ð MG5650 14.900kr. Hjá okkur færðu öll hylkin í prentarann á aðeins 3.900 Algengt verð: 19.900 Skútuvogi 1 104 Reykjavík Sími 553 4000 prentvorur.is Samþykktu allar styrk- umsóknir fyrir mistök brot á persónuverndarlögum verk en vont eftir sem áður,“ segir Ágúst. Aðspurður hvort hann óttað- ist að einhverjir myndu leita réttar síns hafði Ágúst þetta að segja: „Við erum búnir að gera hreint fyrir okk- ar dyrum. Ég á ekki von á að menn séu með sterkar forsendur til þess að sækja slíkt. Ég vil árétta að Rannís er fagleg umsýslustofnun sem hefur umsjón með mörgum rannsóknar- sjóðum. Um 5.000 umsóknir um styrki berast til okkar á hverju ári og við erum í samskiptum við alla þessa umsækjendur. Eitthvað þessu líkt hefur aldrei gerst áður og við viður- kennum það fylllilega að um slæm mistök sé að ræða,“ segir Ágúst. „Ólíklegt að umsækjendur geti byggt beinan rétt á þessu“ Að sögn Trausta Fannars Valsson- ar, lektors í stjórnsýslurétti við Há- skóla Íslands, er það vissulega rétt að almenna línan sé sú að tekin hafi verið bindandi ákvörðun. Stjórnvald geti hins vegar afturkallað ákvörðun að eigin frumkvæði, samanber 25. grein stjórnsýslulaganna, annars vegar ef ákvörðunin er ekki til tjóns og hins vegar ef hún er ógildan- leg. „Það er í raun engin ein lína þar varðandi mögulega ógildingu, heldur er þetta alltaf hagsmunamat. Miðað við hvernig þessu er lýst þá tel ég ólíklegt að umsækjendur geti byggt beinan rétt á þessu. Ákvarð- anirnar eru þess eðlis að ég myndi ætla að annaðhvort væru þær ógild- anlegar eða hægt sé að byggja á ólögfestum reglum um afturköllun. Það hvort að umdeilanlegt sé hvort Rannís sé hið eiginlega stjórnvald eða bara umsýsluaðili getur styrkt það að ákvörðunin sé ógildanleg,“ segir Trausti Fannar. n Stjórnsýslulögin – greinarnar sem um ræðir 20. gr. Birting ákvörðunar og leiðbeiningar. Eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun skal hún tilkynnt aðila máls nema það sé aug- ljóslega óþarft. Ákvörðun er bindandi eftir að hún er komin til aðila. 23. gr. Breyting og leiðrétting. Stjórnvald getur breytt ákvörðun sinni þar til hún hefur verið tilkynnt aðila máls. Eftir að aðila hefur verið tilkynnt um ákvörðun er stjórnvaldi heimilt að leiðrétta ber- sýnilegar villur í henni, enda tilkynni stjórnvaldið aðila um leiðréttinguna án tafar og láti þeim sem fengið hefur endurrit af ákvörðuninni nýtt endurrit í té. 25. gr. Afturköllun. Stjórnvald getur afturkallað ákvörðun sína að eigin frumkvæði, sem tilkynnt hefur verið aðila máls, þegar: 1. það er ekki til tjóns fyrir aðila, eða 2. ákvörðun er ógildanleg. Höfuðstöðvar Rannís Um 5.000 umsóknir um styrki berast stofnuninni árlega og eitthvað þessu líkt hefur aldrei gerst áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.