Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Síða 46
Helgarblað 12.–15. júní 201538 Sport
Birkir Kristinsson
Eftirminnilegur leikur: Birkir
átti frábæran dag þegar Ísland vann
frækinn sigur á Spánverjum 2-0 á
Laugardalsvelli í september mánuði
árið 1991. Hann var alltaf traustur
fyrir Íslenska landsliðið. Butrageno
átti ekki breik í Birki þann daginn.
Guðni Bergsson
Eftirminnilegur leikur: Var
mjög góður þegar íslenska lands-
liðið gerði mikla hetjuför til gömlu
Sovétríkjanna árið 1989 og náði
ótrúlegu 1-1 jafntefli gegn rúss-
neska birninum í Moskvu. Þarna
var sovéska liðið frábært með
Zavarov, Bessanov, Protosov, Rass,
Dobrovolski og Aleinikov í broddi
fylkingar.
Eyjólfur Sverrisson
Eftirminnilegur leikur: Brást
aldrei íslenska landsliðinu og í
raun var það stórleikur hans með
ungmennalandsliðinu sem hóf
hans ævintýri. Einn besti leikur
Eyjólfs með landsliðinu var gegn
Tékkum hér heima í frægum 3-1
sigri á Laugardalsvelli 2001. Eyjólfur
kórónaði stórleik sinn með frábæru
marki beint úr aukaspyrnu.
Atli Eðvaldsson
Eftirminnilegur leikur:
Eftir að hafa skorað fimm mörk
fyrir Düsseldolf (já 5 mörk) í þýsku
Bundesligunni gegn Frankfurt
laugardaginn 4. júní þurfti Atli að
drífa sig heim og spila landsleik
daginn eftir gegn Möltu. Í stað
þess að mjólka fjölmiðlaathyglina í
Þýskalandi í kjölfar markanna fimm
spilaði Atli landsleikinn og gerði
eina mark leiksins.
Gylfi Sigurðsson
Eftirminnilegur leikur: Gylfi
hefur átt marga eftirminnilega leiki
með landsliðinu. En einn sá allra
flottasti var gegn bronsliði Hollands
hér á Laugardalsvellinum síðasta
haust. Gylfi stjórnaði leiknum og
gerði bæði mörk íslenska liðsins.
Ásgeir Sigurvinsson
Eftirminnilegur leikur: Ásgeir
er einn besti fótboltamaður Íslands
frá upphafi. Hann átti sannkallaðan
stórleik þegar Ísland gerði jafntefli
við Wales á útivelli 2-2 árið 1991.
Ásgeir gerði tvö frábær mörk í
leiknum.
Rúnar Kristinsson
Eftirminnilegur leikur: Rúnar
er leikjahæsti landsliðsmaður
í sögu Íslands. Hann gat spilað
bæði sem bakvörður og á miðri
miðjunni. Leikurinn frægi gegn
heimsmeisturum Frökkum árið
1998 líður mönnum seint úr minni.
Þar var Rúnar einn allra besti leik-
maður Íslands í 1-1 jafntefli.
Arnór Guðjohnsen
Eftirminnilegur leikur: Arnór
átti marga góða landsleiki. Hann
var mjög góður í jafntefli gegn
Sovétmönnum hér heima og gerði
mark Íslands í 1-1 jafntefli. En eftir-
minnilegasti leikur var þegar hann
gerði fernu í 5-1 sigri á Tyrkjum
hér heima sumarið 1991. Þrjú af
mörkunum fjórum gerði Arnór með
kollspyrnu.
Eiður Smári Guðjohnsen
Eftirminnilegur leikur: Verð-
andi heimsmeistarar Ítala mættu
hingað til lands árið 2004 og rúm-
lega 20 þúsund áhorfendur horfðu
á Eið Smára leika Buffon og félaga
grátt. Eiður var langbesti leikmað-
urinn á vellinum og Mourinho, þá
nýorðinn knattpsyrnustjóri Chelsea,
var í stúkunni og fylgdist með
honum. Sú frammistaða skemmdi
ekkert fyrir Eiði sem var mikilvægur
hlekkur í ævintýratímabili Chelsea
2004/2005.
Ríkharður Jónsson
Eftirminnilegur leikur: Mér
finnst ég alltaf vera að hlusta á mér
eldri menn segja mér frá fótboltan-
um hér á árum áður. Heilu kvöldin
sagði Gunnar Guðmannsson,
sigursælasti leikmaður íslenska fót-
boltans ásamt Sigursteini Gíslasyni,
frá Ríkharði Jónssyni, markahróki
Skagamanna og Fram. Efirminni-
legasti leikur Ríkharðs fyrir lands-
liðið var 4-3 sigur Íslands á Svíþjóð
1951. Ríkharður gerði öll mörk
Íslands í leiknum sem var fyrsti
innbyrðis leikur okkar við Svía.
Kolbeinn Sigþórsson
Eftirminnilegur leikur: Þrátt
fyrir að vera aðeins 25 ára gamall
þá er Kolbeinn þriðji markahæsti
leikmaður Íslands frá upphafi með
16 mörk. Aðeins samherjar hans í
þessu liði, þeir Eiður(25 mörk) og
Ríkharður (17 mörk) hafa skorað
fleiri mörk. Það var mark Kolbeins
gegn erkifjendum okkar í Noregi
sem tryggði umspil fyrir HM í Bras-
ilíu. Einn fjölda stórleikja Kolbeins í
þeirri undankeppni.
