Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 42
Helgarblað 12.–15. júní 201534 Skrýtið Sakamál
PHILIPPE STARCK
Philippe Starck hefur útfært hugmyndir svo lengi sem hann man.
Þó háþróaðar hugmyndir hans hafi ekki fengið hljómgrunn kennara
hans, var hann þó um tvítugt búinn að afla sér heimsfrægðar og
viðurkenningar fyrir hönnun og arkitektúr.
Velkomin í stórglæsilegan sýningarsal
okkar að Draghálsi 14-16.
Gæði fara aldrei úr tísku
Bandóð Barnfóstra
n Yoselyn Ortega var barnfóstra n Dag einn umturnaðist hún
T
ilvera Yoselyn Ortega,
fimmt ugrar konu á Man-
hattan, stefndi hraðbyri í
hundana. Hún bjó í leigu-
húsnæði sem var allt of
lítið fyrir þann fjölda sem þar bjó
og dreymdi um að finna ann-
að húsnæði. Íbúðinni deildi Yose-
lyn með unglingssyni sínum, systur
og frænku og hún ráfaði um stiga-
gangana og seldi ódýrar snyrtivörur
og glingur til að afla sér meira skot-
silfurs.
Yoselyn hafði neyðst til að gefa frá
sér nýja íbúð og flytja í gamla grenið
með syni sínum, var skuldum vafin,
niðurdregin og fjarlæg. Einn ná-
granna hennar hafði eftir systur Yos-
elyn að hún gengi ekki heil til skógar.
Óttaðist systir hennar að Yoselyn
„væri á barmi taugaáfalls“. Þannig
leit þessi hálfkaraða mynd út sem
síðar leiddi til hörmulegra atburða
fimmtudaginn 25. október 2012.
Hryllileg heimkoma
Síðla þann dag sneri Marina Krim,
þriggja barna móðir á Manhattan,
heim í lúxusíbúð sína, enda orðið
ljóst að ekki var allt sem skyldi.
Fyrr þennan sama dag hafði Mar-
ina Krim skilð tvö barna sinna, Leo,
tveggja ára, og Luciu, sex ára, eft-
ir heima með barnfóstrunni Yose-
lyn Ortega. Marina fór síðan með
þriggja ára dóttur sína, Nessie, í
sundkennslu. Marina og Yose-
lyn höfðu sammælst um að hitt-
ast með öll börnin í dansskóla að
sundkennslunni lokinni. Þegar Yos-
elyn mætti ekki leist Marinu ekki á
blikuna og hraðaði sér heim á leið.
Þegar hún kom heim, um klukkan
hálf sex síðdegis, mætti henni hrylli-
leg sýn.
Blóðbað á baðherberginu
Marina Krim gekk inn myrkvaða
íbúð sína. Við fyrstu sýn virtist sem
íbúðin væri mannauð og því fór
Marina niður í anddyri og spurði
dyravörðinn hvort hann hefði séð
til Yoselyn og barnanna. Þau höfðu,
að sögn dyravarðarins, ekki yfirgef-
ið bygginguna og því fór Marina aft-
ur upp.
Hún litaðist um í hljóðri íbúð-
inni og kveikti að lokum ljós á bað-
herberginu. Sá hún þá sér til mikill-
ar skelfingar börn sín í baðkarinu og
voru bæði látin, stungin til bana af
barnfóstrunni Yoselyn.
Til að bæta gráu ofan á svart lá
Yoselyn á baðherbergisgólfinu, al-
blóðug og greinilega búin að gera
tilraun til sjálfsvígs með því að skera
sig á háls. Yoselyn hafði þó ekki tek-
ist að fyrirkoma sér en var meðvit-
undarlaus á gólfinu.
Barnfóstra – ekki ræstingakona
Ekki lá í augum uppi hví skyndi-
lega berserksgangur rann á Yose-
lyn, en síðar hafði New York Post eft-
ir ónafngreindum lögreglumanni að
Krim-hjónin hefðu beðið Yoselyn um
að sinna einföldum heimilisverkum.
Töldu hjónin að Yoselyn, sem var fjár-
þurfi, væri greiði gerður með þeirri
beiðni; að hún fengi þá greitt fyrir létt
heimilisstörf. En Yoselyn fylltist bræði.
„Ég fæ greitt fyrir að gæta barn-
anna, ekki að sjá um ræstingar og
heimilisstörf,“ var haft eftir henni síð-
ar. Að sögn Yoselyn höfðu hjónin boð-
ið henni að taka, gegn greiðslu, að sér
fimm klukkustunda vinnu aukalega. Í
New York Post sagði að Yoselyn hefði
reiðst því umrædd aukavinna skar-
aðist á við tíma sem hún átti hjá lækni.
Krim-hjónin höfðu að sögn einnig
viðrað áhyggjur af frammistöðu Yos-
elyn nokkrum vikum áður og veitt
henni viðvörun.
Bíður í fangelsi
Yoselyn Ortega var ákærð fyrir tvö
morð og var neitað um lausn gegn
tryggingu. Henni var enn fremur gert
að undirgangast geðmat svo unnt yrði
að úrskurða um hvort hún væri sak-
hæf.
Réttarhöld í máli Yoselyn Ortega
hófust í janúar en tíminn verður að
leiða í ljós hver örlög verða. n
„Ég fæ greitt fyr-
ir að gæta barn-
anna, ekki að sjá um
ræstingar og heimilis-
störf.“
Varð tveimur börnum að bana Yoselyn bíður örlaga sinna vegna
morðanna.
Voðaverk móður Yoselyn með börnum sínum.