Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 26
26 Umræða K osturinn við það að árum æv- innar fjölgar er að minninga- bankinn stækkar stöðugt; það sem maður hefur fram- yfir hina yngri er að maður hefur fengið að lifa fleiri sögulega at- burði – hinir yngri eiga reyndar flest- ir eftir að ná manni á endasprettin- um, en það er önnur saga. Ég man þegar ég var krakki hvað ég öfund- aði föður minn að hafa verið uppi í seinni heimsstyrjöldinni, svo barna- legt sem það nú er, en hann hafði ver- ið í Danmörku þegar stríðið braust út og svo komist heim í frægri ævintýra- för með Esju um Petsamó í Norður- Finnlandi – svo unnið eitthvað fyrir herinn á flugvellinum í Kaldaðarnesi suðrí Flóa. Sjálfur var maður uppfull- ur af hetjusögum úr stríðinu, úr bók- um, bíói og sjónvarpsþáttum eins og Combat í Kananum. Hvar varstu þegar þú fréttir um Kennedímorðið? Það er stundum sagt að allir muni hvar þeir voru og hvað þeir voru að gera þegar tilteknir stórviðburð- ir gerðust; hjá minni kynslóð og þeim sem eldri eru er þá oft vísað til morðsins á Kennedí í nóvember 1963. Reyndar man ég ekki síður ann- an stórviðburð sem varð nokkrum dögum fyrr, en það var sjálft Surts- eyjargosið, sem síðar var kallað svo. Mér fannst það í fyrstunni að því leyti ótímabært að miklu merkilegri tíma- mót voru þá í uppsiglingu, og taldi ég dagana til þeirra, en það var átta ára afmæli sjálfs mín – mér fannst þetta gos í sjónum fyrir sunnan Vestmanna- eyjar ætla á einhvern hátt að skyggja á þau væntanlegu tíðindi. Jæja, það leið svona vika og mér fannst eins og fólk væri að verða minna uppnumið yfir þessu gosi, en þá kom ég heim einn daginn, tveimur dögum fyrir átta ára afmælið, hafði verið úti í götu, Út- hlíðinni, að renna mér á skíðasleðan- um, og þá sat mamma við borðstofu- borðið náföl og slegin, og sagði: „Það er búið að skjóta Kennedí Banda- ríkjaforseta.“ Og þar með var átta ára afmælið endanlega komið í annað sætið yfir heimsviðburði. 11. sept. Úr því ég er byrjaður að rifja svona upp get ég ekki látið hjá líða að minn- ast á ellefta september 2001. En þá um sumarið hafði ég samið við mína útgefendur um að skila inn nýrri skáldsögu, og mig minnir að ég hafi verið búinn að lofa afhendingu hand- rits fyrir ágústlok. Svo voru liðnir tíu dagar af september en ég ekki enn búinn að skila inn bókinni um Þórð kakala, Óvinafagnaði, og útgefend- urnir að verða mjög óþolinmóð- ir, sögðu að ef ég skilaði ekki „strax í dag“ þá myndi það kosta þá ómælt vesen og vandræði að ná bókinni á markað það árið. Ég hafði keppst við, átti bara eftir langan lista af smáat- riðum sem ég hafði merkt við, fyrst og fremst orðalags- og stílatriði sem ég þurfti að taka afstöðu til, og sá að ég ætti að geta klárað það allt á ein- um góðum vinnudegi, næsta dag. Var svo kominn á lessal þjóðdeildar Þjóðarbókhlöðunnar strax og hún var opnuð, ætlaði að einbeita mér allan daginn og klára bókina. Var kom- inn vel á veg svona upp úr hádeginu þegar ég ákvað að rétta úr mér, fór upp á kaffistofuna og fékk mér ein- hverja hressingu, sat þar einn í þung- um þönkum. Fór svo niður í seinni lotu dagsins, en er ég gekk framhjá fatahenginu heyrði ég konu sem þar stóð á tali við einhvern, enn klingir mikil og heldur rám rödd hennar í eyrum mér, stórreykingarödd og jafn- vel viskí: „Nú eru þeir líka búnir að sprengja þinghúsið í Washington! Þetta er bara styrjöld!“ Ég var dálítinn tíma að meðtaka þetta, var búinn að sitja við tölvuna niðri í lessal í svona tíu mínútur og hugsa um álitamál um orðalag þegar ég gerði mér grein fyrir að það hlyti að vera eitthvað meira en lítið í gangi í heiminum. Lokaði tölv- unni, fór heim og kveikti á CNN og sá tvíburaturnana falla. Skilaði hand- ritinu daginn eftir. En einhvern veg- inn fannst mér þetta ríma allt saman, Sturlungaöldin og ellefti september. Og sakamálin frægu ... Ég er ekki að rifja þessa reynslu mína upp vegna þess að ég haldi hana svo merkilega í sjálfu sér, heldur að fara alveg aftur í Surtseyjargos og þannig til að segja hversu ég man langt aft- ur, og þá fyrir aldurs sakir mun frem- ur en visku. Og einu sem allir þekkja man ég að segja frá vegna þess að ég var á dögum og jafnvel kominn til nokkurs þroska þegar það allt gerð- ist, og það eru hin sígildu og eilíft umtöluðu sakamál kennd við Guð- mund og Geirfinn. Það