Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 4
4 Fréttir B reytingar urðu á eignarhaldi Orku Energy í maí síðastliðnum og nöfnum íslenskra dóttur- félaga þess var í kjölfarið breytt. Nafnið Orka Energy verð- ur áfram í eigu fyrrverandi hlut- hafa orkufyrirtækisins en dótturfé- lögin heita nú Arctic Green Energy Corporation ehf. (AGEC) og Arctic Green Energy Corporation China ehf. (AGEC China). Fjölmiðlaum- fjöllun um tengsl fyrirtækisins við Illuga Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ástæða þess að farið var í nafna- breytingarnar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Harðar Harðarsonar, fram- kvæmdastjóra AGEC og AGEC China, við fyrirspurn DV. Í svarinu kemur ekki fram hvaða breytingar urðu á eignarhaldinu en að frek- ari upplýsingar muni liggja fyr- ir þegar ný og uppfærð heima- síða AGEC verði opnuð í næstu viku. Samkvæmt gögnum sem DV hefur undir höndum tók Hörð- ur við framkvæmdastjórastöðum AGEC og AGEC China, af Eiríki Bragasyni, forstjóra Orku Energy Singapore, í maí. Hæstaréttarlög- maðurinn Jóhannes Sigurðsson, starfsmaður lögmannsstofunnar Fjeldsted & Blöndal, tók þá einnig stjórnarsæti Eiríks í félögunum tveimur. Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og starfsmaður fyrirtækjaráðgjaf- ar MP banka, fór þá einnig inn í stjórn AGEC China. Ekki í eigendahópnum Jóhannes segir í samtali við DV að hann og Guðmundur séu ekki hluti af nýja eigendahópnum. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Guð- mund við vinnslu fréttarinnar. Orka Energy var áður í eigu inn- lendra og erlendra fjárfesta, þar á meðal Hauks Harðarsonar, stofn- anda Orku Energy, núverandi stjórnarformanns AGEC og AGEC China og eldri bróður Harðar, og Orku Energy Pte Ltd., félags með skráð heimilisfesti í Singapúr. Tilkynningu um nafnabreytingu AGEC var skilað inn til Ríkisskatt- stjóra 18. maí síðastliðinn. Rúmri viku síðar gekk Eiríkur út úr stjórn- um félaganna tveggja en Jóhann- es, Guðmundur og Fanglu Wang, framkvæmdastjóri kínverska fjár- festingarsjóðsins CITIC Capital, tóku sæti í stjórn AGEC China. Félagið hét áður Orka Energy China, þar áður Enex-Kína, og var til ársins 2011 í eigu Orku- veitu Reykjavíkur og Geysis Green Energy. Kaupverðið var ekki gef- ið upp en vefmiðillinn Kjarninn greindi í apríl frá því að það hefði numið 1,6 milljörðum króna mið- að við það verð sem Orkuveitan fékk fyrir tæplega fimmtungshlut sinn. Samkvæmt síðasta ársreikn- ingi félagsins hagnaðist það um 476 milljónir króna árið 2013 en eignir þess námu þá 4,3 milljörð- um. Leigir íbúðina af Hauki Orka Energy sérhæfir sig í upp- byggingu og rekstri á hitaveitum og jarðhitavirkjunum í Asíu og þá aðal- lega í Kína og á Filippseyjum. Sam- skipti Illuga og Orku Energy komust í hámæli í apríl síðastliðnum eft- ir að fjölmiðlar greindu frá þátttöku nokkurra fulltrúa fyrirtækisins í op- inberri heimsókn menntamálaráð- herrans til Kína. Illugi sagðist í kjölfarið engra fjár- hagslegra hagsmuna eiga að gæta í tengslum við starfsemi orkufyrir- tækisins en benti á að hann hefði starfað fyrir það eftir að hann vék af þingi í apríl 2010. Tveimur vikum síðar, í lok apríl, bað aðstoðarmaður Illuga fréttastofu RÚV um viðtal þar sem ráðherrann greindi frá því að hann hefði selt Hauki íbúð sína við Ránargötu vegna fjárhagserfiðleika. Fjölmiðillinn Stundin sagði síðar frá því að Illugi hefði selt íbúðina, sem hann leigir nú af Hauki, eftir að hann var skipaður menntamálaráðherra. DV hafði rúmri viku áður spurt Illuga um tengsl hans við Hauk. Í svari sem barst 20. apríl sagðist Illugi hafa kynnst stjórnendum fyrirtækis- ins eftir að hann tók að sér verkefni fyrir Orku Energy í Singapúr. Upp- lýsti hann þá ekki um kaup Hauks á íbúðinni við Ránargötu né leigu- samninginn sem þeir gerðu með sér. Stundin hefur síðan þá fullyrt að Ill- ugi hafi fengið tíu milljóna króna lán frá félaginu árið 2011 en Illugi hefur ekki veitt frekari viðtöl um málið. Ill- ugi hefur ávallt fullyrt að hann hafi hætt störfum fyrir Orku Energy eftir að hann settist aftur á þing í lok árs 2011 og ítrekað hafnað því að um óeðlileg hagsmunatengsl hans við fyrirtækið sé að ræða. n Helgarblað 12.–15. júní 2015 Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík / Hús Blindrafélagsins / Sími 552-2002 Sama veRð í 7áR! Þunnar og þægilegar daglinsur 2500 kr. n Breytingarnar gengu í gegn í maí n Fjölmiðlaumfjöllun um tengsl við Illuga „ekki ástæðan“ Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Menntamálaráðherra llugi Gunnars- son hefur sagt að hann hafi hætt að vinna fyrir Orku Energy eftir að hann settist aftur á þing síðla árs 2011. Mynd SiGtryGGur Ari Nýir eigendur breyta nafni Orku Energy inn í stjórnina Guðmundur Ólason, fyrr- verandi forstjóri Milestone og starfsmaður hjá fyrirtækjaráðgjöf MP banka, fór inn í stjórn Arctic Green Energy Corporation China ehf., áður Orka Energy China, í byrjun maí. Stjórnarformaðurinn Haukur Harðarson, stofnandi Orku Energy og stjórnarformaður AGEC, keypti íbúð Illuga Gunnarssonar við Ránargötu eftir að menntamálaráðherrann lenti í fjárhagserf- iðleikum. Íslendingar gefa mest til UNICEF Fleiri heimsforeldrar og hæsta hlutfall framlaga í heiminum H vergi í heiminum gaf almenn- ingur meira til landsnefndar UNICEF, Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, en hér á landi í fyrra. Framlagið sem safnað- ist á Íslandi til baráttu UNICEF nem- ur 1.600 íslenskum krónum á hvern landsmann. Kom þetta fram á árs- fundi UNICEF á Íslandi sem lauk í vikunni. Bergsteinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, fór yfir aðrar tölur frá árinu 2014 á fund- inum. Í máli hans kom meðal annars fram að heimsforeldrum hafi fjölg- að um 18,5% á milli ára og í lok árs hefðu þeir verið orðnir 26.000 tals- ins. Mánaðarleg gjöf heimsforeldra gerir UNICEF kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand brýst út, vera áfram til staðar fyrir börn eftir að kastljós fjölmiðla bein- ist að öðru og sinna hjálparstarfi á svæðum sem enga fjölmiðlaathygli fá, skipuleggja hjálparstarf til lengri tíma litið og beita sér á heimsvísu. Enn fremur greindi Bergsteinn frá því að árið 2014 hafi 36,5 milljónir króna safnast frá almenningi og fyr- irtækjum í sérstökum neyðarsöfnun- um á vegum UNICEF á Íslandi. n birna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.