Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 56

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 56
Helgarblað 12.–15. júní 2015 Blint stefnumót Í vikunni las ég pistil þar sem því var haldið fram að Íslendingar færu aldrei á blind stefnumót. Það er ekki alveg satt. Seint á síðustu öld fékk ég sumarvinnu í einni stærstu byggingarvöruverslun landsins. Ég var á lagernum og eitt af verk- efnunum var að taka saman vör- ur í sendingar sem fóru á aðra út- sölustaði. Ein slík verslun var á Selfossi. Í tölvukerfinu sem við notuðum var afar frumstæð út- gáfa af einhvers konar spjalli og þannig höfðum við samskipti við hinar búðirnar. Snapchat hefði verið vel þegið á þessum árum, það hefði komið í veg fyrir at- burðarásina sem fór af stað. Ég og vinnufélagi minn feng- um fregnir af því að á Selfossi sæju nokkrar stúlkur um að panta vörurnar og þær væru hver annarri fallegri. Ein átti víst að hafa keppt í Ungfrú Suður- landi. Ég vildi að ég hefði verið þroskaðri en þetta en svo var ekki. Meira þurfti ekki til. Hormónar tóku völdin. Næstu vikur fóru í endalaus- ar skeytasendingar. Þar fékk ég að njóta mín því að lyklaborðið hef- ur alltaf verið vinur minn. Sendi- bílstjórinn sem keyrði vörurnar austur var síðan sá sem gat gef- ið okkur félögunum upplýsingar af vettvangi. Hvernig bröndurun- um væri tekið og hvað væri bara almennt að frétta. Hann var góð- ur sögumaður, sá skratti. Fljót- lega bárust þær fregnir að Suður- landið væri sú sem hefði sig mest í frammi á spjallinu. Sem þýddi fleiri skeyti frá mér. Þegar á leið sumarið bárust mér þau tíðindi að uppi væru hugmyndir um að við þyrftum að hittast, mögulega einhvers konar stefnumót. Skilaboðin frá bílstjór- anum voru einfaldlega á þá leið að Björninn væri að slá í gegn fyr- ir austan. Aftur tóku hormónarnir völdin. Áður en ég vissi af var búið að bóka bíóferð næstu helgi og ég bauðst til þess að sækja dömuna. Á Selfoss. Hormónar brengla rök- hugsun. Í rauninni var öll næsta vika ein samfelld brenglun. Ég hr- ingdi til dæmis í bílaleigu til þess að kanna sólarhringsverð á ein- hverjum almennilegum kagga. Frúarbíllinn hennar mömmu var ekki alveg að miðla þeim ágenga kynþokka sem ég vildi gjarnan koma á framfæri til Suðurlands- ins. Önnur sturlun fólst í því að ég gerði mér för í apótek til þess að kaupa smokka. „Þú getur ekki farið verjulaus austur,“ sagði vin- ur minn . Brøste hefði tárast yfir glópslegri bjartsýninni. Ég var nefnilega frekar seinn til í málefnum ástarinnar og hafði því ekki mikla reynslu af því að vígbúast með þessum hætti. Ég hafði einu sinni stolið smokk af vini mínum. Forvitnari menn en ég hefðu sennilega mátað bún- inginn og hafist svo handa við að millifæra handvirkt inn á reynslu- bankann. Blessunarlega vissi ég hins vegar að sjálfsfróun leiðir til varanlegrar blindu. En stóri dagurinn rann upp og ég lagði í hann. Þetta var í fyrsta sinn sem ég keyrði út fyrir Reykja- vík, fyrsta ferð af fjórum yfir Hell- isheiði þetta kvöld. Illa sáttur. Samt fáviti. Ég fann húsið á Selfossi, flaut- aði létt eins og um var samið, og beið eftir Suðurlandinu. Ég átta mig á því núna að enginn kvenmaður hefði getað staðist væntingar mínar og hvað