Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 44
Helgarblað 12.–15. júní 201536 Sport Helming liðsins skortir leikform n Strákarnir okkar almennt í góðu standi n Nokkrir hafa þó ekki spilað í fjórar til sex vikur H elming leikmannanna í líklegu byrjunarliði Íslands gegn Tékklandi skortir leikform, samkvæmt mati DV. Þeir leikmenn sem leika á meginlandi Evrópu eða á Bretlandseyjum hafa fæstir spil- að leik síðan snemma í maí, eða í fjórar til sex vikur. Álitamál er hvort hvíldin sé kærkomin eða óþarflega löng, þegar horft er til leikforms. Þeirri spurningu geta þeir sjálfir svarað á vellinum í dag, föstudag. Almennt er standið á hópn- um heilt yfir mjög gott og aðeins einn leikmaður, Ari Freyr Skúla- son, glímir við smávægileg meiðsli. Aðrir eru heilir. Til samanburð- ar mun einn skæðasti sóknar- maðurinn í tékkneska liðinu, Dav- id Lafata, verða fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Það eru góðar frétt- ir eru að leikmennirnir í íslenska landsliðinu sem spila á Norður- löndunum eru allir í góðri leikæf- ingu. Þegar síðasti landsleikur fór fram var norska deildin í fríi og sú danska nýlega hafin, svo dæmi séu tekin. Á heildina litið eru lands- liðsmennirnir, sem voru í byrjun- arliðinu í síðasta leik, í góðu formi og jafnvel úthvíldir. Hér eru þeir leikmenn sem líklegt er að spili í dag; byrjunarliðið frá síðasta leik við Tékka og þeir þrír leikmenn sem byrjuðu síðasta landsleik, gegn Kasakstan. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Birkir Már Sævarsson Félag: Hammerby, Svíþjóð Fæðingarár: 1984 Mínútur frá síðasta landsleik: 1.080 Spilaði síðast 90 mínútur: 7. júní Niðurstaða: Í formi Birkir hefur frá því síðasti keppnislandsleikur fór fram spilað 12 heila leiki í efstu deild í Svíþjóð. Hann hefur spilað alla leikina. Birkir kom inn í landsliðið í leiknum gegn Kasakstan í fjarveru Theódórs Elmars, sem var meiddur. Hann er líklegur til að halda stöðu sinni. Jóhann Berg Guðmundsson Félag: Charlton, Englandi Fæðingarár: 1990 Mínútur frá síðasta landsleik: 540 Spilaði síðast 90 mínútur: 2. maí Niðurstaða: Skortir leikform Jóhann Berg spilaði sex af þeim sjö leikjum sem Charlton lék frá síðasta landsleik. Aftur á móti hefur hann ekki spilað leik í sex vikur þegar flautað verður til leiks í Laugardalnum. Jóhann verður líklega í byrjunarliðinu en gæti verið í betra leikformi. Eiður Smári Guðjohnsen Félag: Bolton, Englandi Fæðingarár: 1978 Mínútur frá síðasta landsleik: 288 Spilaði síðast 90 mínútur: Fyrir löngu síðan Niðurstaða: Skortir leikform Eiður hefur ekki spilað 90 mínútur frá síðasta landsleik. Hann hefur aftur á móti í þrígang spilað lungann úr leikjum Bolton. Hann hefur komið við sögu í sex leikjum og spilað að jafnaði einn hálfleik. Eiður hefur æft vestanhafs undanfarið og ber sig vel. Emil Hallfreðsson Félag: Verona, Ítalíu Fæðingarár: 1984 Mínútur frá síðasta landsleik: 432 Spilaði síðast 90 mínútur: 30. maí Emil ætti að vera í fínu formi. Hann hefur spilað sex leiki frá síðasta landsleik og hefur fengið nokkurra daga hvíld. Ekki víst að hann byrji inn á. Jón Daði Böðvarsson Félag: Viking, Noregi Fæðingarár: 1992 Mínútur frá síðasta landsleik: 625 Spilaði síðast 90 mínútur: 7. júní Jón Daði hefur komið við sögu í 13 leikjum með Viking frá leiknum við Kasaka og hefur skorað í þeim fjögur mörk. Er í fínu leikformi. Gylfi Þór Sigurðsson Félag: Swansea, Englandi Fæðingarár: 1989 Mínútur frá síðasta landsleik: 615 Spilaði