Guðni
Gylfi
Eiður
Arnór
Birkir
Atli
Kolbeinn
Rúnar
Ríkharður J.
Ásgeir
Eyjólfur
Besta lið frá upphafi
M
argir telja núverandi
landslið vera það sterkasta
sem við Íslendingar höf-
um átt. Það má færa rök
fyrir því að þetta lið sé það
sterkasta. Við komumst í umspil fyrir
síðustu heimsmeistarakeppni, náð-
um okkar besta árangri á FIFA-styrk-
leikalistanum og erum í góðum mál-
um í undankeppni EM sem fram fer
í Frakklandi eftir ár. En hvernig væri
besta lið Íslands frá upphafi, blandað
leikmönnum frá öllum kynslóðum?
Áður en liðið er talið upp verður það
að koma fram að Albert Guðmunds-
son stórstjarna lék aðeins sex leiki og
því erfitt að velja hann í liðið. n
Hjörvars Hafliðasonar
Hápressa
Sex leikmenn sem gætu verið súrir
Þ
að eru alltaf einhverjir sem
verða sárir þegar landsliðs-
hópurinn er valinn í hvert
skipti. Lars og Heimir eru
íhaldssamir þegar kemur að því
að velja hópinn og gera oftast
fáar breytingar. Athygli vekur að
aðeins einn leikmaður í hópn-
um er fæddur 1991 eða seinna,
Jón Daði Böðvarsson (f. 1992)
það hlýtur að vera met því
flest landslið í Evrópu
eru með leikmenn úr
árgöngum 91, 92, 93
og 94. En svo virð-
ist sem þeir ár-
gangar séu metnir
slakir hér á landi.
Þá vekur athygli
að Lars og Heim-
ir eru reiðubúnir
að velja leikmenn
úr tiltölulega slök-
um deildum eins
og frá Kína og héð-
an úr Pepsi-deildinni. En auðvitað
er það ánægjuefni að leikmenn hér
á landi eigi möguleika.
1 Sverrir Ingi Ingason
(f. 1993) Þessi 21 árs
varnarmaður hefur farið
hamförum í Belgíu eftir
félagaskiptin frá Víking
í Noregi í byrjun árs.
Sverrir hlýtur að velta
því fyrir sér hvers
vegna í ósköp-
unum hann er
ekki í hópnum.
Núverandi mið-
verðir eru um
og yfir þrítugt
og Sverrir er
svo sannar-
lega maður
framtíðarinn-
ar. Einhvers
staðar hef
ég heyrt að honum hafi mistekist
að hrífa Heimi og Lars í æfingaleikj-
unum í janúar en ég trúi því ekki
að þeir hafi lesi mikið í þá leiki
gegn Kanada sem spilaðir voru á
einhverju bílastæði í Flórída.
2 Hólmar Örn Eyjólfsson (f. 1990) Rosenborg hef-
ur hreinlega ekki hætt að vinna
fótboltaleiki eftir að Hólmar gekk
til liðs við Þrándheimaliðið. Fengið
frábæra gagnrýni í Noregi og hefur
væntanlega vonast eftir því að fá
kallið frá Heimi og Lars.
3 Ingvar Jónsson (f. 1989)Besti leikmaður Pepsi-deildar-
innar á síðustu leiktíð hefur aðeins
leikið einn deildarleik frá síðasta
landsleik. En það er þó einum
deildarleik meira en Ögmundur
Kristinsson hefur leikið. Ögmundur
lék síðast deildarleik í október á síð-
asta ári en Lars og Heimir hafa meiri
trú á honum en Ingvari. Guðmund-
ur Þórarinsson (f. 1992) – Miðju-
maðurinn metnaðarfulli ætlaði sér
á meginlandið á þessu ári en endaði
í smábænum Farum og leikur
með Nordsjælland í Danmörku.
Guðmundur hefur leikið ágætlega í
Danmörku frá félagaskiptunum og
gerir tilkall til landsliðssætis.
4 Arnór Ingvi Traustason (f. 1993) Njarðvíkingurinn
hefur farið á kostum með spútnikliði
Norrköping í Svíþjóð. Arnór gæti
gefið Lars og Heimi öðruvísi valkosti
í sóknarleik liðsins. En landsliðs-
þjálfararnir ákváðu hins vegar að
velja þrjár dæmigerðar „níur“ í liðið
í stað þess að taka inn Arnór Ingva.
Sóknarmaðurinn var eini íslenski
leikmaðurinn sem talinn var einn
af 50 bestu leikmönnum Svíþjóðar í
úttekt Expressen þar í landi.
5 Hörður Björgvin Magnús-son (f. 1993) Varnarmann-
inum öfluga finnst hann eflaust
eiga tilkall til þess að vera í lands-
liðinu. Hörður lék með Cesena í
hinni firnasterku Serie A á Ítalíu
en meiddist í síðasta vináttuleik Ís-
lands gegn Eistum. Lék aðeins einn
deildarleik eftir hann. Herði finnst
eflaust hann eiga að vera í liðinu
sem „back up“ í vinstri bakverði í
stað Kristins Jónssonar.
6 Guðmundur Þórarinsson (f. 1992)
Guðmundur
ætlaði sér
að spila
á megin-
landinu en
endaði í
smábænum
Farum í Dan-
mörku og leikur
með Nordsjælland. Hefur gengið
ágætlega undir stjórn Ólafs Krist-
jánssonar og hefur örugglega gert
sér góðar vonir um landsliðssæti.
Þjálfari:
Lars Lagerbäck