Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.2015, Blaðsíða 25
Vikublað 21.–23. apríl 2015 Sport 25
dk Viðskiptahugbúnaður
- Þróaður fyrir íslenskar aðstæður
- Öruggur, einfaldur í notkun og veitir
góða yfirsýn yfir rekstur fyrirtækisins
- Yfir 5.000 fyrirtæki á Íslandi nýta sér
þjónustu okkar
dk POS afgreiðslukerfið
- Hraðvirkt og einfalt í notkun
- Eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðnum í dag
- Yfir 900 afgreiðslukerfi um land allt
dk Vistun
- Heildarlausn í hýsingu forrita og gagna
- Örugg vistun og framúrskarandi þjónusta
dk hugbúnaður
Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Sími: 510 5800
www.dk.is
Íslenskur hugbúnaður í 16 ár
Veldu íslenskan
hugbúnað
og
Smáratorgi · Korputorgi
HUNDAFÓÐUR
FÆST HJÁ OKKUR
Milan í hendur nýs eiganda
F
lest bendir til þess að ítalska
stórliðið AC Milan komist í
hendur nýs eiganda á næstu
dögum. Taílenski fjárfestirinn
Bee Taechaubol lét hafa eftir sér í við-
tali við ítalska blaðið La Republicca á
mánudag að hann reiknaði með að
kaupa hlut Silvios Berlusconi, fyrr-
verandi forsætisráðherra Ítalíu, í fé-
laginu. Berlusconi er meirihlutaeig-
andi félagsins.
Kaupin hafa legið í loftinu í
nokkurn tíma en viðræður um
kaup taílenska fjárfestisins hófust
í október síðastliðnum. Viðræður
hafa átt sér stað undanfarna mánuði
og nú virðist loks vera komin hreyf-
ing á málið og segist Taechaubol
reikna með að kaupin verði frá-
gengin um næstu helgi.
Milan-liðið hefur átt í töluverðu
basli undanfarin ár og þurft að selja
marga af sínum bestu leikmönnum
vegna fjárhagserfiðleika. Liðið er sem
stendur í 9. sæti ítölsku deildarinnar
og virðist margt þurfa að breytast til að
liðið komist í fremstu röð liða í Evrópu
á nýjan leik. AC Milan er eitt sigur-
sælasta lið evrópskrar knattspyrnu
en liðið vann síðast Meistaradeild
Evrópu árið 2007. Þá hefur liðið hamp-
að ítalska meistaratitlinum átján sinn-
um. n einar@dv.is
Stuðningsmenn vonast eftir betri tímum eftir mögur ár
Selur sinn hlut Taílenski fjárfestirinn
reiknar með að ganga frá kaupum á hlut
Berlusconis um næstu helgi.
S
teven Gerrard þótti niðurlútur
á skemmtistað sem hann sótti
eftir að hafa fallið úr leik með
liðinu sínu, Liverpool, í FA Cup
á sunnudaginn. Með því tapi runnu
út í sandinn vonir fyrirliðans um að
vinna einn titil til með félaginu áður
en hann kveður. Að tímabilinu loknu
hverfur hann á braut og flýgur vest-
ur yfir haf, til að spila í NLS-deildinni.
Sex bikarar
Gerrard hefur spilað með Liverpool
allan sinn feril, eða frá árinu 1998.
Hann var óumdeilanlega, þegar hann
var upp á sitt besta, einhver besti leik-
maður sinnar kynslóðar. Fyrir félagið
hefur hann spilað 704 keppnisleiki og
skorað í þeim 183 mörk.
Með félaginu hefur hann unnið
sex bikara sem eitthvað kveður að. Í
tvígang hefur hann unnið FA Cup, í
önnur tvö skipti deildarbikarinn auk
þess að vinna bæði Evrópudeildina
og, hápunkturinn, Meistaradeild
Evrópu 2005.
Súr kveðjustund
Tapið gegn Aston Villa á sunnu-
dag var líklega sérstaklega súrt fyrir
Gerrard, en úrslitaleikurinn, gegn
Arsenal, hefði verið kveðjuleikur
hans fyrir félagið auk þess sem hann
fer fram á afmælisdag leikmanns-
ins. Þess í stað verður síðasti leikur
Gerrards þýðingarlaus útileikur gegn
Stoke. Síðasti heimaleikurinn verður
gegn Crystal Palace, liðinu sem gerði
endanlega út um titilvonir Liverpool
í fyrra. Stuðningsmenn munu klappa
vel og lengi fyrir leikmanninum og
framlag hans til félagsins, en það
verður seint sagt að um verði að ræða
kveðjustundina sem leikmaður með
hans feril hefði vonast eftir.
Hér fyrir neðan er „dauðastríð“
Gerrards rakið - en á síðastliðnu ári
hefur hvert áfallið rekið annað. n
Stevens Gerrard
Hvert áfallið hefur rekið annað og óspennandi lokaleikur
Á lokametrunum
Steven Gerrard kveð-
ur með ómerkilegum
útileik gegn Stoke.
Mynd ReuteRS
27. apríl 2014 Fyrsti Englandsmeist-
aratitillinn virðist handan við hornið þegar
Chelsea mætir á Anfield. Liverpool er með
pálmann í höndunum þegar Gerrard skrikar
fótur sem aftasti maður, undir blálok fyrri
hálfleiks, og gefur þannig fyrsta mark leiks-
ins. Liverpool tapar leiknum og City settist í
bílstjórasætið í baráttunni um titilinn.
5. maí 2014
Liverpool missir
niður 3-0 forskot gegn
Crystal Palace og
gerir þannig titilvonir
Liverpool að engu.
19. júní 2014
Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á HM
gegn Ítalíu mætir England Úrúgvæ. Liðin eru
jöfn þar til Gerrard missir boltann, sem leiðir
til þess að Luis Suarez skorar sigurmarkið.
England vann ekki leik á mótinu.
4. nómember 2014
Gerrard er tekinn út úr liðinu
og settur á bekkinn gegn Real
Madrid í Meistaradeildinni.
Leikurinn tapast 1-0.
9. desember
2014
Fyrirliðinn skorar en
Liverpool fellur úr leik
í Meistaradeildinni
eftir 1-1 jafntefli gegn
Basel. Fimm stig var
niðurstaðan úr sex
leikjum. Meistara-
deildardraumurinn er
úr sögunni.
27. janúar 2015
Liverpool fellur úr leik í
undanúrslitum deildarbik-
arsins eftir að hafa tapað
gegn Chelsea í framlengingu
á Stamford Bridge.
26. febrúar 2015
Liverpool mætir Besiktas í
Evrópudeildinni og Gerrard
er fjarri góðu gamni vegna
meiðsla. Viðureignin tapast í
vítaspyrnukeppni.
22. mars 2015
Vonir um að Liverpool
tryggi sér sæti í meist-
aradeildinni á næsta
tímabili fjarlægjast
þegar liðið tapar
2-0 fyrir Manchester
United. Gerrard byrjar
á bekknum en kemur
inn á sem varamaður.
38 sekúndum síðar fær
hann rautt spjald.
19. apríl 2015
Liverpool tapar fyrir Aston Villa í
undanúrslitum FA Cup. Draumurinn
um bikar í lokaleik Steven Gerrards, á
afmælisdaginn hans, rennur út í sand-
inn. Liverpool vinnur engan titil í ár.
„Dauðastríð“
Erfiðir 12 mánuðir