Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 2
Helgarblað 12.–15. júní 20152 Fréttir Lífrænt Valið besta heilsuefnið Fæst í apótekum, Hagkaup, Krónunni, Grænni heilsu, Heilsuhúsinu og Fjarðarkaup. www.thebeautyshortlist.com Best Health Supplement - Overall Wellbeing Hreinsar líkamann, bætir andadrátt og líkamslykt, fegrar og frískar húðina Bætir meltingu, gerir líkamann basískan, kemur á réttu pH gildi Yr 100 lífræn næringarefni sem gefa orku, einbeitingu og vellíðan Spirulina, Chlorella & Barleygrass Lifestream framkvæmir þrefaldar næringarprófanir; við uppskeru, eftir framleiðslu og að lokum með vottun frá óháðri prófunarstofu. Dagleg græn upplyfting. Heilnæmt fæði, hámarks upptaka og nýting á næringarefnum. 120 hylki. Getur ekki ekið göngin í sólskini Kristján Jóhannesson þarf að aka Hvalfjörðinn ef birtan er of mikil úti K ristján Jóhannesson, 64 ára Garðbæingur, getur ekki ekið í gegnum Hvalfjarðargöngin þegar mikil birta er úti. Ástæðan fyrir því, að hans sögn, eru augasteinaskipti sem hann gekkst undir. „Ef það er sólskin þá get ég ekki keyrt göngin,“ segir Kristján, sem telur að flestir sem hafa gengist undir augasteinaskipti glími við sama vandamál. Augasteinninn sé svo lengi að aðlagast snöggri birtuskerðingu. Engu máli skipti þótt hann noti sól- gleraugu. Það geri bara illt verra. Ekur Hvalfjörðinn í staðinn Í staðinn fyrir að keyra göngin hef- ur Kristján þurft að aka Hvalfjörðinn, sem tekur að sjálfsögðu mun lengri tíma. „Mér finnst það leiðinlegt en annars er Hvalfjörðurinn skemmti- legur að mörgu leyti.“ Malbikið gleypir ljósið Spurður nánar út í vandræðin sem hann lendir í þegar hann ætlar að aka um Hvalfjarðargöngin segir hann: „Ég sé nánast ekkert fyrr en eftir smá- stund. Svarta malbikið gleypir síðan mikið af ljósinu þannig að lýsingin nýtist ekki. Það þyrfti að vera bíla- stæði fyrir innan göngin þar sem maður gæti lagt og jafnað sig áður en maður héldi áfram,“ segir hann. „Þetta er ekki gott fyrir sjónskerta.“ Kristján segist hafa rætt við starfs- mann Spalar um hvort ekki væri hægt að malbika göngin með ljósara efni og jafnvel mála veggina hvíta en fátt var um svör. Lýsingin þrefalt meiri en 2007 Marinó Tryggvason, öryggisfulltrúi Spalar, segist ekki hafa fengið neinar kvartanir varðandi lýsinguna. Búið sé að þrefalda lýsinguna í Hval- fjarðargöngunum frá árinu 2007, sem hafi kostað tugi milljóna króna. Ástæðan sé staðlar sem Evrópu- sambandið gefur út sem þarf að vinna eftir. Eitt þúsund ljós í göngunum „Við vorum á undan kvörtununum. Reglugerðirnar hafa breyst hratt og við höfum fylgt þeim. Árið 2007 byrjuðum við að taka þetta inn og lukum við þetta 2012,“ segir Marinó og bætir við að lýsingin sé í raun enn betri en staðlarnir kveði á um. Í dag eru ljósin tæplega eitt þúsund tals- ins. Mikil vinna fari í að halda þeim hreinum og skipta um perur. „Það þarf að þurrka af öllum lömpum nokkrum sinnum á ári og skipta um perur þegar bilar. Það er heilmikið mál að fara yfir öll ljósin.“ Lýsingin aldrei talin slæm Marinó segir að mjög mikill mun- ur sé á lýsingunni eftir þessar breytingar. „Þegar þú kemur inn í göngin, sama hvorum megin þú ert, kemurðu inn í mikla lýsingu. Svo fjarar hún út en eykst þegar þú kemur út svo að birtujöfnunin verði betri.