Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 8
Helgarblað 12.–15. júní 20158 Fréttir Ólafur Þór Hauksson Óvissa ríkir um hvað Ólafur Þór mun taka sér fyrir hendur. Mynd Sigtryggur Ari Óvissa varðandi sérstakan saksóknara Frumvarp liggur í bið á Alþingi Ó vissa er uppi varðandi það hvort embætti sérstaks sak- sóknara verði lagt niður 1. júlí næstkomandi, eða eftir tæpar þrjár vikur. Frumvarp um breytingar á lögum um meðferð sakamála, þar sem gert er ráð fyrir því að leggja embættið niður, hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar hefur það ekki enn farið í gegn- um aðra umræðu. Nýtt embætti hér- aðssaksóknara á að taka við þeim verkefnum sem sérstakur saksóknari hefur ekki lokið við. „Það er ekkert öruggt fyrr en frumvarpið er komið þarna í gegn. Þetta er til meðferðar á þinginu og við verðum að sjá hvernig framvind- an verður,“ segir Ólafur Þór Hauks- son, sérstakur saksóknari. Hann bætir við að mikil áhersla sé lögð á að afgreiða frumvarpið á þessu þingi. Ólafur Þór segir þessa stöðu ekki hafa áhrif á málin sem eru í rann- sókn hjá embættinu. „Þess er gætt að halda áfram þeirri vinnu sem þar er og láta þetta ekki hafa áhrif á hana.“ Vegna þessarar óvissu er einnig óvíst hvað hann sjálfur mun taka sér fyrir hendur. „Það er ekkert sem ligg- ur fyrir.“ Yfir 60 mál eru í rannsókn hjá sér- stökum saksóknara. Þar af tengjast undir tuttugu þeirra hruninu og eru nokkur þeirra í bið. „Það hefur ver- ið lögð aðaláhersla á að klára rann- sóknarþáttinn. Það er svolítið af mál- um hjá saksóknurum enda hafa þeir verið önnum kafnir í dómsstörfum í vetur. Það var verið að klára þetta stóra Kaupþingsmál sem tók mjög langan tíma. Það losnar aðeins um fólk þegar það er búið,“ segir Ólafur, sem býst við að dómur verði fljótlega kveðinn upp í því máli. n freyr@dv.is Stundin vill safna allt að 25 milljónum Um helmingur upphæðarinnar færi í kostnaðinn við að koma fjölmiðlinum af stað S tjórn félagsins samþykkti heimild um hlutafjár- aukningu upp á 25 millj- ónir króna en það er ekki víst að það verði metið nauðsynlegt að nýta alla þá heim- ild,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Útgáfufélags- ins Stundarinnar ehf. og einn rit- stjóra fjölmiðilsins, aðspurður um hversu mikið eigi að auka hlutafé þess í hlutafjáraukningu sem nú stendur yfir. „Tekjurnar hafa byggst upp mjög hratt þannig að sú upphæð sem við söfnuðum í upphafi hefur fleytt okkur mjög langt inn í sjálf- bærni en henni ætti að vera náð um þessar mundir. Hins vegar erum við að vinna í þessari hluta- fjáraukningu og búumst við að þurfa á endanum 10 til 15 milljón- ir til að þekja allan upphafskostn- aðinn á þessu. Það væri mjög óeðlilegt að ná að stofna þetta án þess að það væri einhver sérstakur startkostnaður sem þyrfti að brúa,“ segir Jón. gætu endað í 60% Stundin er í eigu Jóns Trausta, Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur ritstjóra, Heiðu B. Heiðarsdóttur, Jóns Inga Stefánssonar og einka- hlutafélagsins Góður punktur, sem er aftur í eigu Reynis Trausta- sonar, fyrrverandi ritstjóra DV, og Halldóru Jónsdóttur sjúkra- liða. Allir fimm hluthafarnir eiga fimmtungshlut í félaginu en að sögn Jóns