þá hin ósköp venjulega stelpa sem gekk út. Stelpa sem átti eitthvað betra skilið en ósköp venjulegan lúða eins og mig. Það var því með öllu ósanngjarnt að svipurinn á mér í bílstjórasætinu hafi verið eins og FRÍKÍNG Gilitrutt hefði komið stökkvandi út úr húsinu, organdi af frygð, og æddi nú í loftköstum að bílnum. Væntingastjórnun, krakkar. Væntingastjórnun. Næstu andartök eru sennilega uppeldislegur hápunktur foreldra minna. Allar taugar líkama míns öskruðu: „ANDSKOTINN HAFI ÞAÐ, BJÖRN, FORÐAÐU ÞÉR. STÍGÐU Á BENSÍNGJÖFINA.“ En ég opnaði bílhurðina brosandi. Maður leikur sér ekki að tilfinn- ingum annarra. Stefnumótið sjálft er eins og í móðu. Ég setti landsmet í rall- íakstri frá Selfossi og að Stjörnu- bíói og hélt uppi laufléttu spjalli á meðan akstrinum stóð. Aðal- lega um byggingarvörur. Ég veit ekkert hvaða fjandans mynd við horfðum á enda var ég upptek- inn við að stjaksetja meinta vini mína og vinnufélaga í huganum. Sló landsmetið á seinni hring yfir Hellisheiðina og kvaddi döm- una með handabandi þegar hún ætlaði að yfirgefa bílinn. Handa- bandi! Ég og Suðurlandið áttum að- eins þetta eina kvöld saman. Ég fékk helgina til að jafna mig og mætti svo brosandi út að eyr- um í vinnuna á mánudeginum. Hernaðaráætlunin var að láta á engu bera. Þrjótarnir áttu það ekki skilið að sjá mig sturlast. n Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Föstudagur 12. júní 15.55 Ljósmóðirin (5:8) (Call the Midwife III) e 16.50 Vinabær Danna tígurs 17.03 Jessie (14:26) 17.25 Litli prinsinn (18:18) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Fréttir 18.20 Veðurfréttir 18.25 Ísland-Tékkland B (Forkeppni EM karla í fótbolta) Bein út- sending frá leik Íslands og Tékklands á Laugar- dalsvelli í forkeppni Evrópumótsins 2016 í fótbolta. 20.25 EM stofa - saman- tekt Samantekt frá öllum leikjum dagsins í forkeppni Evrópumóts karlalandsliða í knattspyrnu 2016. 20.50 Drekasvæðið (6:6) Ný íslensk gamanþáttaröð. 21.20 Séra Brown (8:10) (Father Brown II) 22.10 Einkaspæjarinn (3:3) (Case Histories II)Bresk sakamálaþáttaröð byggð á sögum eftir Kate Atkinson um fyrr- verandi hermanninn og lögguna Jackson Brodie sem gerist einkaspæjari í Edinborg. 23.40 Átök um ástina 7,5 (Scott Pilgrim vs. the World) Sígilt ástarævin- týri fært í gamansaman nútímastíl. Scott Pilgrim hefur fundið ástina en þarf að yfirbuga sjö fyrrverandi kærasta stúlkunnar til að vinna hjarta hennar. e 01.30 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok Stöð 2 Sport 2 Stöð 3 07:00 NBA Final Game (Cleveland - Golden State: Leikur 4) 11:50 Formúla 1 2015 (Kanada) 14:05 NBA 2014/2015 - Final Game (Cleveland - Golden State: Leikur 4) 15:55 Undankeppni EM 2016 (Kazakhstan - Tyrkland) B 18:10 Þýsku mörkin 18:40 Undankeppni EM 2016 (Lettland - Holland) B 20:45 NBA (Shaqtin' a Fool: Midseason) 21:10 Goðsagnir efstu deildar 21:45 Undankeppni EM 2016 (Ísland - Tékkland) 23:30 Undankeppni EM 2016 (Króatía - Ítalía) 01:10 Undankeppni EM 2016 (Kazakhstan - Tyrkland) 11:40 Premier League World 12:10 Undankeppni EM 2016 (England - Litháen) 13:50 Pepsí deildin 2015 (Víkingur - FH) 15:40 Pepsímörkin 2015 16:55 Premier League (Arsenal - Liverpool) 18:40 Undankeppni