Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 54
Helgarblað 12.–15. júní 201546 Menning Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Þú finnur bílinn á bilo.is Skráðu bílinn á bilo.is A-LINER COLUMBIA EXPEDITION Árg 2003, mikið af aukahlu- tum. Tilboðsverð 1.190.000. Raðnr.252352 HONDA CIVIC 1.8I LS 02/2006, ekinn 104 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 1.390.000. Raðnr.230004 TOYOTA PREVIA 7 MANNA 02/2003, ekinn 212 Þ.km, 5 gíra. Verð 1.390.000. Raðnr.286007 MMC MONTERO LIMITED Árgerð 2005, ekinn 123 Þ.km, sjálfskiptur, leður og lúga. Einn eigandi! Verð 1.990.000. Raðnr.253686 FORD FOCUS TREND 06/2008, ekinn 148 Þ.km, 5 gíra. Verð 990.000. Raðnr.285996 Svefnbærinn vaknar Sigríður Sunna og Valgeir segja frá Bedroom Community, Seljahverfinu og tónlistarhátíðinni Breiðholt Festival V ið erum stödd í tignarlegu einbýlishúsi í Seljahverf- inu – í sömu götu og höf- uðstöðvar Friðar 2000 og nokkrum húsum frá heim- ili forsætisráðherra. Göturnar eru mannlausar og þöglar en inni er líf, erlendir starfsnemar að stússast í eldhúsinu og dempaður ómur frá hljóðfæraleik heyrist á bak við lokað- ar dyr. Gróðurhúsið, eins og það er kallað, er hljóðupptökuver og höfuð- stöðvar alþjóðlegu listamannafjöl- skyldunnar Bedroom Community. Nafn hópsins, sem á íslensku gæti útlagst sem Svefnbærinn, er tví- ræð tilvísun í stemninguna í hverf- inu: „Þótt það búi mikill mannfjöldi hérna upplifir maður ekki mikið mannlíf, sérstaklega ekki í þessum hluta Breiðholtsins. Maður sér einn og einn rölta með hundinn sinn. En það er til dæmis ekki hægt að hitta fólk í kaffi hérna því það er ekkert kaffihús,“ segir Valgeir Sigurðsson, tónlistarmaður og einn stofnmeð- lima útgáfunnar. Sigríður Sunna Reynisdóttir, eiginkona Valgeirs og annar lykilmeðlimur, kinkar kolli til samþykkis. Um næstu helgi ætla þau sér hins vegar að lífga upp á stemninguna með listahátíðinni Breiðholt Festival sem haldin verður víðs vegar í hverf- inu. 15 ár í Breiðholtinu Það eru um 15 ár síðan Valgeir, þá þekktastur fyrir vinnu sína með Björk, opnaði hljóðupptökuverið. „Ég er ekki úr Breiðholtinu heldur var ég bara að leita að aðstöðu þar sem ég gæti bæði búið og unnið,“ segir Valgeir. Hann viðurkennir að til að byrja með hafi mörgum þótt að- staðan fulllangt úr alfaraleið. „Sjálf- um finnst mér mjög gott að vera í umhverfi þar sem er mikið pláss. Hér er maður dálítið í náttúrunni, en á sama tíma tekur það mann bara tíu mínútur að komast niður í bæ ef þannig ber undir,“ segir Valgeir. Gróðurhúsið er hluti af húsaþyrp- ingu sem hópur listamanna byggði á áttunda áratugnum. Nokkrir frum- byggjar halda þar enn til, meðal annars Hallsteinn Sigurðsson mynd- höggvari, en höggmyndagarður hans verður notaður undir tónleika og leiki um helgina. Parið býr í hluta hússins en í hinum, þar sem áður voru keramíkvinnustofur, eru hljóð- upptökuver og höfuðstöðvar útgáfu- fyrirtækisins. Bedroom Community var stofnað árið 2006 af Valgeiri, bandaríska pí- anóleikaranum Nico Muhly og ástr- alska óhljóðalistamanninum Ben Frost. Nú, rétt tæpum áratug síðar, gefa tíu listamenn út undir merkjum hennar og um fimm manna kjarni starfsmanna og starfsnema heldur hversdagslegum rekstri gangandi. Þrátt fyrir að hópurinn hafi stækk- að hægt og bítandi hefur alltaf verið haldið í hugmyndina