Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 22
Helgarblað 12.–15. júní 201522 Umræða Á fjórða áratug síðustu ald­ ar starfaði Flokkur þjóðern­ issinna hér á landi og hafði þórshamarinn eða hakakross­ inn að merki sínu. Þrátt fyrir að flokkur þessi væri býsna áberandi fékk hann ekki kjörinn alþingismann eða bæjarfulltrúa. Hins vegar að­ hylltist nokkur fjöldi ungra manna stefnu flokksins og félagsstarfsemi hans var býsna lífleg um tíma. Fyr­ irmyndir flokksins voru um margt fengnar frá þýskum þjóðernissósíal­ istum, en er lýðum varð kunnugt um grimmdaræði þeirra hurfu flestir ís­ lenskir áhangendur þjóðernissósíal­ ismans frá stefnunni. Þó ekki allir. Ekki „allsnotur“ stefnuskrá Í júlí 1976 átti Vísir viðtal við Helga S. Jónsson, kaupmann í Keflavík, sem verið hafði einn af leiðtogum flokks íslenskra þjóðernissinna. Hann sagði starf þeirra hafa byrjað árið 1933, en fyrsta eintak af blaðinu „Ákæran“ kom út það ár. Útgáfa blaðsins var liður í uppreisn þjóðernissinna gegn Gísla í Ási sem gaf út „Íslenska endur­ reisn“, en það blað var að áliti Helga „hálfgert íhaldsblað“. Um það fórust Helga svo orð: „Gísli vildi leiða okk­ ur undir íhaldið og að við yrðum bar­ áttusveit fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Því var ég á móti. Við vildum hafa okk­ ar eigin sjónarmið og höfðum þau. Þess vegna héldum við áfram að gera flokk sem síðar varð Flokkur þjóð­ ernissinna.“ Helgi sagði þá hafa feng­ ið „marga ágætismenn“ með sér og hann hafi sjálfur verið útnefndur „for­ inginn“. Þeir bjuggu til sína eigin stefnu­ skrá sem ekki þótti „allsnotur“. Þar sagði meðal annars: „Vér ákærum ranglæti, svik og kúgun sem þjóðin er beitt af þeim sem hafa forráð hennar. Vér ákærum landráðamenn og föð­ urlandssvikara þá sem undir grímu „sjálfstæðis“ selja sjálfstæði þjóðar­ innar í hendur erlends ríkis. Vér ákærum alla núverandi stjórnmála­ flokka og allar stéttaæsingar á kostn­ að þjóðarinnar. Dómstóll vor er ís­ lenska þjóðin, vitnin sem vér leiðum er ríkjandi ástand.“ Flokkurinn bauð þrisvar sinnum fram og í öll skiptin var Helgi sjálfur frambjóðandi. Eða eins og hann orð­ aði það við blaðamann: „Sjálfur féll ég eins og skata svo þú hefur hér fyrir framan þig þrífallinn frambjóðanda.“ Helgi sagði sjálfstæðismenn hafa ótt­ ast mjög að missa fylgi ungs fólks yfir til þjóðernissinna, en unga fólk­ ið hefði þó skilað „sér flest aftur heim til föðurhúsanna“. Sjálfur gekk Helgi síðar til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, en bætti við: „... þrátt fyrir það hef ég ekkert aflagt af minni trú“. „Menn vilja láta rassskella sig“ Helgi var nokkrum sinnum tekinn til fanga af Bretum á stríðsárunum og fékk að kynnnast „þriðju gráðu yfir­ heyrslum“ eins og hann orðaði það sjálfur. Hann kvaðst þess fullviss að Flokkur þjóðernissinna hefði vaxið hefði styrjöldin ekki skollið á. En hver var stefna flokksins? Helgi svaraði því svo til að markmiðið hefði verið að ná öllum völdum: „Hina stjórnmálaflokkana hefðum við af­ skrifað. Bannað þá einhvern veginn. Sérstaklega hefði þetta gilt um komm­ únista sem ég tala ekki um af neinni virðingu. Kratar og framsóknarmenn eru meiningarlausir og skoðanalaus­ ir.“ Að sama skapi hefði hann viljað afnema almennar kosningar og sagði svo: „Það þarf aga. Menn vilja láta rassskella sig. Fólk vill að það sé ein­ hver sem virkilega ræður.“ Þrátt fyrir ýmsar hliðstæður ís­ lenskra þjóðernissinna við flokk þýskra þjóðernissósíalista voru engin formleg tengsl þarna á milli og um það fórust Helga svo orð: „Við höfðum vissa aðdáun á því hvað þýsk þjóðern­ isstefna gat gert. En þjóðernisstefna hlýtur að mótast á sínum stað. Við getum ekki flutt út þjóðernisstefnu og ekki flytjum við þýska nasismann hingað.