“ Hann segir að lýsingin hafi aldrei verið talin slæm í göngunum og að öll skilyrði hafi verið uppfyllt þegar þau voru opnuð árið 1998. Fylgt hafi verið norskum reglum sem þá voru í gildi. Hvítir veggir ekki möguleiki Spurður hvort komið hafi til greina að mála veggina hvíta segir hann að ýmislegt hafi verið rætt, meðal annars það. „Ég held að það hafi verið sameiginleg niðurstaða að gera það ekki. Það hefði verið erfitt í framkvæmd að viðhalda litn- um. Það hefði allt orðið dökkt eða skítugt strax.“ n Rökkursjónin versnar með aldrinum Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum, segir að augasteinsaðgerðir hafi ekki þessi áhrif á sjónina sem Kristján talar um. „Þvert á móti tekur fólk eftir því að það birtir til eftir augasteinsaðgerðir. En fólk er mis- jafnt og augun misjöfn. Þessar aðgerðir ganga oftast vel en ekki alltaf. Það er margt sem getur komið þar til,“ segir Einar. „Hins vegar er það svo að rökkursjónin hjá okkur versnar með aldrinum. Eftir því sem við verðum eldri sjáum við verr í myrkri.“ Fyrir utan göngin Kristján Jóhannesson segir göngin henta illa þeim sem eru sjónskertir.„Það þyrfti að vera bílastæði fyrir inn- an göngin þar sem mað- ur gæti lagt og jafnað sig áður en maður héldi áfram. Freyr Bjarnason freyr@dv.is Þriggja daga samfélagshátíð Almenningur og stjórnmálamenn ræða saman E ygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, setti Fund fólksins á útisvæðinu við Norræna húsið í gær. Um er að ræða líflega þriggja daga hátíð í Nor- ræna húsinu og næsta nágrenni dag- ana 11.–13. júní. Fjölmörg félagasam- tök verða með starfsemi alla hátíðina og eru um 200 viðburðir á dagskrá. „Tilgangurinn er að gefa fólkinu í landinu og stjórnmálamönnum tækifæri til að hittast og skapa þar með öðruvísi umræðuvettvang. Þetta er tækifæri fyrir hagsmunasamtök og stjórnmálaflokk til þess að kynna sínar hugsjónir með því að halda fundi og viðburði,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningarstjóri Norræna hússins. „Fundurinn er haldinn að norrænni fyrirmynd. Sömu helgi fer fram árlegur slíkur fundur á Borg- undarhólmi í Danmörku en þar eru 3.000 viðburðir á dagskrá,“ segir Ilm- ur. „Þetta er afslappaðri vettvangur og við hvetjum fólk til að standa upp frá lyklaborðinu, mæta á staðinn og hitta fólk augliti til auglitis. Þá vill umræð- an verða hófstilltari, kurteislegri. Við erum að vona að hér skapist ný hefð sem hafi jákvæð áhrif á samfélagið og samfélagsumræðu og að allir eigi er- indi,“ segir Ilmur Dögg að lokum. n bjornth@dv.is Ungmenni fengu ekki að kaupa vín Ekkert ungmenni á aldrinum 17 og 18 ára fékk afgreiðslu í Vínbúð- um í Grindavík og Reykjanesbæ og öll voru þau spurð um skilríki. Þetta er niðurstaða könnunar sem Samsuð (samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) gerði undanfarn- ar fimm vikur. Aldurstakmark til að kaupa áfengi í Vínbúðunum er 20 ár. Væntanlegar eru niðurstöður um sölu sígarettna og munntóbaks í þessari viku en nýverið voru nemendur í 9. bekk fengnir til að kanna hvort þeir fengju að kaupa slíkan varning. Niðurstöður úr þeirri könnun er áhyggjuefni að því er kemur fram á vef Grinda- víkurbæjar. 500 spjaldtölv- ur afhentar Kópavogsbær afhenti 500 spjald- tölvur til kennara í grunnskólum bæjarins í gær. Í byrjun næsta skólaárs verða fyrstu nemendatækin afhent og þegar innleiðingu lýkur, haustið 2016, munu allir nemendur á mið- og unglingastigi í grunnskól- um Kópavogs hafa spjaldtölvur til afnota. Með spjaldtölvuvæðingu skólanna opnast fjölmörg ný tækifæri í námi og kennslu en meðal markmiða í spjaldtölvuvæðingu skólanna er aukin einstaklingsmiðun og fjölbreytni náms og kennslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.