Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Síða 21
Helgarblað 12.–15. júní 2015 Fréttir Erlent 21 H E I L S U R Ú M SUMAR TILBOÐ ROYAL BASE Stök dýna 21.595 kr. - NÚ 12.957 kr. Með botni 66.235 kr. - NÚ 39.741 kr. (90x200 cm) ROYAL CORINNA Stök dýna 64.900 kr. - NÚ 51.920 kr. (153x200 cm) Einnig til í öðrum stærðum Í stórhættu á leið í skólann Eftirskjálftar Grunnskólanemendur í Tókíó notuðu þessar hettur til að vernda sig ef til annars jarðskjálfta kæmi árið 2011. Nemendunum var uppálagt að ganga með hetturnar til og frá skólanum og ef þau væru á gangi á götum úti. Að hruni komin Grunnskólastúlkur leggja leið sína í skólann í Nagari Koto Nan Tigó á Súmötru. Nemendur frá 46 fjölskyldum þurftu að fara leiðina sem stúlkurnar fara, yfir stórfljót, þar sem engin brú var á staðnum árið 2012. Milli ríkja Ungur drengur frá Haítí bíður eftir traustu taki föður síns á leið sinni í skólann. Fjölskylda hans býr á Haítí en hliðið sem sést á myndinni aðskilur það frá Dóminíska lýð- veldinu og borginni Dajabon. Drengurinn stundar nám í Dajabon og þarf að leggja talsvert á sig til að komast í skólann. Yfir skóginn Theo Harcourt leggur leið sína yfir tré á leið sinni í skólann í Islington í Norður- London í október 2013. Rok og óveður töfðu samgöngur í borginni, ollu miklum skemmdum og var óveðrið á endanum nefnt eftir dýrlingnum Jude, en 28. október er dagur hans í Bretlandi og víðar. Fyrsti dagur skólaársins Kona fylgir nemendum þar sem þeir vaða yfir grynningar við strönd í Sitio Kinabuksan norður af Manilla. Þau eru að ganga á afar grýttri strönd á flóði. Myndin er tekin 1. júní síðastliðinn á fyrsta degi skólans. 24 milljónir barna sækja skóla á Fil- ippseyjum samkvæmt fréttum þar í landi og hófu nám á þessu misseri í byrjun mánaðarins. „Kanill getur drepið“ Fjögurra ára drengur kafnaði eftir að hafa fundið kryddið á eldhúsbekk M óðir fjögurra ára drengs sem kafnaði eftir að hafa borðað kanil varar ung- menni við „kanil-áskorun- inni“ og bendir þeim á að hún getur verið stórhættuleg. Litli drengurinn, Matthew Rader, var eftirlitslaus í eldhúsinu á heimili sínu á miðvikudaginn í síðustu viku þegar hann fann kryddstauk með kanil á eldhúsbekknum. Drengur- inn prílaði upp á eldhúsbekkinn og ákvað að smakka. „Hann missti al- veg andann. Það var eins og hann væri að fá flog og svo missti hann meðvitund,“ segir móðir hans, Brianna Rader. Drengurinn var fluttur í snarhasti á sjúkrahús og var úrskurðaður látinn 90 mínútum síð- ar. Jarðarför hans fór fram á mið- vikudag. „Kanill getur drepið,“ seg- ir Brianna. „En ef andlát hans, litla barnsins míns, getur orðið öðrum víti til varnaðar lagar það örlítið sár- ið í hjarta okkar,“ segir hún. Kanil-áskorunin Litli drengurinn var að sjálfsögðu ekki að taka þátt í kanil-áskorun, heldur sá hann aðeins eitthvað sem hann vildi prófa. Það er hins vegar svo að á samfélagsmiðlum er og hef- ur verið í gangi samkeppni, sérstak- lega milli ungmenna, þar sem þau prófa að fá sér teskeið eða meira af þurru kanildufti. Það reynist yfir- leitt þrautinni þyngri að kyngja því og getur að sögn læknis og réttar- meinafræðings verið stórhættulegt. Brianna tekur undir það og segir: „Allir þessir krakkar hugsa ekki um að þetta getur skaðað þau.“ Rétt- armeinafræðingurinn úrskurðaði að andlát Matthew hefði verið slys og greindi frá því að andlát sem þessi væru ótrúlega algeng, mun al- gengari en fólk gerir sér grein fyrir. Kanill þurrkar upp munnvatn og mikið magn af honum gerir fólki erfitt um vik með að kyngja. Í áskor- uninni er yfirleitt mælst til þess að fólk reyni að kyngja honum, segi eitthvað fyndið með munninn fullan og skori á fleiri að taka þátt. „Það er líklegt að fólk þurfi að kasta upp eft- ir að hafa fengið sér kanilinn,“ segir Elwin Crawford, læknir á sjúkrahús- inu þar sem Matthew lést. Hann segir að gall geti að auki skilað sér og farið ofan í lungun. Það getur valdið lungnabólgu, samföllnu lunga og endað með dauða. n Matthew Rader „En ef andlát hans, litla barnsins míns, getur orðið öðrum víti til varnaðar lagar það örlítið sárið í hjarta okkar,“ segir móðir litla drengsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.