síðast 90 mínútur: 17. maí Gylfi spilaði síðasta leikinn í ensku úrvalsdeildinni sem fór fram 17. maí – gegn Manchester City. Þar skoraði hann mark. Hann hefur fengið kærkomna hvíld í nokkrar vikur – eftir að hafa spilað nánast hvern einasta leik í vetur. Smá spurning er hvort hvíldin sé of löng. Kolbeinn Sigþórsson Félag: Ajax, Hollandi Fæðingarár: 1990 Mín. frá síðasta landsleik: 275 Spilaði síðast 90 mín.: 11. apríl Langt er síðan Kolbeinn spilaði síðast heilan leik. Hann hefur frá síðasta landsleik tekið þátt í fimm leikjum, þar af þremur í byrjunarliði. Í þessum fimm leikjum skoraði hann tvö mörk. Ljóst má vera að Kolbeinn gæti verið í betra leik- formi – en hann er þó alltaf líklegur til að skora. Kári Árnason Félag: Rotherham, Englandi Fæðingarár: 1982 Mínútur frá síðasta landsleik: 519 Spilaði síðast 90 mínútur: 2. maí Rúmur mánuður er síðan Kári lék síðasta keppnisleikinn í Champ- ionship-deildinni. Hann hefur spilað sex leiki frá því flautað var af í Kasakstan. Í fimm þeirra spilaði hann 90 mínútur. Ef til vill er mánaðarhvíld kærkomin eftir langt og strangt tímabil. Aron Einar Gunnarsson Félag: Cardiff City, Englandi Fæðingarár: 1989 Mínútur frá síðasta landsleik: 606 Spilaði síðast 90 mínútur: 2. maí Aron Einar hefur eins og Kári fengið kærkomna hvíld eftir að ensku deildarkeppninni lauk. Hann lék 48 leiki í vetur og var því undir nokkru álagi. Hann hefur ekki leikið keppnisleik síðan 2. maí en óvíst er að það komi að sök. Hannes Þ. Halldórsson Félag: Sandnes Ulf, Noregi Fæðingarár: 1984 Mínútur frá síðasta landsleik: 900 Spilaði síðast 90 mínútur: 7. júní Norska deildarkeppnin er í fullum gangi og Hannes er fastamaður í byrjunarliði Sandnes Ulf í næstefstu deild Noregs. Fyrir síðasta leik var leikformi markvarðarins ábótavant en það kom ekki að sök því Ísland hélt hreinu. Birkir Bjarnason Félag: Pescara, Ítalíu Fæðingarár: 1988 Mínútur frá síðasta landsleik: 1.035 Spilaði síðast 90 mínútur: 5. júní Birkir er í toppformi. Hann hefur spilað 12 leiki frá síðasta landsleik og verið í stóru hlutverki hjá Pescara í Seria B. Í þessum leikjum hefur hann skorað sex mörk. Hann fórnaði úrslitaleik gegn Bologna til að spila með landsliðinu. Ari Freyr Skúlason Félag: OB, Danmörku Fæðingarár: 1987 Mínútur frá síðasta landsleik: 760 Spilaði síðast 90 mínútur: 7. júní Ari Freyr fór meiddur af velli í síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur sagst vera á batavegi og er bjartsýnn á að verða leikfær. Ari hefur verið fastamaður í liði OB á leiktíðinni en er sjálfur ekki nógu ánægður með spilamennskuna. Theódór Elmar Bjarnason Félag: AGF, Danmörku Fæðingarár: 1987 Mínútur frá síðasta leik: 881 Spilaði síðast 90 mín.: 31. maí Theódór er byrjunarliðsmaður í liði Randers í Danmörku og hefur spilað næstum 10 heila leiki frá síðasta landsleik. Gæti misst sæti sitt til Birkis Más. Ragnar Sigurðsson Félag: Krosnodar, Rússlandi Fæðingarár: 1986 Mínútur frá síðasta landsleik: 720 Spilaði síðast 90 mínútur: 30. maí Niðurstaða: Í formi Ragnar er fastamaður í liði Krasnodar, sem er í toppslagnum í Rússlandi. Liðið hafnaði í þriðja sæti í deildinni í vetur, jafnt CSKA Moskvu að stigum. Deildinni er nýlokið og hefur Ragnar fengið tveggja vikna hvíld þegar flautað verður til leiks í Laugardalnum. Í formi Í formi Í formi Tæpur Skortir Leikform Skortir Leikform Skortir Leikform Skortir LeikformÍ fo rmi Í formi Í formi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.