Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 31
Helgarblað 12.–15. júní 2015 Kynningarblað - Ferðalög og útivist 3 H afberg köfunarvörur var stofnað af Þorvaldi Hafberg árið 2011 og er fyrirtæki sem selur, þjónustar og leigir köfunarbúnað ásamt ýmsu öðru sem tengist sjó og vatni. Lögð er áhersla á góða þjónustu og búnað sem hentar vel íslenskum að- stæðum. Fyrirtækið er með aðstöðu í Kópavogi og er þar með verslun þar sem boðið er upp á vörur sem tengj- ast bæði köfun, sundi og bátavör- um. Vefverslunin kofunarvorur.is er opin allan sólarhringinn. Nýlega var vörulína félagsins aukin og býður nú upp á Aqua Sphere sundfatnað, fyrir konur og karla. Til sölu eru ekki aðeins hefðbundin sundföt, held- ur einnig þríþrautargallar og fleira. Þríþrautargallarnir eru úr neon- prene og hrinda frá sér vatni. Með því minnkar viðnám við líkamann og sundmaðurinn á að ná meiri ferð fyrir vikið og halda betri hita. Köf- unarbúnaður af öllum toga fæst í Hafberg köfunarvörur í Auðbrekku í Kópavogi. Gallar, öryggishjálmar, bátar og bátakerrur, lungu, gleraugu og í raun nánast allt sem þarf til að stunda vatnasport á Íslandi. Skírteini niður á 18 metra Hafberg köfunarvörur býður upp á köfunarnámskeið. Að loknu nám- skeiðinu öðlast þátttakendur al- þjóðleg réttindi til að kafa niður á 18 metra í þurrgalla og fá alþjóð- legt skírteini því til staðfestingar. Námskeiðið er í raun fjórþætt. Þátt- takendur fá sendan heim fræðslu- pakka sem þeir kynna sér áður en verklegar æfingar hefjast. Í fyrsta tíma er bókleg fræðsla þar sem far- ið er í saumana á öryggisþáttum og öllu er lýtur að búnaði og almennri vitneskju. Kostnaði er stillt í hóf og verðið fyrir grunnnámskeið er 89.900 krónur. Kafað undir Skógafoss Verklegu æfingarnar eru tvíþætt- ar. Fyrst í stað fara þær fram í sund- laug, þar sem undirstöðuatriðin eru æfð. Að þeim loknum er farið í verklegar æfingar í sjó, sem er í raun lokahnykkurinn á námskeiðinu. Þorvaldur segir mikinn áhuga á köfun og námskeið og kennsla fari fram nánast daglega. „Við söfn- um ekki upp í námskeið. Allir sem hafa samband fara strax í ferli og við erum að kenna oft í viku.“ Hann er mjög reyndur kafari og hefur kafað frá 1992. Hann hefur víða komið á þeim ferli sem spannar 23 ár. Einn sérstakasti staðurinn sem hann hef- ur kafað á, eða öllu heldur undir, er sjálfur Skógafoss. Hann upplýsir að þar sé ekki gullkista eins og þjóð- sagan hermir en þó var mikið af sjó- birtingi, sem mörgum þykir á við gull. Fleiri merkir staðir sem Valdi, eins og hann er kallaður, hefur kaf- að við er flakið af El Grillo sem ligg- ur á botni Seyðisfjarðar og hefur oft komist í fréttir í gegnum tíðina með- al annars vegna olíuleka. Þá hefur hann margsinnis skoðað hverastrýt- urnar merku í Eyjafirði, en lífríkið í kringum þær er virkilega magnað. Upplýsingar um vörur og verð má finna á kofunarvorur.is í síma 612 5441 eða sala@kofunarvorur.is Auðbrekka 20 í Kópavogi, opið alla virka daga frá 16.00–18.00. n Viltu læra að kafa? Hafberg köfunarvörur bjóða sundvörur, köfunarútbúnað, köfunarnámskeið og bátavörur Ýsuseiði leitar sér skjóls í örmum risamarglyttu. Þorvaldur í versluninni í Kópavogi. Steinbítur fylgist grannt með köfurum. Rauðmagi ver hrognin sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.