Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 50
Helgarblað 12.–15. júní 201542 Menning E r eitthvað meira „swinging sixties“ heldur en Tom Jones? Já, kannski, en ekkert af því var statt í Reykjavík í vikunni. Tom Jones, hins vegar, var hér. Í upp- hafi kvölds minnti viðburðurinn þó frekar á leiksýningu, hófst stundvís- lega á slaginu átta og gestum er vís- að til sætis. Enginn er hér í stæði og menn vilja komast snemma heim, enda margir hverjir jafn gráir að sjá og hinn 75 ára maður á sviðinu (sem þó fær prik fyrir að lita sig ekki). Engin klósöpp eru sýnd á tjaldinu af stjörnunni, það myndi ekki eiga við. Í staðinn fáum við netta psýkadelíu á skjánum. Sir Tom er enginn Dylan eða Lennon, hann samdi jú ekki mikið sjálfur og var aldrei talsmaður heillar kynslóð- ar. En kannski einmitt þess vegna getur hann farið um víðan völl. Og kannski er það vegna þess að hann átti aldrei eins og hálfs árs týnda helgi eða kynnti Bítlana aldrei fyr- ir hassi að rödd hans er undarlega ósnert af hálfri öld liðinni frá því heyrðist í honum fyrst. Sungið getur hann enn. Slagararnir It‘s Not Unusual, Delilah og Sex Bomb óma, þótt því og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Tónlist Tom Jones í Höllinni Karl sem elskar konur Metsölulisti Eymundsson 3.– 9. júní 2015 Allar bækur 1 HamingjuvegurLiza Marklund 2 Blóð í snjónumJo Nesbø 3 Tapað fundið Árelía Eydís Guðmundsdóttir 4 Auga fyrir augaRoslund & Hellström 5 Risaeðlur í ReykjavíkÆvar Þór Benediktsson 6 SkuggadrengurCarl-Johan Vallgren 7 Skutlubók VillaVilhelm Anton Jónsson 8 Iceland In a BagÝmsir 9 Breyttur heimurJón Ormur Halldórsson 10 Independent People Halldór Laxness Lokað, búið, bless? n Íslenski skálinn á myndlistarhátíðinni í Feneyjum enn lokaður n Enginn fær að sjá verkið sem Íslendingar greiddu fyrir S jaldan hefur listaverk á veg- um Íslands vakið jafn mik- ið umtal og athygli erlendis og framlag Íslands til mynd- listartvíæringsins í Fen- eyjum í ár. Eftir einungis 13 daga var innsetningunni Moskunni, sem er hugarsmíð seyðfirsk-sviss- neska listamannsins Christopher Büchels og sýningarstjórans Nínu Magnúsdóttur, lokað af feneysk- um borgaryfirvöldum. Hún er enn lokuð þremur vikum síðar. Bæði aðstandendur verkefnisins og ís- lenskir listsérfræðingar hafa sagt lokunina vera aðför að tjáningar- frelsi listamanna. Þrátt fyrir að boð um þátttöku Íslands berist mennta- málaráðuneytinu og þrátt fyrir að íslenskir skattgreiðendur hafi greitt meira en 30 milljónir til að gera verkið að veruleika hafa íslensk stjórnvöld ekki talið ástæður til að beita sér í málinu. Listaverkið Listaverkið MOSKAN – fyrsta mosk- an í Feneyjum, eftir Christopher Büchel er tuttugasta og annað fram- lag Íslands á Feneyjatvíæringinn, þekktustu og eina virtustu mynd- listarhátíð heims. Innsetningin felst í byggingu mosku í afhelgaðri kirkju í gamla bænum í Feneyjum. Inn- setningin var unnin í samvinnu við samfélög múslima í Feneyjum og á Íslandi sem samþykktu að nota hana sem samkomustað og menn- ingarmiðstöð í þá sjö mánuði sem hátíðin stendur yfir. Þannig átti að skapa rými fyrir samtal þvert á