Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 40
Helgarblað 12.–15. júní 201532 Fólk Viðtal M ér fannst eins og það hlyti að vera einhver ástæða fyrir þessu öllu, að mitt hlutverk væri að nota mína reynslu til að hjálpa öðrum. Fyrir sjö árum greindist ég svo með krabbamein, sem var mik- ið sjokk. Ég var mjög heppin því krabbinn fannst á frumstigi. Það er minn lottóvinningur í þessu lífi. Krabbameinið var ákveðinn vendi- punktur í mínu lífi. Ég ákvað strax að láta það ekki draga mig til dauða og hætta að bíða með að gera eitt- hvað, fór í Aflið og hóf að vinna með konum þar,“ segir Jóhanna Guðný Birnudóttir, betur þekkt sem Jokka, sem starfar sem ráðgjafi hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heim- ilisofbeldi á Akureyri. Margir gerendur Jokka þekkir sjálf afleiðingar kyn- ferðisofbeldis. Hún var misnot- uð sem barn frá tveggja til níu ára aldurs og aftur á unglingsárunum af fleiri en einum aðilum. Einnig var henni nauðgað þegar hún var tvítug. Hún fagnar aukinni umræðu um kynferðisbrot og vonast til þess að byltingin í Facebook-hópnum Beauty Tips verði til þess að ná fram alvöru breytingum til frambúðar. „Ég vona það svo sannarlega og mér sýnist það. Ef við skoðum einelti þá var það orð ekki til fyrir 20 árum. Þá var bara talað um stríðni og óþæga krakka. Í dag vita allir hvað einelti er og eineltisteymi eru alls staðar. Af hverju er ekki hægt að hafa það sama með kynferðisbrot? Að hafa allt uppi á borðum svo barn geti komið fram og sagt að það hafi lent í kynferðisbroti? Það er svo mikilvægt að geta sagt frá og skilað skömminni en fyrir hvern einn sem stígur fram og segir sína sögu þá stíga aðrir tveir fram í kjölfarið, sem er svolítið sterkt. Það er greinilega mikil þörf í samfélaginu til að tala sem er dá- samlegt því það heilar sálina.“ Konur misnota líka Jokka vonast til þess að karlar feti nú í fóspor kvennanna á Beauty Tips og opni á sína reynslu. „Samkvæmt rannsóknum verður ein af hverjum fjórum stelpum fyrir kynferðisbroti og einn af hverjum sex strákum. Hvar eru strákarnir? Það er enn- þá erfiðara fyrir þá að stíga fram og það er samfélagið sjálft sem veldur. Við sjáum það vel þegar við lesum „komment“ og fréttir þar sem sagt er frá karlkyns kennara sem misnot- aði kvenkyns nemanda. Ef kennar- inn er kona en þolandinn dreng- ur er talað um ástarsamband. Svo keppast „virkir í athugasemdum“ um að öfundast út í drenginn. Kon- ur eru líka gerendur, þær beita kyn- ferðis-, heimilis- og andlegu ofbeldi ekkert síður en karlar.“ Bældi minningarnar Jokka ólst upp í sveit í Eyjafirði en hefur aðallega búið á Akureyri. Hún segir æskuna hafa verið erfiða. Hún hafi hvergi passað inn og aldrei upp- lifað sig eina af hóp og upplifi það jafnvel ekki enn í dag. „Ég var alltaf öðruvísi. Sem krakki leið mér best úti í horni með bók þar sem enginn tók eftir mér,“ segir Jokka sem var send til sálfræðings 15 ára. „Ég var hjá honum í tvö ár áður en ég fór að tala um það sem hafði gerst. Ég hafði bælt það allt niður og mundi ekkert fyrr en ég var að verða 17 ára. Þá fer ég að fá endurlit, bæði í svefni og vöku, og smám saman rifjast þetta upp fyrir mér. Það var ótrúlega erfitt. Ég man eftir að vakna grátandi upp úr svefni nótt eftir nótt,“ segir Jokka sem vonast til þess að öll minn- ingarbrotin séu komin fram. „En ég veit það ekki. Ég fékk síðasta „flash- back-ið“ í fyrra. Kannski verða þau að koma alla ævi. Stundum er nóg fyrir mig að finna ákveðna lykt, heyra eitthvert hljóð, orð eða tón. Munur- inn á endurlitunum í dag og fyrir fimm árum er að áður leið mér öm- urlega þegar þegar gerðist en í dag get ég tekið endurlitið, hugsað með mér; já ok, þetta var svona og sleppt því. Ég er hætt að láta þetta brjóta mig og það finnst mér magnað.“ Hrædd við allt Jokka varð móðir þegar hún var tvítug en sonurinn ólst upp hjá pabba sínum. „Ég gerði það fyrir hann af því að ég sá að ég gat ekki séð um hann. Ég varð fyrir ofboðs- legum fordómum fyrir vikið og finn fyrir þeim ennþá en ég gerði það sem ég taldi vera best fyrir hann. Við vorum alltaf í sambandi, þar til hann flutti fjögurra ára til Dan- merkur. Þetta er einstakur drengur sem er 24 ára og í háskóla í Álaborg í dag. Við erum mjög góðir vin- ir og með sama húmorinn. Hann er yndislegur og er að gera mig að ömmu í haust,“ segir hún og brosir og bætir við að hún eigi einnig tvær dætur, 14 ára og 17 ára, auk þess að hafa átt tvær stjúpdætur í sjö ár sem munu ávallt fylgja henni. „Ég var miklu tilbúnari þegar ég eignað- ist dæturnar en hafði um leið mik- ið samviskubit yfir því að hafa ekki strákinn minn hjá mér líka. Ég bara kunni ekki neitt og var allt í einu komin með barn með mér heim sem er gríðarleg ábyrgð. Ég var svo hrædd við allt, hrædd við ábyrgð, hrædd við lífið og hrædd við að brjóta á börnunum. Sérstaklega fannst mér erfitt að skipta um bleiu á stráknum mínum. Ég var svo hrædd um að gera eitthvað rangt.