Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 14
Helgarblað 12.–15. júní 201514 Fréttir É g fann það strax að þetta var ekki gott nám,“ segir Grét­ ar Guðbjörnsson, sem lauk námi í Háskólagátt Bifrastar á tveimur árum en fékk svo ekki inngöngu í Háskóla Íslands eins og hugur hans stefndi að. Hann segir að skólayfirvöld hafi margítrekað við sig að gráðan ætti að duga til þess að hann fengi inngöngu í HÍ. Forstöðumaður Háskólagáttarinnar segist telja að stofnunin upplýsi nemendur um hvaða réttindi námið veitir og hafi alltaf gert. DV fjallaði um sam­ bærilegt mál árið 2013. „Ég fann það strax að þetta var ekki gott nám“ „Ég taldi að um sambærilegt nám væri að ræða og Háskólagáttin á Bifröst var með hagstæðasta verðið,“ segir Grétar Guðbjörns­ son um af hverju hann hafi val­ ið Bifröst fram yfir aðra valkosti eins og Frumgreinanám hjá HR og Háskólabrú Keilis. „Þetta var illa skipulagt og mér fannst skorta á fagmennsku. Til dæmis fór ég í lokapróf í stærðfræði þar sem ég mátti hafa öll gögnin með, bæk­ ur, glósur, reiknuð lokapróf og að­ gang að interneti. Þetta var því eiginlega próf í copy/paste,“ sagði Grétar. Að lokinni fyrstu önninni reyndi hann að skipta yfir í HR en var of seinn til og ákvað því að klára námið. „Það var aðallega af því að ég taldi að með þetta próf­ skírteini í vasanum kæmist ég inn í HÍ. Það var alltaf markmið­ ið og það var margítrekað við mig þegar ég var að leita mér upplýs­ inga um námið að gráðan myndi opna dyrnar að HÍ,“ segir Grétar. Það reyndust vera falsvonir. „Mér var synjað um inngöngu og ein­ faldlega bent á Frumgreinanám­ ið hjá HR. Það var talsvert sjokk en ég ákvað einfaldlega að bíta í skjaldarrendur og skrá mig í það nám,“ segir Grétar. Þegar hér var komið sögu skuldaði hann 1,6 milljónir í námslán og með gagns­ laust prófskírteini í vasanum. Himinn og haf milli HR og Bifrastar „Ég get ekki líkt náminu við HR og Bifröst saman. Það er einfald­ lega himinn og haf þar á milli,“ segir Grétar. Hann setti kraft í námið, útskrifaðist núna í vor og ákvað að hann væri búinn að fá nóg af íslensku menntakerfi í bili. „Þetta er einfaldlega reiknidæmi sem gengur ekki upp. Í dag sit ég uppi með 3 milljóna króna skuld hjá LÍN og þarf að velja mér há­ skólanám. Ef ég ætla að taka það hérlendis þá fæ ég 130 þúsund á mánuði í lán frá LÍN og meirihluti af þeirri upphæð fer í húsnæð­ iskostnað. Ef ég klára háskóla­ nám hér get ég gert ráð fyrir því að skulda 14–16 milljónir. Ef mér endist ævin til þess að greiða lán­ ið upp þá má ég búast við því að hafa greitt 65–80 milljónir til baka. Íslendingar fá greitt fyrir nám í Danmörku Grétar hefur því sótt um háskóla­ nám í Danmörku og hyggst flytja út núna í júlí. „Þar fá Íslendingar svokallaðan SU­styrk til háskóla­ náms en ekki lán. Hver náms­ maður fær 5.000 danskar krón­ ur á mánuði til framfærslu en á móti er sú krafa að viðkomandi leggi til dansks samfélags með því að vinna launaða vinnu í 10– 12 klukkustundir á viku. Fyrir utan áðurnefndan styrk fær mað­ ur því launin ofan á hann og því er allt annað umhverfi sem nem­ endur í Danmörku búa við held­ ur en nemendur hérlendis. Í raun og veru vita allt of fáir íslenskir nemendur af þessum SU­styrk,“ segir Grétar. Þarft 100 einingar í fram- haldsskóla að auki fyrir HÍ „Kröfurnar eru mismunandi hjá íslensku háskólunum,“ segir Hulda I. Rafnarsdóttir, forstöðu­ maður Háskólagáttarinnar á Bif­ röst. „Hjá Bifröst er gerð krafa um að þú ljúkir háskólagáttinni, eða sambærilegu námi, ef viðkom­ andi er ekki með stúdentspróf. Háskóli Íslands er svo með mis­ munandi kröfur um undanfara að viðbættu náminu úr Háskólagátt, til þess að nemendur fái undan­ þágu um inngöngu. Þú þarft að hafa lokið að minnsta kosti 100 