Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 18
18 Fréttir Helgarblað 12.–15. júní 2015 B rjóstabyltingunni, sem vart gerði við sig í mars síðast- liðinn og fór sem eldur í sinu um netið og íslenska fjölmiðla, er ekki lokið. Boð- að hefur verið til samstöðufundar á Austurvelli um helgina þar sem fólk er hvatt til þess að koma saman og bera sig að ofan. Viðburðurinn ber yfirskriftina ,,Frelsum geirvörtuna – Berbrystingar sameinumst!“ Ljóst er að byltingarsinnar eru flestir af yngri kynslóðinni, en rót sína á byltingin að rekja til stúlkna í Femínistafélagi Verslunarskóla Ís- lands, sem birtu myndir af sér ber- um að ofan á netinu. Þá standa átta ungar konur á aldrinum tvítugs til þrítugs að viðburðinum næstu helgi. Yngri kynslóðir landsins eru leiðandi í þessum efnum. En hvað segja eldri kynslóðir baráttukvenna um málið? DV ræddi við þær Krist- ínu Ástgeirsdóttur, fyrrverandi þingkonu Kvennalistans og fram- kvæmdastjóra Jafnréttisstofu, Þor- gerði Einarsdóttur, prófessor í kynjafræði við stjórnmálafræði- deild Háskóla Íslands, og Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, fyrrver- andi þingmann Kvennalistans, sem nú starfar sem prófessor í mann- fræði við Háskóla Íslands. Frelsið skiptir máli „Ég er mjög ánægð með þetta,“ seg- ir Kristín þegar blaðamaður slær á þráðinn til hennar. ,,Það er frábært að yngri kynslóðir rísi upp og taki á þessum málum.“ Kristín segist hafa verið á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóð- anna í mars þar sem tvö mál hafi helst verið rædd: „Annað var hrylli- lega ástandið í Sýrlandi, Nígeríu og öðrum ríkjum Norður-Afríku en hitt var ofbeldi á netinu. Ofbeldi í víð- um skilningi; myndbirtingar, hót- anir, þegar farið er ófögrum orð- um um einstaklinga og slíkt. Það er mikilvægt að tekið sé á þessu.“ Hún segir netið og þann heim sem það hefur að geyma vera henni framandi. „Þetta er heimur sem ég og konur á mínum aldri þekkjum ekki. En stelpur og yngri konur, í menntaskóla og aðeins upp, verða mjög varar við þetta og þá gegndar- lausu kvenfyrirlitningu sem þessu fylgir og er nátengd klámvæð- ingunni sem rignir yfir ungt fólk og yfirtekur samskipti kynjanna.“ Kristín segist fegin því að stelpur takin málin í sínar hendur. „Ég verð að viðurkenna að ég var hissa til að byrja með og margir femínistar sömuleiðis. Ein sagði: ég hef ver- ið að berjast fyrir því að konur séu klæddar allt mitt líf!“ Málið sé hins vegar ekki svo einfalt. Kynslóðir séu mismunandi og ádeilur líka. „Hér er verið að afhelga lík- amann og farið beint í kjarna um- ræðunnar: afhelgun brjósta. Brjóst eru ekkert merkilegri en hvað ann- að,“ aðalmálið sé ekki endilega hvernig farið sé að því. Hvort konur muni standa ber- brjósta á sundlaugarbökkum lands- ins í náinni framtíð sé erfitt að segja. Hver og ein verði að ákveða það fyr- ir sig. Það sem skipti máli sé frelsið. „Það er nú fyndið að rifja það upp að það tíðkaðist oft hér áður fyrr að konur væru berbrjósta, síðan, aðal- lega fyrir tilstilli einhverra banda- rískra mynda, þar sem nekt var allt í einu feimnismál, þá breyttist þetta,“ segir Kristín að lokum. Íslensk kvennabarátta einkennist af samstöðu „Mér finnst gríðarlega margt já- kvætt í þessu,“ segir Þorgerður. ,,Hér er um valdeflandi hreyfingu að ræða sem þarf að skilja í sögulegu samhengi sínu.