gætu þeir endað með samtals 60 prósenta hlut fari svo að öll 25 milljóna króna heimildin verði fullnýtt. „Hlutafjáraukningin gengur mjög vel. Til að byrja með voru nokkrir aðilar sem komu til okk- ar og buðust til að leggja hlutafé í þetta. Þá erum við að tala um lægri upphæðir eins og milljón króna eða slíkt sem skiptir þó heilmiklu máli fyrir okkar rekstur. Það eru engir stórathafnamenn eða eitt- hvað slíkt. En varðandi það hverj- ir nákvæmlega verða hluthafar þá verður það tilkynnt eins fljótt og mögulegt er þegar við verðum búin að ná þeim áfanga sem við þurfum.“ ræða við fjárfesta Eins og kom fram í síðasta helgar- blaði DV þá var greint frá ákvörðun stjórnar útgáfufélagsins, um að ráðast í hlutafjáraukninguna, á vef Fjölmiðlanefndar í lok maí. Í fréttinni kom fram að nýir hlut- hafar geta ekki keypt sig inn í fé- lagið fyrir hærri upphæð en tvær og hálfa milljón króna. Þar full- yrti DV að eigendur fjölmiðilsins hefðu meðal annars rætt við fjár- sterka einstaklinga úr íslensku við- skiptalífi. Jón Trausti segir það rétt en bætir við að í slíkum tilvikum hafi eingöngu verið leitað til þeirra sem séu líklegir til að vilja styðja frjálsa og óháða fjölmiðlun. Stundin gaf í síðustu viku út sitt fimmta tölublað og rekur einnig vefmiðil. Fjölmiðillinn var stofn- aður með tilstuðlan hópfjármögn- unar í gegnum vefsíðuna Karolina Fund sem skilaði á endanum um 45 þúsund evrum, eða tæpum 6,7 milljónum króna. n „Til að byrja með voru nokkrir aðil- ar sem komu til okkar og buðust til að leggja hluta- fé í þetta Hlutaféð aukið Þau Jón Ingi Stefánsson, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Jón Trausti Reynisson og Heiða B. Heiðarsdóttir eiga öll fimmt- ungshlut í fjölmiðlinum. Haraldur guðmundsson haraldur@dv.is Svartamarkaðs- brask með miða á landsleikinn Svarti markaðurinn með miða á landsleik Íslands gegn Tékklandi er fjörugur. Talsvert hefur ver- ið um það að fólk auglýsi miða til sölu á bland.is sem og á þræðin- um „Brask og Brall“ á Facebook. Yf- irleitt er fólk að fiska og óskar eftir tilboði í von um að sem hæst verð fáist. Sá kræfasti á bland.is, notandi að nafni lizard, býður miðann á 25 þúsund krónur stykkið. Hins vegar er hann með þrjá miða í boði og því er ágætur afsláttur í boði, þrír mið- ar á 60 þúsund krónur. KSÍ reynir þó að koma í veg fyr- ir slíka endursölu og því geta kaup- endur lent í því að miðarnir verði ógiltir. Samkvæmt heimildum DV fékk fyrirtæki eitt nokkra miða og einn þiggjandi auglýsti miðana til sölu. Þá var brugðist við og sá að- ili fékk óþægilegt símtal frá fyrir- tækinu auk þess sem miðarnir voru afturkallaðir. „Við bregðumst við öllum ábendingum, með þeim úr- ræðum sem við höfum, hvort sem það er einn miði eða tíu,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Flugslys í Hverahlíð Fisflugvél þurfti að nauðlenda við Hverahlíð á fimmtudag. Dav- íð Pálsson var á leiðinni austur á Selfoss er hann varð vitni að nauð- lendingunni. Davíð náði ljósmynd- um af atvikinu og kom til hjálpar á vettvangi og hringdi í Neyðarlínuna. Tveir farþegar voru í vélinni en áverkar þeirra eru ekki taldir alvar- legir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.