Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 41
Helgarblað 12.–15. júní 2015 Fólk Viðtal 33 rétta út hönd eftir aðstoð. „Þetta er svo flókið. Gerendur eiga sér fjöl- skyldu, systkini, maka og vini en allt í einu standa þeir einir, makinn jafnvel skilur við þá og fjölskyldan afneitar þeim. Það vantar áfalla- teymi til að grípa fjölskyldu gerand- ans. Það er ekki nóg að setja ger- endur bara í fangelsi, það verða að vera til úrræði fyrir bæði þolendur og gerendur. Það er auðvelt að sitja við tölvuskjáinn og skrifa að það eigi að hengja þá eða skjóta en svo ef þetta er allt í einu ástvinur þinn? Ætlarðu þá að skjóta hann eða hengja? Svona orðræða er heldur ekki góð fyrir þolendur. Litli strák- urinn sem les þetta elskar pabba sinn þótt hann vilji að misnotkun- in hætti. Hann vill ekki að pabbi verði skotinn, hengdur eða að það verði skorið undan honum. Og þess vegna segir hann síður frá. Gerandi í kynferðisofbeldi er oft einhver sem hefur náin tengsl við þig, ein- hver sem þér þykir vænt um. Þess vegna er þetta svo flókið. Þér get- ur þótt vænt um manneskjuna en hatað það sem hún gerir.“ Fyrirgaf sjálfri sér Jokka vill ekki nafngreina sína ger- endur. „Ég tala við þetta fólk í dag en er ekkert að eltast við að hafa það í mínu lífi. Ég hef fyrirgefið þeim en ég get ekki fyrirgefið það sem þau gerðu, verknaðinn. Ég skilaði skömminni og fyrirgaf mér að hafa lent í þessu. Það var það stærsta; að geta lifað með sjálfri mér. Ég segi frá tengslum mínum við mína ger- endur þegar ég tala við nemendur í skólum en ég mun ekki gera það í opinberu viðtali, jafnvel þótt ég sé komin svona langt. Fyrir einhverja hljómar það ef til vill eins og þöggun en það er það flókna við þetta. Það er svo erfitt þegar manni þykir vænt um gerendurna. Fólk verður að gera þetta á sínum hraða.“ Þolendur koma fyrr Aflið er Jokku afar hugleikið en ástæðan fyrir því að hún stígur fram með sína sögu er að miklu leyti til að vekja athygli á starf- inu þar. „Ég er á vakt allan sólar- hringinn og alltaf með símann á mér. Við vorum með tæplega þúsund einkaviðtöl í fyrra og höf- um fundið fyrir meiri ásókn eft- ir Beauty Tips-byltinguna, eins og alltaf þegar kynferðisbrot koma í umræðuna. Þetta er eina vinnan þar sem maður vildi óska að mað- ur hefði ekkert að gera. Aflið er fyrir allt ofbeldi og bæði fyrir konur og karla og á þeim sjö árum sem ég hef starfað þarna hefur margt breyst. Umræðan er opnari í þjóðfélaginu og þolendur koma fyrr til okkar. Ennþá er fólk að koma sem hef- ur þagað í 30 ár en fleira fólk kem- ur fyrr, sem er gott. Við förum líka með fólk upp á neyðarmóttöku eftir nauðgun eða árás ef eftir því er ósk- að, förum með fólki í skýrslutökur og hjálpum konum að flýja suður í Kvennaathvarfið. Því miður er ekk- ert kvennaathvarf hér á Akureyri en þörfin er virkilega til staðar bæði fyrir landsbyggðina og einnig fyrir konur á höfuðborgarsvæðinu sem gætu þá valið að koma hingað.“ Auðveld bráð Jokka hefur aldrei farið troðnar slóðir. Þessi 44 ára verðandi amma keyrir um á mótorhjóli og skart- ar fjölda húðflúra. Svo er hún líka skáld, tenór í kirkjukór og eldspú- ari og ætlar að gifta sig í sum- ar og vill nota þetta tækifæri til að þakka sambýlismanninum, Óðni Snæ Björnssyni, fyrir þann styrk og stuðning sem hann hefur sýnt henni. „Það er ekki mín leið að fara troðnar slóðir og hefur aldrei ver- ið. Ég hef aldrei haft þörf til að vera eins og allir hinir,“ segir hún og játar því að það hafi verið erfitt að kom- ast yfir svona erfiða reynslu. „Það er hægt en til þess þarf maður að vinna alla vinnuna sjálfur. Ég hef lært svo ótal margt af öllu því fólki sem ég hef mætt í lífinu. Hver ein- asta manneskja hefur kennt mér eitthvað, gott eða slæmt, það fer bara eftir því hvernig þú horfir á lífið. Kynferðisofbeldi hefur klár- lega verið til eins lengi og mann- skepnan. Við erum á réttri leið en næsta skref eru fræðsla, forvarnir, umræða og eftirlit með þeim sem standa okkur næst og eftirlit með þeim sem brjóta af sér. Ég var auðveld bráð. Þegar búið er að brjóta á manni einu sinni er erfitt að bera hönd fyrir höfuð sér. Það gátu allir valtað yfir mig, ég vissi ekki mörkin og þurfti að læra að búa þau til,“ segir Jokka sem neitar því að eiga erfitt með að meðtaka ljótleikann sem fylgi starf- inu. „Ég hef farið á ótal námskeið og setið ráðstefnur til að afla mér verkfæra og svo nota ég mína eig- in reynslu. Þetta starf hefur frekar hjálpað mér að vinna í mínum mál- um en hitt. Það er gefandi að sjá muninn á fólki, konur sem mæta mörgum tonnum léttari eftir nokk- ur viðtöl. Svo fær maður þetta allt svo margfalt til baka. Annars væri maður ekki í þessu.“ n BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ 108 Reykjavík • S. 581 2220 • 840 0470 • www.parketverksmidjan.is ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • 840 0470 • www.parketverksmidjan.is ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin f PLANKAPARKET 840 0470 • www.parketverksmidjan.is ENGIR MILLILIÐIR LÆGRA VERÐ BEINT FRÁ VERKSMIÐJU okkar eigin framleiðsla hágæða PLANKAPARKET Bældi niður minningarnar Hamingjusöm Jokka ætlar að giftast sambýlismanni sínum í sumar. Mynd Úr persónulegA sAFninu ung mamma Jokka varð móðir tvítug. Eftir enn eitt áfallið valdi hún að láta föðurfjöl- skylduna um drenginn. Mynd Úr persónulegA sAFninu „Hann vill ekki að pabbi verði skot- inn, hengdur eða að það verði skorið undan honum Jokka Jokku-nafnið festist snemma við Jóhönnu Guðnýju. Mynd Auðunn níelsson Fer ótroðnar slóðir Jokka er 44 ára verð- andi amma sem keyrir um á mótorhjóli og ein af fáum sem getur titlað sig eldspúara. Mynd Auðunn níelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.