EM 2016 (Wales - Belgía) B 20:45 Stuðningsmaðurinn (Lúðvík Arnarson) 21:15 MD bestu leikirnir (Inter - Arsenal - 25.11.05) 21:45 Manstu 22:35 Premier League World 2014/ 23:05 Undankeppni EM 2016 (Wales - Belgía) 00:45 Premier League (Aston Villa - Burnley) 18:40 Cougar Town (1:13) 19:00 Junior Masterchef Australia (11:16) 19:50 Boss (1:8) 20:50 Community (5:13) 21:15 The Lottery (10:10) 21:55 American Horror Story: Coven (6:13) 22:40 Cougar Town (1:13) 23:00 The Listener (2:13) 23:45 Junior Masterchef Australia (11:16) 00:35 Boss (1:8) 01:35 Community (5:13) 01:55 The Lottery (10:10) 02:35 American Horror Story: Coven (6:13) 03:20 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Everybody Loves Raymond (6:25) 08:20 Dr. Phil 09:00 The Talk 09:45 Pepsi MAX tónlist 13:35 Cheers (20:26) 14:00 Dr. Phil 14:40 Emily Owens M.D 15:30 Royal Pains (9:13) 16:15 Once Upon a Time (13:22) 17:00 Eureka (6:14) 17:50 Dr. Phil 18:30 The Talk 19:10 Secret Street Crew (1:9) Ofurdansarinn Ashley Banjo stjórnar þessum frumlega þætti þar sem hann æfir flóknar dansrútínur með ólíklegasta fólki. 19:55 Parks & Recreation 20:15 Bachelor Pad (3:8) 21:45 XIII (3:13) Hörku- spennandi þættir byggðir á samnefndum myndasögum sem fjalla um mann sem þjáist af alvarlegu svefnleysi og á sér dularfulla fortíð. 22:30 Sex & the City (4:18) Bráðskemmtileg þátta- röð um Carrie Bradshaw og vinkonur hennar í New York. 22:55 Law & Order: SVU 23:40 The Affair (9:10) Ung þjónustustúlka, Alison, og eiginmaður hennar Cole, berjast við ýmis vandamál í hjónabandinu í skugga harmleiks. 00:30 Law & Order (5:22) 01:20 The Borgias (7:10) 02:10 Lost Girl (6:13) 03:00 XIII (3:13) 03:45 Sex & the City (4:18) 04:10 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 The Middle (21:24) 08:30 Glee 5 (13:20) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (1:175) 10:20 Last Man Standing 10:45 Life's Too Short (4:7) 11:20 Heimsókn 11:45 Save With Jamie (4:6) 12:35 Nágrannar 13:00 Last Night 14:30 Hulk vs.Wolverine 15:05 The Amazing Race 15:50 Kalli kanína og félagar 16:10 Batman: The Brave and the bold 16:35 Tommi og Jenni 16:55 Super Fun Night (15:17) 17:20 Bold and the Beautiful 17:40 Nágrannar 18:05 Simpson-fjölskyldan 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:55 Ísland í dag. 19:25 Impractical Jokers 19:50 Poppsvar (3:7) 20:15 NCIS: New Orleans 21:00 Diminished Capacity 5,7 Frábær gamanmynd frá 2008 sem segir frá blaðamanninum Cooper, leiknum af Matthew Broderick, sem fer að finna fyrir minnisleysi. 22:35 The Host 5,9 Ósýnilegar geimverur ráðast á jörðina og hýsa sig í manneskjum, taka yfir huga þeirra og gjörðir. 00:10 Pain and Gain 6,5 Spennumynd frá 2013 með Mark Whalberg, Dwayne Johnson og Ed Harris í aðalhlutverkum. 02:15 Anchorman : The Legend of Ron Burg- undy 7,3 03:50 Submarine 05:25 Fréttir og Ísland í dag falleg minning á fingur www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 21 6 6 6 Giftingarhringar Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Helgarpistill „En ég opnaði bíl- hurðina brosandi. Maður leikur sér ekki að tilfinningum annarra. 48 Menning Sjónvarp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.