Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 17
Fréttir 17 : Helgarblað 12.–15. júní 2015 Alhliða veisluþjónusta Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Eingöngu fyrsta flokks hráefni Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir Gerðu daginn eftirminnilegan Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming Stöðugleikaframlag ætti að skila meira en 500 milljörðum n Óskuldsettur gjaldeyrisforði eykst um 80 milljarða n Slitabú falla frá dómsmálum Stöðugleikaframlag Glitnis 230 til 420 milljarðar 49 milljarðar 119 milljarðar 200 milljarðar, bókfært á 59 milljarða 53 milljarðar Reiðufé í krónum að undan- skildum rekstrarkostnaði Framsal innlendra krafna Skilyrt veðtryggt skuldabréf til þriggja ára Hlutdeild ríkisins í sölu Íslands- banka miðað við bókfært virði Gjaldeyrisinnlán Glitnis í Íslandsbanka endurfjármögnuð til að lágmarki 7 ára: 40 milljarðar Glitnir kaupir á pari víkjandi lán ríkisins í evrum til Íslands- banka og endurfjármagnar að lágmarki til 10 ára: 21 milljarður (í gjaldeyrisforðann) Við mögulega sölu Íslands- banka til erlends aðila getur ríkið fengið lánafyrirgreiðslu í evrum til allt að tíu ára: 48 milljarðar Arðgreiðsla úr Íslandsbanka í erlendri mynt sem Glitnir endur- fjárfestir í víkjandi fjármögnun á bankann í að lágmarki tíu ár: 16 milljarðar 77 35 Ríkisskuldir minnkar … … og vaxtakostnaður lækkar Skuldir í árslok 2019 1480 Skuldir í árslok 2014 milljarðar milljarðar milljarðar 686 milljarðar 74% af landsframleiðslu 25% af landsframleiðslu Gæti lækkað um„Átti að vera ljóst frá upphafi“ Í röksemdum stjórnvalda fyrir þeirri leið sem farin er við losun fjármagnshafta – þar sem kröfu­ höfum slitabúanna eru boðn­ ir afarkostir – er lögð á það áhersla að þannig sé framvindunni stýrt af íslenskum yfirvöldum í ákveðinn farveg en „ekki af þeim aðilum sem kalla á tilvist haftanna,“ eins og það er orðað í greinargerð með frum­ varpi fjármálaráðherra um stöð­ ugleikaskatt. Þar er jafnframt vakin athygli á því að upphaflegir lánveitend­ ur bankanna hafi þegar framselt þær öðrum aðilum og þessi viðskipti hafi átt sér stað eft­ ir að höftum var komið á. „Eigendur krafnanna hafa því haft tækifæri til þess að losa um eign sína sem í kröf­ unni felst til kaupenda sem hafa vitandi vits keypt kröf­ ur á innlenda aðila sem bundnir eru fjár­ magnshöft­ um. Kaup­ endur, nú eigendur um­ ræddra krafna, eru margir hverjir aðilar sem eru sérfróðir í viðskipt­ um með kröfur á greiðsluþrota að­ ila. Þeim aðilum sem keyptu þessar kröfur hefði átt að vera ljóst frá upp­ hafi að útgreiðslur til þeirra í krón­ um mundu vega að efnahagsstefnu ríkisins og stöðugleika í peninga­ og gengismálum.“ Þá eru færð rök fyrir því af hverju það liggi beint við að skattleggja sér­ staklega þá aðila sem áttu stærstan þátt í því að valda vandanum. Slíkt sé neyðarráðstöfun í því skyni að hægt sé að aflétta því skaðlega ástandi sem þjóðin hefur búið við vegna haftanna. „Sú niður­ staða er talin bæði eðlisrökrétt og mál­ efnaleg og byggist á rétti ríkisvaldsins til að leggja á skatta eftir mál­ efnalegum og lögmæt­ um sjónarmiðum og, þá er sérstök efni eru til, að skattleggja til­ tekna hópa til almanna­ þarfa,“ seg­ ir í greinar­ gerð ráðherra. Ríkisskuldir verði aðeins um fjórðungur landsframleiðslu H vort sem slitabú föllnu bankanna ljúka uppgjöri sínu með stöðugleikafram­ lagi eða greiða stöð­ ugleikaskatt af heildareignum er ljóst að áhrifin á skuldastöðu rík­ issjóðs verða umtalsverð og ætti skuldahlutfall ríkissjóðs að lækka um tugi prósenta á komandi árum. Skuldir ríkissjóðs nema um 1.480 milljörðum króna sem er um 74% af landsframleiðslu Ís­ lands. Í greinargerð með frum­ varpi fjármálaráðherra um stöðugleikaskatt er bent á að í rík­ isfjármálaáætlun fyrir árin 2016 til 2019 sé gert ráð fyrir að skuldir rík­ issjóðs muni lækka í 1.324 millj­ arða í lok tímabilsins, og verði þá tæplega helmingur sem hlutfall af landsframleiðslu árið 2019. Sé hins vegar tekið tillit til þess að slitabúin muni þurfa að gefa eftir eignir upp á 640 millj­ arða króna, sem verði notaðar til að grynnka á skuldum ríkisins, þá myndu áætlaðar skuldir ríkis­ sjóðs aðeins verða um fjórðung­ ur af landsframleiðslu árið 2019. Slíkt skuldahlutfall er á pari við skuldir ríkissjóðs árið 2007 og ljóst að Ísland yrði í hópi þeirra þjóða í Evrópu sem eru með lægstu ríkis­ skuldirnar. Uppgjör slitabúanna og losun hafta mun ekki síður hafa marg­ vísleg óbein jákvæð áhrif á rík­ isbúskapinn á komandi árum. Losun hafta og minni skuldir rík­ isins munu ryðja brautina fyr­ ir því að lánshæfismatsfyrirtækin hækki verulega lánshæfiseinkunn ríkisins og þar með vaxtakjör hins opinbera á erlendum fjár­ magnsmörkuðum. Fjármálaráðu­ neytið áætlar í greinargerð sinni með stöðugleikafrumvarpinu að þegar allt verður um garð geng­ ið gæti lækkun skulda ríkissjóðs um meira en 600 milljarða þýtt að vaxtagjöld ríkissjóðs, sem eru núna 77 milljarðar ári, minnki um 35 milljarða króna á ári. bankana. Framkvæmdahópur stjórnvalda um losun hafta hefur staðfest að tillögur kröfuhafa slita­ búanna eru í samræmi við stöð­ ugleikaskilyrðin og leggur til að veitt verði undanþága á grundvelli þeirra. Samkomulagið við kröfuhafa slitabúanna felur einnig í sér að slitastjórnirnar falla frá fyrirhug­ uðum dómsmálum sem sum þeirra hafa sagst ætla að höfða á hendur íslenska ríkinu, samkvæmt heimildum DV. Þannig hyggst slitastjórn Glitnis ekki lengur reyna að fá álagningu bankaskatts­ ins svonefnda, sem lagðist með­ al annars á skuldir slitabúanna, hnekkt en slitastjórnin kærði álagninguna til Ríkisskattstjóra undir lok síðasta árs. Slitabúið þurfti að greiða um tólf milljarða króna vegna bankaskattsins á ár­ inu 2014. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.