“ Þeir vildu því byggja upp ís­ lenska þjóðernisstefnu, enda hefði þýski þjóðernissósíalisminn ekki ver­ ið „útflutningsvara“. Flokkur þjóðern­ issinna var að þessu leyti gerólíkur ís­ lenska kommúnistaflokknum, sem tók við fyrirskipunum frá Moskvu. Aðdáun á foringjanum Aftur á móti dáðust íslenskir þjóðern­ issinnar mjög að Adolf Hitler. Um það fórust Helga svo orð: „... ég hafði trú á Adolf og ég hafði trú á nasismanum. Við vorum að reyna að taka viss atriði úr þeirra stefnuskrá og þýða. En ým­ islegt annað reyndum við að sigta frá. Við höfðum til dæmis ekki neitt að gera með gyðingahatur.“ Þórshamar­ inn eða hakakrossinn var annað sem tengdi þessar tvær hreyfingar saman. Um það fórust Helga svo orð: „Haka­ krossinn í fána okkar hafa ýmsir tek­ ið sem sönnun á skyldleika okkar við nasisma. Hakakrossinn er ham­ ar guðsins Þórs og hefur einnig verið nefndur Mjölnir. Hann átti að minna á Indó­germanismann. Hann er gam­ alt germanskt merki og það varð til þess að við tókum hann upp.“ Samkvæmt kenningum þjóðern­ issósíalismans var hvíti kynstofninn flokkaður sem æðri öðrum kynþátt­ um. Hvaða skoðun höfðu íslensk­ ir þjóðernissinnar á þeim kenning­ um? Helgi sagði um það mál: „Þú getur ekki tekið slava og gert hann að Íslendingi og Íslendingur getur ekki orðið gyðingur. Ég tel að þess­ um þjóðflokkum sé ýmislegt eðlislægt sem öðrum er ekki. Sjálfur er til dæm­ is Keflvíkingur ættaður af Vestfjörð­ um ... Íslendingar eru ekki hreinir arí­ ar. Þeir eru írskir blendingjar. Nema á Austfjörðum er mikið um frönsk áhrif. Þangað kom mikið af frönskum dugg­ um og skútum. Þær hafa verið ýmsar lauslátar eins og nú. En hér á Suðvest­ urlandi er blandan ekki mikil.“ Slegist við „kommúnistaskratt- ana“ Helgi sagði það hafa verið „mikið fjör á þessum árum. Fullt af fundum og látum. Ég segi ekki að við höfum ver­ ið neinir sérstakir postular, en það var mörkuð ný leið“. Einn eftirminni­ legasti slagurinn hefði verið háður á 1. maí árið 1938. Grípum niður í frá­ sögn Helga: „Við vorum í göngu í grá­ um skyrtum og vorum að fara inn Hverfisgötu. Kommúnistaskrattarnir voru að fara niður Laugaveginn. Allt var stillt þar til við fórum upp Frakka­ stíg og lentum í miðri göngu hinna. Allt leystist upp í logandi slagsmál og riðluðust fylkingar þeirra. Okkur tókst að koma okkar fylkingu í gott horf. Niður Laugaveginn komum við síðan í skipulegri göngu með íslenska fánann og hakakrossfánann í farar­ broddi.“ Að þessum bardaga lokn­ um héldu þjóðernissinar geysifjöl­ mennan fund í Barnaskólaportinu og kommúnistar reyndu að hleypa fundinum upp en voru „selfluttir brott af hraustum mönnum,“ eins og Helgi orðaði það. Missti aldrei trúna Helgi var einn örfárra Íslendinga sem aldrei missti trúna á hug­ myndafræði þjóðernissósíalismans. Hann kvaðst ekki sjá eftir því að hafa starfað með Flokki þjóðernissinna þrátt fyrir allt sem komið hefði í ljós um grimmdaræði Hitlers og sagði: „Ég er sami nasistinn og ég var og verð það áfram. Maður verður nefni­ lega að hafa einhverja stefnu, ein­ hvern farveg í tilverunni. Það er ekki nóg að hafa einhverja hentistefnu og Moggann til að vitna í. Það verður að vera eitthvað sterkt til grundvallar.“ Hann taldi þjóðernisstefnuna eiga mikið erindi við samtímann á ofanverðum áttunda áratugnum og sagði alþjóðahyggju þess tíma ekki kunna góðri lukku að stýra. Menn gætu ekki snúið sér bara eft­ ir því sem gerðist úti í hinum stóra heimi. Lokaorð Helga voru svofelld: „Ef við viljum lifa hamingjusömu lífi verðum við að byggja á þjóðlegum grunni.“ n V A R M A D Æ L U R 19 dBA *Við ábyrgjumst lægsta eða sama verð og sambærileg varmadæla frá öðrum söluaðilum. Smiðjuvegur 70 - gulgata - 200 Kópavogur Gæði, þjónusta og gott verð. Hámarks orkusparnaður. sen dum frÍ tt Út Á l and * Helgi S. Jónsson í viðtali við Vísi árið 1976 Helgi S. Jónsson kaupmaður í Keflavík „Hann kvaðst þess fullviss að Flokkur þjóðernissinna hefði vaxið hefði styrjöldin ekki skollið á.“ Missti aldrei trúna „Það er ekki nóg að hafa einhverja hentistefnu.“ „Ég er sami nasistinn og ég var“ Aðdáun á Hitler Helgi skoðar mynd af Hitler sem hann hafði mikla trú á. Björn Jón Bragason bjornjon@dv.is Fréttir úr fortíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.