Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 6
Helgarblað 12.–15. júní 20156 Fréttir Plankaparket Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Þýsk gæði! G ögnin, sem embætti skatt- rannsóknarstjóra keypti og eiga að sýna undanskot Ís- lendinga í skattaskjólum, komu samkvæmt heimild- um DV frá fyrrverandi starfsmanni lögmannsstofunnar Mossack Fonseca & Co í Panama. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknar- stjóri segir í samtali við DV að emb- ættið ætli ekki að upplýsa hvaðan gögnin voru keypt. „Það var hluti af samkomulaginu við seljandann að hvorki nafn hans né uppruni gagnanna yrði gef- inn upp að því marki sem okkur er kunnugt um,“ segir Bryndís. Samkvæmt heimildum DV leit- uðu íslensku bankarnir til Mossack Fonseca & Co á árunum fyrir hrun í þeim tilgangi að stofna aflandsfélög. Þau félög hafi síðar verið seld til ís- lenskra viðskiptavina bankanna. Nokkrir erlendir fjölmiðlar, með- al annars The Economist og vef- miðillinn Vice, fullyrða að Mossack Fonseca & Co, sem rekur 44 skrif- stofur víða um heim, þar á með- al í Lúxemborg, og höfuðstöðv- ar í Panama, sérhæfi sig í stofnun aflandsfélaga. Lögmannsstofan var til umfjöllunar í DV árið 2010 í tengslum við þriggja milljarða króna lánveitingu fjárfestingarfé- lagsins Fons, sem var áður í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, til panamska félags- ins Pace Associates í apríl 2007. Vildi 150 milljónir Ríkisstjórnin samþykkti í apríl síð- astliðnum aukafjárveitingu til að fjármagna kaup á skattagögnunum eftir að sýnishorn af þeim gáfu vís- bendingar um skattaundanskot Ís- lendinga. Gögnin komu hingað til lands fyrir viku síðan en Bryndís hefur sagt það líklegt að gögnin sýni bæði fram á refsiverð athæfi og leiði til endurákvörðunar á sköttum. Skattrannsóknarstjóri greiddi um 200 þúsund evrur, tæpar 30 milljón- ir króna, fyrir þau í þeirri trú að þau innihaldi upplýsingar sem tengja Ís- lendinga við 400 til 500 félög í skatta- skjólum. Upphæðin var millifærð á huldumann sem óskaði upphaflega eftir 150 milljónum króna. Embættið vill ekki gefa upp til hvaða lands fjár- munirnir fóru eða í hvaða banka. Sakað um peningaþvætti Í frétt DV um rannsókn þrotabús Fons á því hvað varð um þriggja milljarða króna lánið til Pace Associ- ates var sagt að Mossack Fonseca hefði stofnað félagið í Panama. Lánið hefði borist Pace í gegn- um Landsbankann í Lúxemborg þar sem félagið átti bankareikning. Fjölmiðlar greindu síðar frá því að lánið hefði verið afskrifað úr bók- um Fons sama dag og það var veitt. Skiptastjóri félagsins íhugaði sum- arið 2011 að stefna Pálma, Jóhann- esi og lögmanninum Einari Þór Sverrissyni, til greiðslu þriggja millj- arða skaðabóta. Samkvæmt heim- ildum DV hefur skaðabótakrafan ekki náð lengra en skiptum á Fons er enn ólokið. Í júlí 2011 sagði Pálmi í viðtali við Morgunblaðið að Pace hefði fjár- fest í fasteignaverkefnum á Indlandi og að millifærslan inn á reikning þess verið lánveiting vegna þeirra. Í sama mánuði fjölluðu innlendir fjölmiðlar um frétt kanadíska dag- blaðsins Gazette þar sem fullyrt var að Pace Associates hefði tekið þátt í peningaþvætti fyrir Arnold Aleman, fyrrverandi forseta Níkaragva. Í frétt kanadíska blaðsins var einnig full- yrt að forsvarsmenn Pace í Panama hétu Francis Perez og Leticia Montoya. Eigendur skúffufélaga Leticia Montoya kemur einnig fyrir í ítarlegri fréttaskýringu um Mossack Fonseca & Co sem vefmiðillinn Vice birti í desember í fyrra. Í henni er fullyrt að fyrirtækið sérhæfi sig í að stofna skúffufyrirtæki fyrir aðra og að það sé eitt fremsta fyrirtæki verald- ar á því sviði. Starfsmenn á vegum þess hafi meðal annars verið skráð- ir eigendur skúffufélaga sem hafi geymt hluta eigna glæpamanna, ein- ræðisherrans Muammar Gaddafi, fyrrverandi forseta Líbýu, og Robert Mugabe, forseta Simbabve. Mossack Fonseca & Co var stofnað í Panama árið 1977 af Þjóðverjanum Jurgen Mossack og Panamabúanum Ramón Fonseca. Lögmannsstof- an rekur meðal annars skrifstofur á Bahama-eyjum, Bresku Jómfrú- areyjunum, í Sviss, Lúxemborg og Bandaríkjunum. Samkvæmt um- fjöllun Vice er Montoya starfsmaður Mossack Fonseca og hefur tekið að sér að vera í forsvari fyrir skúffufyr- irtæki viðskiptavina þess. Fyrirtæk- ið hefur hafnað þessum ásökunum og í fréttaskýringu Vice er svar þess við fyrirspurnum fjölmiðilsins birt þar sem segir að engar sannanir séu til fyrir því að fyrirtækið hafi stundað það sem það er sakað um. n Með hass til Grænlands Tollverðir stöðvuðu á Keflavíkuflugvelli fyrr í mánuðin- um karlmann á þrítugsaldri sem var með 1,2 kíló af hassi falið í ferðatösku sinni. Maðurinn, Grænlendingur, var að koma frá Danmörku. Hassið kvaðst hann hafa ætlað til eigin nota og mögulegrar sölu í Grænlandi. Rannsókn málsins er lokið og hefur verið sent ákæruvaldinu. Þetta er í annað sinn á skömm- um tíma sem tollverðir stöðva flugfarþega með hass í fórum sínum, því þann 5. maí var karl- maður á fertugsaldri tekinn með tæp 800 grömm. Hann var einnig að koma frá Danmörku og var á leiðinni til Grænlands. Lögregla leitar vitna Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu leitar vitna vegna atviks sem átti sér stað aðfaranótt 30.05. sl. um klukkan 03.30 við Grettis- götu 3. Þar voru þrjár konur sitj- andi í bíl, en þær gáfu sig á tal við mann sem þar var og bentu hon- um á konu og karl í undirgöng- um sem eru við hús númer 3. Konurnar voru að hvetja hann til að hafa afskipti af fólkinu en talið er að karlinn í undirgöngunum hafi áreitt konuna kynferðislega. Lögreglan biður konurnar um að hafa samband við lögreglu, annaðhvort gegnum netfang- ið einar.jonsson@lrh.is, gegnum einkaskilaboð á Facebook-síðu LRH eða gegnum símann 444- 1000. Skattagögnin koma frá félagi í Panama Gögnin keypt af fyrrv. starfsmanni lögmannsstofu sem er sögð sérhæfa sig í stofnun skúffufélaga Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Skattrannsóknarstjóri Bryndís Kristjáns- dóttir vill ekki staðfesta hvort huldumaðurinn sem seldi embættinu skattagögnin sé fyrrverandi starfsmaður Mossack Fonseca & Co. Höfuðstöðv- ar fyrirtækisins eru í Panamaborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.