Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 16
Helgarblað 12.–15. júní 201516 Fréttir Þ rátt fyrir að talsverð óvissa sé um endanlegt virði þeirra eigna sem slitabú föllnu bankanna munu gefa eftir til stjórn- valda fallist kröfuhafar á stöð- ugleikaskilyrðin sem sett hafa ver- ið þá er allt útlit fyrir að virði þeirra sé mun meira en 500 milljarðar króna. Miðað við hóflega bjart- sýnar forsendur um mat á þróun virði innlendra eigna þá gæti svo- nefnt stöðugleikaframlag að lok- um skilað ríkinu hærri fjárhæðum heldur en ef farin yrði sú leið að leggja flatan 39% stöðugleikaskatt á heildareignir slitabúanna. Fram kom í kynningu stjórn- valda á haftaáætluninni sl. mánu- dag að slíkur skattur gæti kostað gamla Landsbankann (LBI), Glitni og Kaupþing, takist þeim ekki að ljúka nauðasamningum að upp- fylltum stöðugleikaskilyrðum í árslok 2015, samtals um 680 millj- arða að teknu tilliti til frádrátt- arliða. Samkvæmt útreikningum DV, sem blaðið telur áreiðanlega, munu slitabúin gefa eftir innlend- ar eignir sem nema að lágmarki tæplega 450 milljörðum en sú upphæð gæti hins vegar orðið allt að 750 milljarðar króna. Sú fjár- hæð tekur ekki tillit til þess ávinn- ings sem felst í endurfjármögnun erlendra lána Arion banka og Ís- landsbanka. Óvíst um endanlegar heimtur Ljóst er að óvíst er hverjar verði endanlegar heimtur margra eigna gömlu bankanna. Mikið af inn- lendum eignum slitabúanna, einkum og sér í lagi í tilfelli Glitnis, eru þannig bókfærðar á mun lægra verði heldur en útlit er fyrir að fá- ist fyrir þær við sölu. Í meginatrið- um felst í stöðugleikaskilyrðunum annars vegar að slitabúin gefa eftir allar krónueignir sínar – bókfærð- ar í dag á yfir 500 milljarða króna – og hins vegar að lengt er í gjald- eyriskröfum þeirra á hendur inn- lendum aðilum í 7 til 10 ár auk þess sem kröfuhafar kaupa upp er- lend lán sem stjórnvöld veittu nýju bönkunum. Sú fyrirframgreiðsla hefur strax þau áhrif að óskuld- settur gjaldeyrisforði Seðlabank- ans eykst um nærri 80 milljarða króna. Ýmsir fjölmiðlar og greiningar- aðilar hafa á undanförnum dög- um reynt að leggja mat á hversu miklir fjármunir muni skila sér til ríkisins í formi stöðugleikafjár- framlaga slitabúanna sem skilyrði fyrir nauðasamningum. Í úttekt sem greiningardeild Arion banka gerði meðal annars á haftaáætl- un stjórnvalda, og DV hefur undir höndum, er stöðugleikaframlagið þannig metið samtals á bilinu 445 milljarðar til 545 milljarðar. Mun- ar þar mestu um framlag Glitnis sem Arion banki telur að verði rétt undir 300 milljarðar. Ríkið fær varasjóð LBI Samkvæmt upplýsingum DV gera áætlanir stjórnvalda aftur á móti ráð fyrir því að framlagið vegna stöðugleikaskilyrðanna muni skila talsvert hærri fjárhæðum en er mat Arion banka – jafnvel miðað við tiltölulega varfærnar forsend- ur. Í umfjöllun allra fjölmiðla og greinenda hefur því meðal annars ranglega verið haldið fram að slitabú gamla Landsbankans muni aðeins greiða um 30–35 millj- arða í formi lausafjár í krónum og annarra krónukrafna á hendur innlendum aðilum. Ljóst er hins vegar að LBI mun að lokum þurfa að greiða líklega að minnsta kosti um 80 milljarða króna þegar búið hefur verið að leysa úr ágreinings- kröfum vegna forgangskrafna sem var lýst í búið. Töluverður hluti krónueigna LBI stendur til tryggingar þessum kröfum í formi sérstaks varasjóðs. Samkvæmt gögnum frá slitastjórn búsins, sem DV hefur undir hönd- um, nam varasjóðurinn um 69 milljörðum króna í lok fyrsta árs- fjórðungs. Sjóðurinn er að stærst- um hluta í krónum, eða tæplega 53 milljarðar króna. Stærstu óút- kljáðu dómsmálin beinast að for- gangskröfum Kaupþings, Glitnis, BG Holding og Baugs Group sem slitastjórnin hefur hafnað. Litlu máli skiptir hvernig þeim mál- um mun lykta fyrir hagsmuni ís- lenskra stjórnvalda – krónurnar í varasjóð LBI munu ávallt með ein- um eða öðrum hætti verða afhent- ar íslenska ríkinu. Slitastjórnir falla frá dómsmálum Eins og greint var frá strax í kjölfar þess að haftaáætlun stjórnvalda var opinberuð í vikunni þá hafa hópar stærstu kröfuhafa slitabú- anna allir lagt til stöðugleikafram- lag í því skyni að uppfylla nauðsyn- leg skilyrði fyrir nauðasamningum og undanþágu frá höftum. Tak- ist að ljúka uppgjöri bankanna með þeim hætti er ljóst að þau munu komast hjá því að þurfa að greiða stöðugleikaskattinn. Stöð- ugleikaframlagið er ólíkt á milli slitabúanna en kröfuhafar Glitn- is þurfa að gefa mest eftir af eign- um sínum – hugsanlega allt að rúmlega 400 milljarða. Slíkt ætti ekki að koma á óvart enda eru inn- lendar eignir búsins mun meiri en í samanburði við hina gömlu JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 | www.arctictrucks.is Vönduð og endingargóð vetrardekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er Stöðugleikaframlag ætti að skila meira en 500 milljörðum n Ríkið gæti fengið meira með stöðugleikaframlögum slitabúanna en stöðugleikaskattinum Hörður Ægisson hordur@dv.is 85 til 95 milljarðar Lausar krónur að frádregnum kostnaði Innlendar krónukröfur Kröfur innheimtanlegar í FX eru undanskildar (Avens, Landsvirkjun, Landsbankabréfið, Baugur, BG Holding, Kaupþing og Glitnir) Varasjóður LBI í krónum 21 milljarður 53 milljarðar 9,5 milljarðar Stöðugleikaframlag LBI Stöðugleikaframlag Kaupþings 105 til 220 milljarðar 10-25 milljarðar 115 milljarðar, bókfært á 15 milljarða 80 milljarðar Veðtryggt skuldabréf að frádregnum kostnaði Framsal innlendra krafna og íslenskra eigna. Hluti endurgreiddur með erlendri mynt. Gjaldeyrislán til Arion banka framlengt að lágmarki til 7 ára 44 milljarðar Slitabúið kaupir á pari gjald- eyrislán Seðlabankans til Arion banka. Líftími þess að lág- marki 7 ár. 55 milljarðar (í gjaldeyrisforðann) Hlutdeild í söluandvirði Kaupþings 110 190 Eykur óskuldsettan gjaldeyrisforða Seðlabankans milljarðar milljarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.