Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 10
Helgarblað 12.–15. júní 201510 Fréttir loksins á Íslandi! Verslun og Viðgerðir Hjól a spret tur ︱ dal sHr auni 13 ︱ 220 Hafnarfjörður ︱ s Ími : 565 2292 ︱ w w w.Hjol a spret tur . is Fórnarlömb ofbeldis fá ekki alltaf greiddar bætur n Þolendur afbrota þurfa sjálfir að innheimta bætur n Ríkissjóður greiðir fjárkröfur hærri en 400.000 kr. Þ að er mín tilfinning að brotaþolar fái sjaldan greiddar tilteknar bætur úr hendi brotamanns,“ segir Sigrún Jóhannsdóttir hér- aðsdómslögmaður, sem oft hef- ur starfað sem réttargæslumaður brotaþola í refsimálum. Með lögum um greiðslu rík- issjóðs á bótum til þolenda af- brota er einstaklingum tryggt að ríkissjóður greiðir þeim miska- bótakröfur á hendur brotamanni hljóði þær upp á 400.000 krónur eða meira. Ríkissjóður sækir síð- an sínar kröfur að sömu upphæð til afbrotamanna. Því liggur það á herðum brotaþolans sjálfs að inn- heimta miskabótakröfur sem eru lægri en sú upphæð. Halldór Þormar Halldórsson, starfsmaður bótanefndar, seg- ir brotaþola þá hafa úr nokkrum úrræðum að velja: „Fái hann ekki greiddar miskabæturnar eftir að skorað hefur verið á afbrotamann- inn að greiða þær er hægt að krefj- ast aðfarar, sem er mjög kostnað- arsamt, fara í innheimtumál, sem líka er afar kostnaðarsamt, eða beina sér að ríkissjóði sem inn- heimtir kröfuna fyrir hann.“ Síð- astnefnt úrræði sé þó fremur nýtt og hefur einungis verið beitt í um tíu tilvika. Ríkið innheimtir ekki nema um 20 prósent „Þessi innheimta er erfið og rík- ið innheimtir ekki nema um það bil 20 prósent þeirra sjálft.“ Kröf- urnar fyrnist á tíu árum. „Oft á tíð- um eru þetta ungir menn, eigna- lausir, undir 30 eða 40 ára, og hafa kannski engan áhuga á að greiða kröfurnar. Í mörgum tilvikum eru þetta líka einstaklingar í rugli. Enginn greiðsluvilji fyrir hendi,“ segir Halldór. „Ef menn eiga eignir getur brotaþoli leitað til lögmanns til að fara í innheimtuaðgerðir en ef sá dæmdi er ekki eignamaður getur brotaþoli gleymt því að fá þann pening,“ segir Sigrún. Miskabætur eru einung- is greiddar ef um er að ræða of- beldisbrot. Því eiga lögin ekki við um augðunarbrot, eignaspjöll og svo framvegis. „Við erum fyrst og fremst að tala um kynferðisbrot, manndráp, líkamsárásir, frelsis- sviptingu. þvinganir, hótanir og al- mannahættu,“ bætir Halldór við. „Ég hef verið réttargæslumað- ur í nokkrum málum um heimil- isofbeldi og þar er sjaldnast litið á brotin sem samfelld, horft er til einstakra atburða, eins og eitt mál sem ég var með og varðaði mjög gróft heimilisofbeldi. Einstak- lingurinn var dæmdur í skilorðs- bundið fangelsi og gert að greiða 300.000 krónur í bætur. Það er ekki í neinum tengslum við raun- veruleikann,“ segir Sigrún. Þá sé meira en að segja það að fara í stórkostlegar innheimtuaðgerð- ir við fyrrverandi sambýlismann. „Þetta getur líka verið erfitt með væg kynferðisbrot þar sem menn eru dæmdir til að greiða fremur lágar bætur.“ Þá segir hún að ekki megi gleyma því að miskabætur eru bætur sem eiga að dekka að einhverju leyti það tjón sem þol- andi verður fyrir, tekjutap, sál- fræðikostnað og annað. Réttlætinu framfylgt og máli ljúki Hún segir að erfitt sé að áætla hve oft brotaþolar fái greiddar miska- bótakröfur undir 400.000 krónum. Það sé hennar tilfinning að þær fáist sjaldnast greiddar. „Nóg hef- ur verið lagt á brotaþolann þegar dómur er upp kveðinn. Það að fara í innheimtumál felur í sér enn meira álag. Í málum sem ég hef verið með fást kröfurnar sjaldnast greiddar og að lokum þá bara fyrn- ast þær.“ Erfitt sé að fullyrða hvort brota- þolar hafi þá á endanum ekk- ert upp úr krafsinu. „Ef menn fá skilorðsbundinn dóm og er gert að greiða miskabótakröfu und- ir 400.000 krónum er ekki beint hægt að segja að brotaþoli hefði eins getað sleppt því að fara í mál. Oft er mikilvægast að réttlætinu sé framfylgt eða málinu sé einfald- lega lokið,“ segir Sigrún. Seglin dregin saman í ríkisfjármálum Öll ríki OECD, Efnahags- og fram- farastofnunarinnar, nema þrjú hafa að geyma sams konar bóta- sjóði. Halldór segir alltaf einhverj- ar takmarkanir vera á greiðslum úr þeim. Norðmenn og Svíar séu með þróaðasta kerfið í þessum efnum þar sem lágmarkið sé í kringum 150.000 íslenskar krónur. Í frumvarpi að lögum um greiðslur ríkissjóðs til þolenda afbrota var ríkissjóði uppruna- lega ætlað að greiða miskabæt- ur að fjárhæð 10.000 krónur eða meira, til brotaþola. Niðurstaðan varð 100.000 kr. Vegna ráðstafana í ríkisfjármálum, eftir bankahrun, voru seglin dregin saman í þessum lið og fjárhæðin hækkuð í 400.000 krónur. n Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is „ Í málum sem ég hef verið með fást kröfurnar sjaldnast greiddar og að lokum þá bara fyrnast þær. Sigrún Halldórsdóttir „Oft á tíðum eru þetta ungir menn, eignalausir, undir 30 eða 40 ára, og hafa kannski engan áhuga á að greiða kröfurnar. Halldór Þormar Halldórsson Sigrún Halldórsdóttir Segir innheimtu miska- bóta geta falið í sér aukið álag á brotaþola. Halldór Þormar Halldórsson Segir ríkissjóð einungis endurheimta um 20 prósent bótakrafna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.