er reynd- ar ekki auðvelt að ræða þau mál án þess að eiga á hættu að valda fólki sárindum; eitt sinn hafði ég morð- mál í skáldsögu (Kvikasilfri 1984) – það var síðan sviðsett í Borgarleik- húsinu sem „Íslenska mafían“ – og þótt þar sé mjög fátt líkt með hin- um umtöluðu sakamálum þá taldi frænka mín, Erla Bolladóttir, að þar væri ég að sneiða að henni og hafði um það þung ummæli síðar í eig- in bók. En um sekt og sýknu veit ég auðvitað ekki meira en flestir aðrir, verð þó að segja að þau sem ég þekki eitthvað af sakborningum, Erla og Guðjón Skarphéðinsson, virka ekki þannig að þau séu líkleg til að fara með ofbeldi á hendur öðru fólki. En því er ég að tala um þetta hér, og með þessum formála, að aðeins við sem erum komin um og yfir miðjan aldur munum þessa daga og þau ár sem atburðirnir gerðust, en margt það blaðafólk og álitsgjafar sem um þetta fjalla voru ekki fædd þá og hafa greinilega ekki heldur kynnt sér efn- isatriði, nema þá mjög yfirborðslega – hafa til að mynda ekki lesið hinn ítarlega hæstaréttardóm sem nú er rætt hvort skuli endurskoðaður. Þetta er greinilegt á mörgu því sem maður les eða heyrir í fjölmiðlum og líka á sumu fólki sem um þetta talar og hefur jafnvel mjög ákveðnar skoð- anir á því sem gerðist eða á að hafa gerst, en veit samt ósköp lítið. Tvö en ekki eitt mál Þannig hefur maður oft heyrt og les- ið í fjölmiðlum að undanförnu að lögmaður Guðjóns vilji að hann verði hreinsaður af ásökunum í „Guð- mundar- og Geirfinnsmálinu“, en þeir sem þannig tala vita greinilega ekki að þetta voru tvö mál, og nefnd- ur sakborningur hefur aldrei verið bendlaður á nokkurn hátt við annað þeirra. Svo tala margir og skrifa um að Erla vilji fá sig hreinsaða af dómi um morð, en skoði menn hæstarétt- ardóminn þá sést að hún var tæp- ast meira en vitni, samkvæmt niður- stöðum dómaranna – í öðru málinu er sagt að hún hafi komið þar að sem menn voru að burðast með lík, en í hinu málinu er sagt að hún hafi orðið vitni að átökum. Sá furðu þungi dómur sem hún þó fékk, þrjú ár ef ég man rétt, skýrist þá trúlega frekar af gremju réttarkerfisins yfir að hún hafi átt að trufla framgang réttvísinn- ar með röngum sakargiftum á hend- ur mönnum úti í bæ – en það eins og annað í þessum efnum er allt með furðu miklum ólíkindum. Kemur hið sanna í ljós? Kannski á hið sanna einhvern tíma eftir að koma á daginn í þessum málum. Ef til vill finnast einhvern tíma leifar hinna horfnu manna, eða kannski á einhvern tíma einhver eftir að koma fram sem veit meira en aðr- ir um afdrif þeirra, og segja söguna. Helgarblað 12.–15. júní 2015 FamilyCamp er íslenskur tjaldvagn sem er hannaður og smíðaður til að standast íslenskar aðstæður. Kassinn á FamilyCamp er smíðaður úr trefjaplasti með 15 mm einangrun í hliðum og 10 mm í loki. Undir rúmi er geymsla og hægt er að lyfta rúmbotni upp til að komast í hana en geymslan virkar einnig sem einangrun undir rúmi. Seglið er saumað úr 100% bómull sem gerir FamilyCamp einstaklega hlýjan og notalegan. FamilyCamp er með svefnpláss fyrir fjóra í tveimur herbergjum. FamilyCamp er léttur aðeins 310 kg. en með burðargetu upp á 240 kg. hann er á galvaniseraðri grind með AL-KO flexitorum og 13” felgum. Það tekur ekki nema örfáar mínútur að reisa vagninn og setja upp fortjaldið. VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS Verð kr. 1.470.000,- með fortjaldi. Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Ráðgáturnar miklu um Guðmund og Geirfinn Erla Bolladóttir „Þau sem ég þekki eitthvað af sakborningum, Erla og Guðjón Skarphéðinsson, virka ekki þannig að þau séu líkleg til að fara með ofbeldi á hendur öðru fólki.“ Mynd SigTryggur Ari 11. september „Lokaði tölvunni, fór heim og kveikti á CNN og sá tvíburaturnana falla. Skilaði handritinu daginn eftir. En einhvern veginn fannst mér þetta ríma allt saman, Sturlungaöldin og ellefti september.“ Mynd rEuTErS Morðið á Kennedy „Og þar með var átta ára afmælið endanlega komið í annað sætið yfir heimsviðburði.“ „Það er rétt sem sagt hefur verið í umræðum um hugsan- lega endurupptöku mál- anna að það myndi létta nokkru fargi af þjóðinni ef sannleikurinn kæmi einhvern tíma í ljós. Það myndi líka hlífa okkur við alls kyns glannalegum fullyrðingum og staðhæf- ingum sem oft heyrast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.