einingum í framhaldsskóla, auk Háskólagáttarinnar. Að auki er hver deild fyrir sig með mismun­ andi kröfur um hversu margar af þessum einingum þurfa að vera í íslensku, ensku, stærðfræði og svo framvegis. Aðrar deildir, eins og til dæmis læknadeildin, veita síðan engar undanþágur,“ segir Hulda. Nemendur bera fyrst og fremst ábyrgð á eigin námi Aðspurð hvort allir nemendur séu meðvitaðir um að Háskóla­ gáttin sé ekki lykill að öllu há­ skólanámi og hvort að þeir séu sérstaklega upplýstir um það segir Hulda: „Það tel ég okkur gera og hafa alltaf gert. Nemend­ ur bera fyrst og fremst ábyrgð á eigin námi og eigin námsfram­ vindu. Við hömrum á því í gegn­ um allt námið að þeir séu með­ vitaðir um hvar þeir séu staddir og hvert þeir stefna.“ Að sögn Huldu uppfyllir Há­ skólagátt Bifrastar allar kröf­ ur aðalnámskrár og námið er viðurkennt af menntamálaráðu­ neytinu. „Við erum með mis­ munandi námsmöt, stundum eru lokaverkefni eða próf. Í þeim er mismunandi hvaða gögn eru leyfð. Í sumum má bara taka með sér tölvu eða blýant, stundum eru glósur leyfðar. Svo geta ver­ ið gagnapróf þar sem allt er leyfi­ legt, þar sem við leggjum áherslu á að nemendur séu að leysa verk­ efni sem eru sambærileg þeim sem þau eru að gera úti á vinnu­ markaðnum, í hinu daglega lífi. Þau próf eru yfirleitt mikið þyngri en þau gagnalausu,“ segir Hulda. Hulda segir að um 70–80% nem­ enda Háskólagáttar Bifrastar haldi áfram háskólanámi sínu við skólann. Aðrir nemendur sækja einna helst í Háskólann á Akur­ eyri en Bifröst er í góðu samstarfi við Háskólann í Reykjavík. n Betra blóðflæði betri heilsa með SuperBeets rauðrófu kristal Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum - S: 896 6949 w w w .s u p er b ee ts .is - v it ex .is Betra blóðflæði betri heilsa með SuperBeets rauðrófu kristal Superbeets Nitric Oxide allt að 5 sinnum öflugra 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Nitric Oxide Nóbelsverðlaun 1998 Sameind ársins 1992 Uppgötvun á Nitric Oxide var upphafið á framleiðslu rislyfja Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum NÝTT w w w .z en b ev .is - U m b o ð : v it ex e h f Betri og dýpri svefn Engin eftirköst eða ávanabinding Melatónin Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is úr graskersfræjum ZenBev - náttúrulegt Triptófan Vísindaleg sönnun á virkni sjá vitex.is Tvær bragðtegundir sítrónu og súkkulaði Melatónín er talið minnka líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini sjá vitex.is Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. Nitric Oxide Superbeets allt að 5 sinnum öflugri 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Íslensk vottun á virkni NO3 Sýni rannsóknarstofa - Nýsköpunarmiðstöð Íslands Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitri c Oxide framleiðslu strax. Bætt blóðflæði og aukin súrefnisupptaka hefur jákvæð áhrif á alla starfsemi líkamans, þ.m.t. hjarta og æðakerfi. ATH: Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide. (NO) byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. „Alltaf markmiðið að fara í HÍ“ n Komst ekki inn í HÍ eftir nám við Háskólagátt Bifrastar n Segir skólann hafa fullyrt annað Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Hulda I. Rafnarsdóttir, forstöðu- maður Háskólagáttar Bifrastar „Nemendur bera fyrst og fremst ábyrgð á eigin námi og eigin námsframvindu. Við hömrum á því í gegnum allt námið að þeir séu meðvitaðir um hvar þeir séu staddir og hvert þeir stefna.“ Skjáskot af vef Háskólagáttar Grétar Guðbjörnsson Komst ekki inn í HÍ eftir að hafa lokið Háskólagáttinni á Bifröst. Hann er ósáttur við upplýsingagjöf skólans um þau réttindi sem námið myndi veita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.