Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 38
Helgarblað 12.–15. júní 201530 Fólk Viðtal Ég fann það um leið og ég gekk inn í skólastofuna að ég var greinilega fimmtán árum eldri,“ segir Katrín og hlær að sjálfri sér. „Ég held að ég sjái mig alltaf eins og ég var þegar ég var tvítug,“ bætir hún við. Mikilvægt að fíflast Hún er ekki frá því að til sé kenning um að fólk geti staðnað í andlegum aldri við fyrstu alvöru tímamótin í lífi sínu. En hennar fyrstu alvöru tímamót áttu sér einmitt stað þegar hún var tvítug. „Þá útskrifaðist ég úr menntaskóla og missti föður minn á svipuðum tíma. Það hljóm- ar kannski mjög illa að vera föst á þeim aldri,“ segir hún spyrjandi. En svarar sér sjálf eftir litla umhugsun. Hún er nefnilega þeirrar skoðun- ar að það sé gott að vera ungur í anda og viðhalda barninu í sjálf- um sér. „Ég held það sé mjög mik- ilvægt að rækta með sér þann eig- inleika að geta fíflast. Og viðhalda gleðinni. Við upplifum það öll ein- hvern tíma að vera leið og þá er mik- ilvægt að muna hvað maður getur gert til að finna gleðina. Til dæmis bara að fara í fótbolta eða vera með almennan fíflagang. Ég hef mjög gaman af því að efna til fíflaláta og standa fyrir skemmtiatriðum. Það er alveg löglegt að leika sér þótt maður sé kominn hátt á fertugsaldur,“ seg- ir Katrín sposk á svip. Og það er ekki annað að sjá en að henni takist vel að viðhalda sinni gleði. Hún brosir með öllu andlitinu og hlær innileg- um, smitandi hlátri. Tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega, sem er án efa mik- ill kostur í hennar starfi. Saknar foreldranna Katrín telur sig hafa erft gleðina og léttleikann frá foreldrum sínum. „Þau voru alltaf til í eitthvert grín sem ég held að sé mjög gott til að halda geðheilsunni. Þau voru dug- leg að sjá fyndnu hliðarnar á líf- inu og það er dýrmætt að geta það.“ Katrín var mjög náin foreldrum sín- um en þau eru bæði látin. Faðir hennar lést, líkt og áður sagði, þegar hún var tvítug en móðir hennar lést árið 2011. „Það er mikill söknuður að þeim báðum. Að missa foreldra sína hefur alltaf mikil áhrif á mann,“ segir Katrín einlæg. En þrátt fyrir að þau séu bæði farin eru þau henni oft ofarlega í huga. „Ég er stund- um alveg við það að fara að hringja í mömmu mína þótt hún sé farin. Stundum hugsa ég; „ahhh, ég hefði viljað segja mömmu frá þessu.“ Þá er kannski eitthvað svo fyndið að mig langar að deila því með henni.“ Viðmót Katrínar breytist örlítið þegar hún ræðir um foreldra sína, líkt og söknuðurinn nái tökum á henni í skamma stund. Enda metur hún fjölskylduna ofar öllu. Félagi í Töframannafélagi Íslands Þótt Katrín eigi erfitt með að skipu- leggja sig fram í tímann og viti varla hvað morgundagurinn ber í skauti sér, getur hún þó svarað því að hún sjái stjórnmálin ekki fyrir sér sem ævistarf. Það hefur hún aldrei gert. „Það er eitt af því sem ég er að minnsta kosti búin að plana, að hér verð ég ekki að eilífu. En ég er ekki orðin fertug svo ég hef nógan tíma til að gera eitthvað annað. Hvað það verður veit ég hins vegar ekki.“ Það er ekkert eitt sem hana dreymir um að gera. Hún hefur oft fengið þessa spurningu, hvað hún myndi fara að gera ef hún hætti á þingi, en svörin hafa breyst með árunum. „Ég hef viðrað ýmis fram- tíðaráform og reglulega segist ég ætla að fara að skrifa bækur, en það hefur ekkert orðið úr því enn- þá. Annars hef ég trú á því að maður eigi að vera tilbúinn að taka á móti hinu óvænta. Það hefur reyndar oft komið mér í undarlegar aðstæður. En að segja já, og gera eitthvað fá- ránlegt, það getur gefið lífinu gildi og leitt mann á nýjar slóðir.