“ Hún segir efasemdaraddir helst ganga út á að gengið sé inn á „forsendur kerfisins“. Með því að bera brjóst sín telji sumir það vera nákvæmlega það sem ,,ætlast sé til“ af konum. Fólk verði hins vegar að hafa í huga að tímarnir séu breyti- legir. „Ungir krakkar lifa í veruleika sem var ekki við lýði þegar eldri kynslóðirnar upplifðu sín blóma- skeið. Málið horfir þess vegna öðru- vísi við eldri kynslóðum en mikil- vægt er að skilja hverja kynslóð á hennar eigin forsendum.“ Þorgerður segir viðbrögð við Free The Nipple-byltingunni í mars síðastliðinn hafa verið áhrifamik- il. Samstaða hafi verið mikil meðal manna og þolenda hefndarkláms. Valdið hafi eflst í þeirra höndum. „Svo er annað, auðvitað er margt tengt þessari byltingu ekki hnökra- laust. Byltingin er sjálfsprottin og þá er ekki hægt að ætlast til þess að hlutirnir séu fullkomlega rökréttir og skotheldir í hugmyndafræðilegu tilliti.“ Að lokum bætir Þorgerður því við að kollegar hennar utan land- steinanna hafi sýnt íslensku brjósta- byltingunni mikinn áhuga. Sér- kenni íslenskrar kvennabaráttu beri þá helst á góma: Annars vegar hve samfelld og óslitin íslensk kvenna- barátta hefur verið í gegnum tíð- ina, en einnig hin mikla samstaða milli kvennahreyfinga á Íslandi þar sem unnið er saman, þrátt fyr- ir fjölda þeirra og blæbrigðamun. „Það eru margir sprotar í gangi og samstaða ríkir milli þeirra, þrátt fyr- ir blæbrigðamun og efasemdir um einstök atriði.“ Yngri og eldri sameinist Sigríður Dúna segir atburði síðustu mánaða mjög merkilega en brjósta- byltingin og umræðan um kyn- ferðisofbeldi fari saman: „Þetta fer saman: brjóstabyltingin og það sem hefur verið að gerast í sambandi við Beauty Tips. Ungar konur láta raddir sínar heyrast og það er mikið fagnaðarefni. Jafnvel þótt byltingin sé ekki svo markviss, en kannski er of snemmt að segja til um það,“ seg- ir Sigríður. Hún leggur jafnframt áherslu á að mestu máli skipti að frumkvæð- ið og aflið komi frá þeim sem málið brennur á: „Brjóstabyltingin brenn- ur á yngri konum. Kynferðisofbeldi er umtalað af yngri konum. En hvað með eldri konur? Mér sýndist eldri kona skrifa um það á netinu að það vantaði vettvang fyrir þær sem eldri eru. Ég segi bara að þær eigi að taka þátt með stelpunum.“ Gamlir hippar tala um nekt „Ég sat í boði með konum sem all- ar voru ungar á hippatímanum. Á þeim tíma, í kringum 1970, voru rauðsokkur að brenna brjósta- haldara um allan heim og vildu vera frjálsar. Ungar konur notuðu varla brjóstahaldara og mér datt ekki í hug að gera það fyrr en ég byrjaði með barn á brjósti.” Sigríður „Brjóst eru ekkert merki- legri en hvað annað“ n Eldri kynslóðir baráttukvenna hrifnar af brjósta byltingunni n Kynslóðabil í kvennabaráttunni Birna Guðmundsdóttir birna@dv.is „Byltingin er sjálf- sprottin og þá er ekki hægt að ætlast til þess að hlutirnir séu fullkomlega rökréttir og skotheldir í hugmynda- fræðilegu tilliti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.