Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Side 48
Helgarblað 12.–15. júní 201540 Lífsstíll Þrif ehf. | Lækjasmári 86 | 201 Kópavogur | Sími: 8989 566 | www.thrif.net Fyrirtæki og húsfélög, gerum tilboð ykkur að kostnaðarlausu Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir íbúðir sem eru í túristaleigu Hefur þú þörf fyrir þrif Hallgrímskirkja í flippaðri kantinum Eygló M. Lárusdóttir hannar undir sínu eigin merki EYGLO E ygló M. Lárusdóttir útskrif- aðist úr Listaháskólanum árið 2005. Hún stofnaði fljótt eftir það sitt eigið merki, EYGLO. Hún er einn eigenda verslunar- innar Kiosk að Laugavegi 65, en þar reka sjö hönnuð- ir saman fataverslun. Hönnunarhornið heyrði í Eygló til að fá hennar álit á ís- lenskri hönnun og hvað henni er efst í huga þegar minnst er á: Flík: „Milla Snorrason ullar- peysan. Ég var svo lukkuleg að eignast flíkina um daginn og þykir mér gaman að sjá hresst upp á íslensku ullarpeys- una. Hún er gerð úr frábærri litasamsetn- ingu og munsturgerð.“ Skartgripur: „Orri Finn er mér efst í huga og þá helst línan þeirra „Flétta“. Það er eiginlega með ólíkindum hvernig þau fara að þessu.“ Bygging: „Hallgrímskirkja! Í Listaháskólanum var svolítið talað niður til Hallgríms- kirkju af því hún á að vera blanda af svo mörg- um stílum. Mér er alveg sama um það, ég elska þessa byggingu. Hún er svo hress í flippaðri kantin- um.“ Er eitthvað annað íslenskt sem þér finnst sérstaklega heillandi?: „Staur- umbúðirnar. Þær minna mig á hljómsveitina Stjórnina og góðar stundir. Ég verð alveg brjáluð ef þau hjá Freyju fara að krukka í þessu.“ Eiðistorg – „Hvet fólk til að gera sér ferð þangað og skoða sig um. Svolítið eins og að ganga inn í tíma- vél á Benidorm.“ n Hönn- unar- Horn Kolfinna Von Arnardóttir kolfinna@artikolo.is EYGLO Eygló er óhrædd við að nota skopskyn í hönnun sinni. Falleg hönnun Print er áberandi á flíkum frá EYGLO. Saumastofa Klapparstíg Flíkurnar eru að mestu unnar á saumastofunni hennar Eyglóar á Klapparstíg. Nýjar íslenskar sápur Sótthreinsandi, nærandi og mýkja húðina Á lfheiður Eva Óladóttir og Bylgja Bára Bragadóttir hefja íslenska framleiðslu á froðusápum sem sótthreinsa, næra og mýkja húðina. Miana-handsápurnar eru í hópi fyrstu vörulínu fyrirtækisins MIA. Um er að ræða alíslenska fram- leiðslu. Sápurnar hafa fengið góðar við- tökur eftir að þær komu í verslanir í maí síðastliðnum. Nú fást sápurn- ar í verslunum um land allt. Hægt er að velja á milli nokkurra ómót- stæðilegra ilmtegunda en einnig fást sápurnar án ilmefna. Hægt er að lesa sér betur til um sápurnar á heimasíðunni www.mi- ana.is n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.