“ Þessi tilhneiging hennar til að segja já við öllu hefur meðal annars leitt hana á lýðræðisráðstefnu í Búlgaríu og gert hana að meðlimi í Töframannafélagi Íslands. „Ég ætla ekkert að segja um hæfleika mína sem töframaður, ég held að aðr- ir séu betri í að dæma um þá,“ seg- ir Katrín sem er ekkert að grínast með töframennskuna. Hefur meira að segja sýnt töfrabrögð í Salnum í Kópavogi ásamt skólasystur sinni úr íslensku. „Þótt ég geti stund- um bölvað sjálfri mér fyrir að segja já við einhverju fáránlegu, þá er stundum gaman að hafa sagt já.“ Katrín vill þó lítið fara út í þær fá- ránlegu aðstæður sem hún hefur lent í vegna jákvæðninnar – og séð eftir. Þá aðallega af tillitssemi við hlutaðeigandi aðila. Umræðan skiptir líka máli En Katrín er ekki bara í því að grín- ast allan daginn, framkvæma töfra- brögð og koma sér í fáránlegar að- stæður. Hún berst fyrir mikilvægum málum á Alþingi sem snerta lífskjör allra Íslendinga. „Mér finnst stóra málið vera hvernig við getum byggt upp betri lífskjör í þessu landi til frambúðar. Og að það sé ekki gert með gam- aldags stóriðjulausnum heldur að við horfum til þess að hér verði fjölbreyttara atvinnulíf. Það er mín ósk að við getum sammælst um að bæta kjör almennings í landinu. Þetta er frábært land og það er gott að búa hérna, en það skiptir máli að allir fái að njóta þess. Með alla þessa innviði, náttúruauðlindir og tækifæri, meðal annars í ferðaþjón- ustu, þá skiptir máli að við skipt- um kökunni þannig að hún nýtist öllum. Þetta hafa verið erfið ár eft- ir hrunið en við erum að rétta úr kútnum og það er mikilvægt að við aukum ekki misskiptinguna í sam- félaginu heldur drögum úr henni. Og að það sé gert í sátt við náttúru og umhverfi. Þetta er kjarninn sem lætur mig halda áfram. Vakna á morgnana, mæta í vinnuna og vera í pólitík.“ Aðspurð hvort hún óttist að mis- skiptingin muni aukast enn frekar, svarar hún játandi. „Og það er mjög hættulegt fyrir samfélag eins og okkar. Enda sýna rannsóknir að í löndum þar sem misskipting er lítil er mest velsæmd fyrir alla.“ Hún viðurkennir að verða stund- um mjög vonsvikin þegar henn- ar hjartans mál ná ekki fram að ganga í þinginu, sem gerist ansi oft þegar fólk er í stjórnarandstöðu. „En það sem heldur mér við efnið, er þegar ég fer út úr þinghúsinu og hitti gamla fólkið á elliheimil- inu eða börnin í skólunum, þá finn ég hvað það skiptir miklu máli að halda áfram.“ Hún segir stjórnmál- in líka snúast um að breyta um- ræðunni. „Mér finnst til dæmis frábært að hafa stuðlað að því að umræða um misskiptingu er orðin frekar mikil á Íslandi. Það hefur gerst á skömmum tíma. Þannig að það er ekki allt mælt í atkvæðum, heldur líka umræðunni. Stund- um er það síðarnefnda hlutskipti manns og þá verður maður að taka því. En svo þegar maður er orðinn alveg vonlaus þá verður maður að rétta kyndilinn einhverjum öðrum og stíga til hliðar,“ segir Katrín að lokum. n „Ég er stundum alveg við það að fara að hringja í mömmu mína þótt hún sé farin Elskar glæpasögur Katrín fær útrás fyrir spennuþörf sína með því að lesa glæpasögur. SELFOSSI 12 - 14 JÚNÍ 2015 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.KOTELETTAN.IS OG Á FACEBOOK.COM/KOTELETTAN BBQ FESTIVAL / FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ / GÖTUGRILLMEISTARINN 2015 / BMX BRÓS GÓI OG STUNDIN OKKAR / VATNABOLTI / ÍÞRÓTTAÁLFURINN OG SOLLA STIRÐA SPRELL TÍVOLÍ / ÞYRLUFLUG / BRÚÐUBÍLLINN / MARKAÐIR / LÍNA LANGSOKKUR FLOTTASTA GRILLVEISLAN 2015 / VELTIBÍLLINN / STYRKTAR - LETTUR SKB OFL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.