Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Side 28
Helgarblað 12.–15. júní 201528 Fólk Viðtal Þ að er ekki hlaupið að því að hitta Katrínu, enda brjál- að að gera hjá henni, bæði á Alþingi og á öðrum víg- stöðvum. Reyndar gerði hún ráð fyrir að þingstörfum yrði lokið þegar viðtalið færi fram en sú varð ekki raunin. Enda mörg stór mál óafgreidd. Fyrst þegar blaða- maður mælti sér mót við Katrínu náði hún ekki til Reykjavíkur í tæka tíð vegna seinkunar á flugi sem hún kom með til landsins. Í næstu tilraun var hún óvænt kölluð á formanna- fund. En loksins náðum við saman. Hún er nýkomin af skólaslitum sona sinna þegar blaðamaður hittir hana á Alþingi, að vonum stolt af árangri þeirra. En Katrín og maður henn- ar, Gunnar Sigvaldason, eiga þrjá drengi á aldrinum 4 til 9 ára. Farin að draga mörk Hún biðst afsökunar á hringlinu með viðtalið en tekur fram að svona sé þetta oft í starfi þingmannsins og þess vegna geti hún aldrei skipulagt meira en einn dag í einu. Og varla það. „Ég varð mjög pirruð yfir þessu þegar ég byrjaði hér á þingi árið 2007, að það var aldrei hægt að vita hvað dagurinn bar í skauti sér. Var ég að fara heim í kvöldmat? Eða var ég að ná þessu eða hinu? En ég hef lagað mig að aðstæðum og er sjálf farin að draga mörk. Ég hef mjög oft hætt við eitthvað út af þinginu en stundum verð ég að halda mínu plani. Ég er eiginlega komin á þann stað eftir átta ár að mér finnst ekki hægt að sleppa sumu, þrátt fyrir þingið. Og þess vegna mætti ég á skólaslitin í morgun þrátt fyrir þing- ið,“ segir hún og brosir. Hún hefur lært að forgangsraða og þrátt fyr- ir miklar annir í vinnunni verður fjölskyldan stundum að ganga fyr- ir. „Þingið er auðvitað mikilvægt, en þetta er ekki fjölskylduvæn- asti vinnustaður í heimi, og það er því svolítið á manns eigin ábyrgð að draga mörk. Sérstaklega þegar komið er fram yfir hefðbundna starfsáætlun.“ Katrín segir stundum skrýt- ið að tala um Alþingi sem vinnu- stað, þótt vissulega sé það vinnu- staður í ákveðnum skilningi. En á sama tíma er um að ræða sam- kundu kjörinna fulltrúa – sem flæk- ir málin. „Ég hugsa ekki um Alþingi eins og vinnustað. Þetta er ekki eins á venjulegum vinnustað þar sem fólk mætir í vinnuna, lýkur sínum skyldum, áorkar einhverju og fer heim. Oft líður mér eins og ég hafi ekki gert neitt allan daginn, því ég er bara búin að vera að tala. Og árangurinn kemur oft mjög seint fram,“ segir hún hreinskilin. Mikil breyting við hrunið Áður en Katrín settist á Alþingi hafði hún lítið leitt hugann að því hvernig þingmennskunni væri háttað, enda var markmið hennar aldrei að verða þingmaður. Hún hafði bara mikinn áhuga á stjórnmálum og vildi starfa á þeim vettvangi. Og úr varð að sá áhugi leiddi hana inn á þing. Hún á því erfitt með að svara hvort eitthvað hafi komið henni á óvart varðandi þingmennskuna. „Það að vera þing- maður breyttist mjög mikið árið 2008, eftir hrun. Það hefur verið meira álag og miklu gagnrýnni umræða. Sem er bæði erfitt fyrir þingmenn en líka já- kvætt. Enda er virkt aðhald í stjórn- málum mjög mikilvægt.