trú- arhópa. Lokað á listina Jafnvel áður en moskan var opn- uð var hún orðin umdeild. Í að- draganda opnunarinnar sagðist lögreglan í Feneyjum telja að lista- verkið ógnaði almannaöryggi, þar sem hún gæti orðið skotmark bæði íslamskra og and-íslamskra öfga- manna. Aðstandendur verkefnisins sátu fundi með borgaryfirvöldum sem settu fram ýmsar kröfur sem aðstandendur tvíæringsins studdu og listamennirnir brugðust við – til dæmis var hætt við að áletra „Allah Akbar“ á framhlið kirkjunnar. Eftir að moskan var opnuð mót- mælti kaþólska kirkjan verk- inu á þeim forsend- um að byggingin hafi ekki verið afhelguð. Í kjölfarið sýndi KÍM hins vegar fram á að kirkjan hafi verið af- helguð árið 1973 af patríarkanum af Fen- eyjum, Albino Luciani, sem síðar varð páfi og tók sér nafnið Jóhann- es Páll I. Þetta nægði þó ekki til og fleiri að- finnslur birt ust frá feneyskum stjórnvöld- um í kjölfarið. Yfirvöld halda því meðal annars fram að notkunin samræmist ekki deiliskipulagi, þ.e. að ekki hafi fengist tilskil- in leyfi fyrir því að búa til stað til trúariðk- unar. Feneysk stjórnvöld halda því fram að hér væri um tilbeiðslu- stað að ræða en sá sem vill koma á slíkum stað þarf sérstakt leyfi. KÍM heldur því hins vegar fram að hér sé fyrst og fremst um listræna innsetn- ingu að ræða. Ef MOSKAN er staður til alvöru trúariðkunar er hún ólög- leg samkvæmt deiliskipulagi hverf- isins, en ef hún er listaverk er hún lögleg. Þá hafa stjórnvöld sett fram nokkrar aðrar umkvartanir, með- al annars að of mörgum hafi verið hleypt inn í rýmið við opnun sýn- ingarinnar. Samkvæmt KÍM er þetta þó langt frá því að vera einsdæmi en öðrum sýningarskálum sem hafa gerst sekir um slíkt hefur ekki ver- ið lokað. Borgaryfirvöld hafa einn mánuð til að leggja fram sönnunargögn í málinu. En Nína Magnúsdótir, sýn- ingarstjóri íslenska skálans, segir hópinn þó einnig bíða eftir niður- stöðum úr borgarstjórnarkosning- um í Feneyjum, en hver tekur við stöðu borgarstjóra telur Nína að geti skipt höfuðmáli í deilunni. Engin viðbrögð frá hátíðar- höldurum Það er mikið um pólitíska list í Fen- eyjum í ár. Slagorð sérsýningar sem stýrt er af listrænum stjórnanda há- tíðarinnar, Okwui Enwezer, „All- ar framtíðir heimsins“, býður upp á vangaveltur um stöðuna í heim- inum og hvert stefna skuli. Mörg verkanna fást við möguleika listar- innar til að hafa pólitísk áhrif: einn aðalviðburður hátíðarinnar er þurr og nákvæmur upplestur á þrem- ur hlutum Auðmagnsins, höfuðrits byltingahugsuðarins Karls Marx. Bent hefur verið á að lesturinn sýni á kaldhæðnislegan hátt muninn milli hugsjóna listarinnar og raun- veruleikans. Þrátt fyrir þetta hefur Enwezer á engan hátt tjáð sig um lokun ís- lenska skálans eða lýst yfir stuðn- ingi við moskuna, sem er líklega eina verkið á hátíðinni sem teygir sig út fyrir skálann og á í víxlverk- andi samtali við umheiminn, við raunverulegar stofnanir, lög og hugmyndir. DV sendi fyrirspurn á tvíæringinn þar sem óskað var eftir viðbrögðum Enwezer vegna máls- ins en póstinum hafði ekki verið svarað þegar blaðið fór í prentun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.