um þétt lista- mannasamfélag, þar sem skapandi einstaklingar vinna náið saman að fjölbreyttum verkefnum. Hópur- inn er búsettur um allan heim en miðstöðin er alltaf í Breiðholtinu og þegar meðlimir eru hér á landi búa þeir og starfa saman í Gróðurhúsinu. Hverfi í þróun „Félagslífið okkar fer fyrst og fremst fram inni í þessu húsi. En Breiðholt Festival er okkar tilraun til að færa samfélagið út og færa aðra inn í hús- ið,“ segir Sigríður. Að sama skapi vilja þau vekja athygli á þeirri list- rænu grósku sem hefur verið í þessu stærsta úthverfi Reykjavíkur alveg frá því að hverfið var byggt. Að undan- förnu hefur mikið verið rætt um Breiðholtið, og margir spáð því að með auknum ferðamannafjölda í miðbæ Reykjavíkur og hærra leigu- verði muni æ stærri hluti listalífsins færast í úthverfin. Reykjavíkurborg hefur að undanförnu lagt áherslu á að gera hverfið lífvænlegra sem hef- ur meðal annars skilað sér í því að Nýlistasafnið er flutt í Völvufell, Fab Lab er starfrækt í Eddufelli, vegg- listaverkum hefur verið komið fyrir á nokkrum veggjum og Gerðuberg er fullt af lífi. „Við finnum mikla breytingu og viðhorf fólks gagnvart Breiðholti verður sífellt jákvæðara. Það hefur verið nokkuð auðvelt að koma þessu á laggirnar því allir eru til í þetta. Það virðast allir samtaka um að gera þetta hverfi meira spennandi,“ seg- ir Sigríður Sunna, en meðal annars hafa þau fengið góða aðstoð frá þjónustumiðstöð og hverfisráði Breiðholts við að koma hátíðinni á laggirnar. Þau segjast vonast til að Reykjavík sé að þróast í líkingu við stærri borgir á borð við London þar sem ólík en sjálfbær hverfi bjóða upp á líf og þjónustu óháða miðbænum. Heimsfrægir í Breiðholtinu Þótt hinn almenni Íslendingur þekki kannski ekki nöfnin njóta Gróð- urhúsið og Bedroom Community mikillar virðingar í tónlistarheim- inum. Þekktir tónlistarmenn eiga oft leið hjá stúdíóinu, má þar nefna Feist, The XX, Coco Rosie og Bonnie Prince Billy, og vilja margir helst bara halda sig í Breiðholtinu. „Fyrst þegar erlendir tónlistarmenn voru að koma hérna til að taka upp vor- um við viss um að þeir vildu bara vera á hótelum í 101. En flestir vilja bara komast út úr áreitinu og ná ein- beitingu hér í fásinninu,“ segir Sig- ríður Sunna. „Það kemur alveg fyr- ir að fólk komi beint í Breiðholtið frá Keflavík og fari svo í mesta lagi í Bláa Lónið á leiðinni til baka,“ bæt- ir Valgeir við. Breiðholt Festival hefst klukkan 13.00 á laugardag og fer fram víða í Seljahverfinu. n Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Það er ekki hægt að hitta fólk í kaffi hérna því það er ekkert kaffihús „Hér er maður dá- lítið í náttúrunni, en á sama tíma tekur það mann bara tíu mínútur að komast niður í bæ Í Breiðholtinu Sigríður Sunna, Valgeir og félagar í Bedroom Community halda listahátíð í Seljahverfinu á laugardag. Listamenn sem munu taka þátt í Breiðholt Festival Ítarlega dagskrá má finna á breidholtfestival.com Ben Frost, Nico Muhly, Samaris, Cell7, kira kira, Sjón, Stelpur rokka, DFM company, Lúðrasveit Breiðholts og Árbæjar, Gunnar Jónsson Collider, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Davíð Örn Halldórsson, Parabolur, KGB Soundsystem, Wesen, DOD, Hrefna Björg Gylfadóttir, Kristín Dóra Ólafs- dóttir, Die Jodlerinnen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.