“ Lífið hrundi Þegar strákurinn var sex mánaða var Jokku nauðgað. „Þá hrundi lífið. Ég missti nánast vitið á þessum tíma- punkti og föðurfjölskyldan tók strák- inn að sér. Ég fór í svona „zombie- mót“. Þetta var manneskja sem ég þekkti og treysti og ég þorði ekki að kæra. Einhvern veginn taldi ég mér sjálfri trú um að þetta hefði verið mér að kenna, eins og allt annað sem ég hafði lent í. Það sást ekkert á mér, engir áverkar, ekkert. Þess vegna taldi ég að ég hefði ekkert til að kvarta yfir. Á þessum tímapunkti var ég að vinna í sjálfsvinnunni með Stígamótum til að vinna úr reynslunni úr æsku og fannst ég því hafa átt að vita betur. Í stað þess að fá hjálp þagði ég og hætti hjá samtökunum. Ég gat ekki meira og lokaði mig af og svaraði hvorki síma né dyrabjöllu. Minningin um þennan tíma er bara myrkur. Ég hafði ekki haft neinn áhuga á að lifa fyrr en strákurinn fæddist því þá fannst mér ég verða að vera til staðar fyrir hann en eftir þetta missti ég alla stjórn. Ég þorði samt ekki að enda þetta en ég þorði ekki heldur að lifa. Ég hitti sál- fræðing daglega sem skipulagði fyrir mig næsta dag svo ég kæmist af. Svo hitti ég geðlækni sem hló að mér. Af hverju veit ég ekki, kannski fannst honum fyndið hvað ég var óheppin eða hvað ég var mikill aumingi. En þegar hann hló varð ég reið og not- aði þessa reiði til að fara heim og pakka niður og flytja suður. Þegar ég kom þangað fór ég á sjúkrahúsið og vildi fá að tala við sálfræðing. Ég fékk að ræða við konu sem ég úthellti mig yfir. Hún horfði á mig og spurði hvað ég vildi eiginlega að hún gerði. Ég þakkaði pent fyrir og fór beint heim og skrifaði og skrifaði. Ég sá þessa konu aldrei aftur,“ segir hún en úr skrifunum urðu tvær ljóðabækur byggðar á hennar reynslu. Læknar neituðu að hlusta Hún segir ofbeldið hafa haft mik- il áhrif á hennar líf. „Maður byrj- aði snemma að drekka og reykja og ég flutti snemma að heiman. Þetta hafði líka þau áhrif að ég fór ekki í meira nám. Ég hafði aldrei einbeitingu eða ró í hjartanu til að læra. Svo hef ég átt mjög erfitt með tengslamyndun við annað fólk. Ég á mjög erfitt með að treysta og hef átt erfitt með að standa með sjálfri mér. Það sem gerist fyrir sálina hef- ur áhrif á líkamann og strax á ung- lingsárunum fór ég að finna fyrir stoðkerfisverkjum, móðurlífsverkj- um, meltingarvandamálum, óút- skýrðum verkjum og hjartsláttar- truflunum og ofþyngd. Þegar ég var 15 ára heyrði ég að það væri ljótt að vera feitur og þá fór ég að borða. Ég fitnaði um 10 kíló það sumar. Svo fékk ég að heyra að ég væri með svo fallegar mjaðmir og þá skildi ég að þetta var allt mér að kenna. Ég hef gengið á milli lækna. Samt spurði mig aldrei neinn af hverju mér liði svona. Ef ég reyndi að tala við lækn- ana vildu þeir alls ekki heyra það sem ég hafði að segja. Ég vildi vita, þar sem ég hafði verið svo lítil þegar þetta gerðist, hvort eitthvað hefði kannski skemmst, en þeir neituðu að hlusta og bönnuðu mér að tala um þetta. Skjólstæðingar okkar á Aflinu tala líka um þetta skilnings- leysi, þeir hafi reynt að segja frá en ekki fengið tækifærið né eyra til að hlusta.“ Gerendur eiga fjölskyldu Pistill Jokku, sem birtist í Pressunni í vikunni, hefur vakið athygli en þar lýsti hún meðal annars áhyggjum sínum af því að í aukinni umræðu sé hætta á að gerendur verði í kjöl- farið krossfestir á kommentakerf- um vefmiðla og þori því síður að Jokka Birnudóttir ráðgjafi hjá Aflinu, var misnotuð í æsku og nauðgað á fullorðinsaldri. Indíana Ása Hreinsdóttir settist niður með Jokku og ræddi um erfiða æsk- una, afleiðingar ofbeld- isins, soninn sem hún ól ekki upp, batann og tilfinningarnar gagnvart gerandanum sem hún segir geta verið flóknar. Bældi niður minningarnar Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Stundum er nóg fyrir mig að finna ákveðna lykt, heyra eitthvert hljóð, orð eða tón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.