“ En Katrín náði lítið að upplifa þingið eins og það var fyrir hrun. Hún var ólétt þegar hún settist á þing 2007 og fór fljótlega í fæðingar- orlof. Sneri svo aftur í september 2008, rétt áður en Ísland lagðist á hliðina. „Þá skall þetta á og það voru eiginlega meiri skil í því held- ur en að setjast inn á þing. Þótt ég sé bara búin að vera hérna í átta ár, þá er það nánast eins og mannsaldur, svo mikið hefur gengið á,“ segir hún og skellir upp úr. Fær líka gagnrýni Katrín hefur ítrekað verið valin vin- sælasti stjórnmálamaðurinn og sá stjórnmálamaður sem fólk ber hvað mest traust til í könnunum. Nú síð- ast í könnun MMR frá því í apríl þar sem hún var í öðru sæti á eftir Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Ís- lands. En tæp 50 prósent aðspurðra sögðust bera mikið traust til henn- ar. Katrín er hógværðin uppmáluð þegar blaðamaður minnist á vin- sældirnar en þykir auðvitað vænt um það traust sem borið er til hennar. „Mér finnst þetta auðvitað jákvætt en þetta er líka rosa pressa. Mér finnst mikilvægt að bregð- ast ekki þessu trausti. En auðvit- að eru skiptar skoðanir á mér eins og öllum öðrum. Ég hef alveg feng- ið harða gagnrýni, sem fylgir því að vera til og vera í stjórnmálum. Þótt mér þyki mjög vænt um traustið þá vil ég ekki leggja of mikið upp úr því. Þetta getur verið hverfult og hlutirnir geta breyst mjög hratt í pólitík. Ég reyni bara að halda mínu striki og eini mælikvarðinn eru kosningar hverju sinni.“ En almenningur, þvert á flokka, ber ekki bara mikið traust til Katrín- ar í því starfi sem hún gegnir í dag, heldur hefur hún einnig ver- ið orðuð við forsetaembættið. Hún hlær og verður upp með sér þegar blaðamaður tjáir henni að hún hafi fengið flest atvæði lesenda DV yfir þá sem þeir vildu sjá sem forseta Íslands, í óformlegri könnun sem gerð var á dv.is í vikunni. Útilokar ekki forsetaframboð En gæti hún hugsað sér að fara í for- setaframboð? „Fólk hefur verið að máta mig og fleiri í það hlutverk, sem er ósköp eðlilegt í ljósi þess að það eru kosningar á næsta ári. Og ég hef verið spurð hvort ég geti hugsað mér að fara í forsetafram- boð. En mér finnst ég ansi ung, bara 39 ára, og á lítil börn. Ég hef ekki séð mig fyrir mér í þessu hlutverki og hef satt best að segja ekki verið að stefna á það. En auðvitað verð ég upp með mér að einhverjum skuli detta þetta í hug. Þó mér finnist það eiginlega ótrúlegt að einhverjum skuli hafa dottið þetta í hug,“ segir hún kímin. „En ég sinni bara þeim verkefnum sem ég hef tekið að mér af heilum hug, meðal annars að vera formaður flokksins og sitja hér á Alþingi.“ En þótt hún eigi erfitt með að sjá sig fyrir sér á Bessastöðum, þá viðurkennir hún að hafa leitt hug- ann að möguleikanum eftir að fólk fór að máta hana í embættið. Henni fannst það einfaldlega skylda sín. „En ég hef engin plön hvað þetta varðar,“ segir hún, án þess að útiloka hvað síðar kann að verða í lífinu. Meyr inni í sér Líkt og Katrín bendir á þá koma vinsældir hennar í könnunum ekki í veg fyrir að hún fái á sig gagn- Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur setið á þingi í átta ár. Í könnunum er hún ítrekað valin sá stjórnmálamaður sem fólk ber hvað mest traust til og hefur verið orðuð við embætti forseta Íslands. Sjálf er hún hógværðin uppmáluð og kippir sér lítið upp við þá umræðu, þótt henni þyki vænt um traustið. Hún tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega og finnst hún alltaf vera tvítug í anda. Hún er heilluð af glæpasögum en í þeim fær hún útrás fyrir þá spennu sem hún upplifir ekki í hræðilega venjulegu lífi sínu, eins og hún orðar það sjálf. Blaðamaður settist niður með Katrínu í einu skúmaskota Alþingis og ræddi meðal annars um fjölskylduna, fyrsta ólétta ráðherrann, glæpasögurnar og tilhneiginguna til að segja alltaf já. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Finnst hún alltaf vera tvítug „Það var mjög gaman að vera fyrsti ráðherrann til að verða ófrískur í embætti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.