Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Blaðsíða 21
Helgarblað 12.–15. júní 2015 Fréttir Erlent 21 H E I L S U R Ú M SUMAR TILBOÐ ROYAL BASE Stök dýna 21.595 kr. - NÚ 12.957 kr. Með botni 66.235 kr. - NÚ 39.741 kr. (90x200 cm) ROYAL CORINNA Stök dýna 64.900 kr. - NÚ 51.920 kr. (153x200 cm) Einnig til í öðrum stærðum Í stórhættu á leið í skólann Eftirskjálftar Grunnskólanemendur í Tókíó notuðu þessar hettur til að vernda sig ef til annars jarðskjálfta kæmi árið 2011. Nemendunum var uppálagt að ganga með hetturnar til og frá skólanum og ef þau væru á gangi á götum úti. Að hruni komin Grunnskólastúlkur leggja leið sína í skólann í Nagari Koto Nan Tigó á Súmötru. Nemendur frá 46 fjölskyldum þurftu að fara leiðina sem stúlkurnar fara, yfir stórfljót, þar sem engin brú var á staðnum árið 2012. Milli ríkja Ungur drengur frá Haítí bíður eftir traustu taki föður síns á leið sinni í skólann. Fjölskylda hans býr á Haítí en hliðið sem sést á myndinni aðskilur það frá Dóminíska lýð- veldinu og borginni Dajabon. Drengurinn stundar nám í Dajabon og þarf að leggja talsvert á sig til að komast í skólann. Yfir skóginn Theo Harcourt leggur leið sína yfir tré á leið sinni í skólann í Islington í Norður- London í október 2013. Rok og óveður töfðu samgöngur í borginni, ollu miklum skemmdum og var óveðrið á endanum nefnt eftir dýrlingnum Jude, en 28. október er dagur hans í Bretlandi og víðar. Fyrsti dagur skólaársins Kona fylgir nemendum þar sem þeir vaða yfir grynningar við strönd í Sitio Kinabuksan norður af Manilla. Þau eru að ganga á afar grýttri strönd á flóði. Myndin er tekin 1. júní síðastliðinn á fyrsta degi skólans. 24 milljónir barna sækja skóla á Fil- ippseyjum samkvæmt fréttum þar í landi og hófu nám á þessu misseri í byrjun mánaðarins. „Kanill getur drepið“ Fjögurra ára drengur kafnaði eftir að hafa fundið kryddið á eldhúsbekk M óðir fjögurra ára drengs sem kafnaði eftir að hafa borðað kanil varar ung- menni við „kanil-áskorun- inni“ og bendir þeim á að hún getur verið stórhættuleg. Litli drengurinn, Matthew Rader, var eftirlitslaus í eldhúsinu á heimili sínu á miðvikudaginn í síðustu viku þegar hann fann kryddstauk með kanil á eldhúsbekknum. Drengur- inn prílaði upp á eldhúsbekkinn og ákvað að smakka. „Hann missti al- veg andann. Það var eins og hann væri að fá flog og svo missti hann meðvitund,“ segir móðir hans, Brianna Rader. Drengurinn var fluttur í snarhasti á sjúkrahús og var úrskurðaður látinn 90 mínútum síð- ar. Jarðarför hans fór fram á mið- vikudag. „Kanill getur drepið,“ seg- ir Brianna. „En ef andlát hans, litla barnsins míns, getur orðið öðrum víti til varnaðar lagar það örlítið sár- ið í hjarta okkar,“ segir hún. Kanil-áskorunin Litli drengurinn var að sjálfsögðu ekki að taka þátt í kanil-áskorun, heldur sá hann aðeins eitthvað sem hann vildi prófa. Það er hins vegar svo að á samfélagsmiðlum er og hef- ur verið í gangi samkeppni, sérstak- lega milli ungmenna, þar sem þau prófa að fá sér teskeið eða meira af þurru kanildufti. Það reynist yfir- leitt þrautinni þyngri að kyngja því og getur að sögn læknis og réttar- meinafræðings verið stórhættulegt. Brianna tekur undir það og segir: „Allir þessir krakkar hugsa ekki um að þetta getur skaðað þau.“ Rétt- armeinafræðingurinn úrskurðaði að andlát Matthew hefði verið slys og greindi frá því að andlát sem þessi væru ótrúlega algeng, mun al- gengari en fólk gerir sér grein fyrir. Kanill þurrkar upp munnvatn og mikið magn af honum gerir fólki erfitt um vik með að kyngja. Í áskor- uninni er yfirleitt mælst til þess að fólk reyni að kyngja honum, segi eitthvað fyndið með munninn fullan og skori á fleiri að taka þátt. „Það er líklegt að fólk þurfi að kasta upp eft- ir að hafa fengið sér kanilinn,“ segir Elwin Crawford, læknir á sjúkrahús- inu þar sem Matthew lést. Hann segir að gall geti að auki skilað sér og farið ofan í lungun. Það getur valdið lungnabólgu, samföllnu lunga og endað með dauða. n Matthew Rader „En ef andlát hans, litla barnsins míns, getur orðið öðrum víti til varnaðar lagar það örlítið sárið í hjarta okkar,“ segir móðir litla drengsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.