Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 51
Helgarblað 12.–15. júní 2015 Menning 43 miður sé engum nærbuxum hent á sviðið, enda kasthönd gesta lík- lega ekki það sem hún eitt sinn var. Og samt hljómar hann örlítið and- laus á köflum, kannski ekki gam- an að syngja sama lagið í hálfa öld. Í miðju setti er eins og hann taki fram sín eigin uppáhaldslög frekar en þau sem áhorfendur vilja heyra. Hér rísa tónleikarnir hæst, Elvis er minnst og kántrí á borð við God‘s Gonna Cut You Down er flutt og ég fæ minn Cohen með Tower of Song, lag sem allir gamlir menn á sviði eiga að syngja. Kynþokkafyllstur verður hann með Joe Cocker laginu Leave Your Hat On. Jú, kannski var eitthvað heillandi við þessa kyn- slóð karlmanna sem gátu sagt kon- um að fara úr án þess að hringt væri í lögguna. Eftir uppklapp fáum við James Bond-lagið Thunderball, sem minn- ir á að Sir Tom var alls staðar in ðe sixtís. Síðan seinni tíma slagar- ann Kiss eftir Prince, en það var alltaf eitthvað afkáralegt við að sjá kyntröllið leika eftir kynlífsálfinn. Tom Jo- nes er kannski ekki einn af þeim stærstu, en hann var þarna þegar allt var að gerast og kvöld með honum er kvöldi vel eytt. Hinni löngu æsku 68-kynslóðar- innar er brátt að fara að ljúka. Það er heið- ur að fá að verða vitni að dauðateygjunum. n Á R N A S Y N IR HÚSAVÍK AKUREYRI SAUÐÁRKRÓKUR ÍSAFJÖRÐUR REYKJAVÍKKEFLAVÍK HÖFN EGILSSTAÐIR AVIS bílaleiga sími 591 4000 – avis.is VANTAR ÞIG BÍL? Karl sem elskar konur Lokað, búið, bless? n Íslenski skálinn á myndlistarhátíðinni í Feneyjum enn lokaður n Enginn fær að sjá verkið sem Íslendingar greiddu fyrir Engin viðbrögð frá stjórnvöldum Á tveggja ára fresti fær mennta- og menningarmálaráðuneytið boð um að senda listamann fyrir hönd ís- lensku þjóðarinnar á tvíæringinn. Undanfarinn áratug hefur Kynn- ingarmiðstöð íslenskrar myndlist- ar haft umsjón með verkefninu. Yf- irleitt hefur fagráð valið að eigin frumkvæði listamann og sýningar- stjóra sem undirbúa skálann, en fyrir árið 2015 var í fyrsta skipti tekið upp á því að velja úr innsendum tillög- um. KÍM er sjálfseignarstofnun sem lifir að mestu leyti á ríkisstyrkjum. Í stjórn miðstöðvarinnar sitja fulltrúar safna og sambanda myndlistarmanna en einnig fulltrúar tilnefndir af bæði menntamálaráðuneytinu og utanrík- isráðuneytinu. Þrátt fyrir þetta álíta ís- lensk stjórnvöld það ekki vera á þeirra ábyrgð að beita sér í málinu. Í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn DV kemur fram að fram- hald málsins sé í höndum Kynningar- miðstöðvarinnar og ekki hafi verið óskað eftir íhlutun að atbeina ráðu- neytisins í samskiptum við stjórnvöld í Feneyjum. „Það er eðlilegt hlutverk mennta- og menningarmálaráðherra að styðja íslenska myndlist eftir því sem kostur er, þar með tjáningarfrelsi listamanna hér á landi jafnt sem á er- lendri grundu. Sem fyrr segir hefur Kynningarmiðstöð íslenskrar mynd- listar á þessu stigi ekki óskað eftir íhlutun eða atbeina ráðuneytisins í málinu,“ segir í svari ráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið vísar að sama skapi á Kynningarmiðstöðina: „Menningarfulltrúi utanríkisráðu- neytisins hefur átt sæti í stjórn KÍM og var á stjórnarfundi 26. maí sl. upp- lýstur um lokun íslensku sýningarinn- ar sem og að listamaðurinn hygðist reyna að fá að opna hana að nýju. Ut- anríkisráðherra/ráðuneytið telur ekki tilefni til að bregðast við lokuninni að svo stöddu en samkvæmt samn- ingi mennta- og menningarmála- ráðuneytis og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar sér Kynningar- miðstöðin um þátttöku Íslands í Fen- eyjatvíæringnum 2015 og ber á henni ábyrgð. Ekki hefur verið óskað að- stoðar utanríkisráðuneytisins vegna lokunarinnar og málið hefur því ekki komið til kasta utanríkisráðherra,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrir- spurn DV. 24 milljónir plús tveggja ára starfslaun Samkvæmt Björgu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra KÍM, er kostnað- ur við þátttöku Íslands á tvíæringnum svipaður og undanfarin ár, milli 50 og 60 milljónir. 24 milljónir, eða tæp- ur helmingur kostnaðarins, er greidd- ur af fjárlögum frá menntamálaráðu- neyti. Kynningarmiðstöðin þarf að afla meirihluta fjármagnsins annars staðar frá, en það eru einkaaðilar, ís- lenskir og erlendir, sem fylla í gatið. „Þetta er nánast ógerlegt,“ segir Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri mið- stöðvarinnar. Við það má bæta að listamaður- inn hlýtur þar að auki starfslaun lista- manna í tvö ár í aðdraganda sýningar- innar, í þetta skiptið voru það 310.913 krónur á mánuði (árið 2014), eða 7.461.912 krónur. Kostnaðurinn sem hefur runnið úr vösum skattgreið- enda undanfarin ár er því um 30 millj- ónir – og hærri ef við reiknum með því að hluti almennra framlaga til KÍM fer í vinnukostnað tengdan tvíæringnum, en verkefnið er stærsta einstaka verk- efnið á könnu KÍM sem fær 22,7 millj- ónir á ári í ríkisstyrki. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.